Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 2
HUGLEIÐING VEGNA AFSAGNAR ROBERTS S. FOLKENBERG formanns Aðalsamtaka Sjöunda dags aðventista s g hef, fyrir örstuttu síðan, fengið þá tilkynningu að Robert S. Folken- berg, leiðtogi Aðalsamtaka Sjö- unda dags aðventista hafi sagt af sér. Annars staðar í Aðventfréttum finnið þið fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er um uppsögn hans 8. febrúar s.l. Tilkynn- ing af þessu tagi vekur upp alls konar spurningar og tilfinningar í huga fólks. Hryggð er eitt af viðbrögðum mín- um. Sumarið 1997 voru það forréttindi mín að hitta Robert Folkenberg er hann heimsótti Bergen í Noregi í einn dag. Eg fór með hann á þá staði sem hann þurfti að koma á og kynntist honum aðeins þar sem hann borðaði með okkur hjónunum heima hjá okkur. Ég hitti drífandi og magnaðan einstakling sem virtist ein- læglega áhugasamur um söfnuðinn, ein- staklingur sem einnig virtist bera hag Aðventista í Noregi fyrir brjósti. Þessi einstaklingur virtist hafa mikla þekk- ingu og hæfileika og virtist vera góður KJRKJ A SjÖUNDA DAGS Aðventista Aðvent FRÉTTIR 62. árg. - 1. tbl. 1999 Utgefandi: S.d. aðventistar á íslandi Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Finn F. Eckhoff Þýðendur: Omar Torfason og fleiri Setning: Sigríður Hjartardóttir Prentun: Offsetprent leiðtogi fyrir söfnuð Sjöunda dags að- ventista. Þessar síðustu vikur hef ég fengið margar greinar í tölvupósti þar sem greint er frá að um mögulega málsókn á hendur söfnuðinum og Folkenberg sem einstaklingi gæti verið að ræða. Lög- fræðingar hafa ályktað að söfnuðurinn sem slíkur sé ekki aðili að því máli. Sá hluti málshöfðunar, sem snýr að söfnuð- inum mun sennilega verða hafnað af dómstól. En Robert Folkenberg hefur átt í einhverjum viðskiptum við mann nokkurn James Moore að nafni, sem er sá aðili sem höfðar málið. Málið snýst um fasteignaviðskipti þar sem Moore ásakar Folkenberg ásamt öðrum um að hafa valdið sér skaða. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa verið sendar út hefur James Moore verið áður (árið 1987) dæmdur fyrir stórþjófnað og sat í fangelsi fyrir það. Dagana 25. og 26. janúar s.l. kom sérstakur hópur manna úr söfnuðinum saman um 20 manns hvaðanæva úr Blaðið sem þú ert að lesa núna er op- inbert málgagn Sjöunda dags aðventista á Islandi og hefur svo verið í 62 ár. Að- ventfréttir hét áður Bræðrabandið. Þetta blað er mikilvægt til að segja frá því sem er að gerast innan Aðventsafn- aðarins og er einnig ætlað til andlegrar uppörvunar fyrir safnaðarmeðlimi. Við lifum á tímum upplýsinga og fjölmiðla og meiri og nánari upplýsinga er sffellt óskað. Mig langar til að segja ykkur hvað mikið Samtök SDA á íslandi borga fyrir þessa þjónustu við safnaðarmeðlimina. I þessum kostnaðartölum er ekki talin með sú vinna sem unnin er hér á skrif- stofunni við gerð blaðsins. Aðeins kostnaður við uppsetningu blaðsins, prentun og póstburðargjald fyrir árið 1998 verður rúmlega 260 kr. á hvert blað eða 1.040 kr. á ári. Einu sinni á hverju ári eru teknar upp gjafir sem renna til Aðventfrétta (nú í ár verður heiminum, til þess að líta á þetta mál í heild sinni. Eftir að hafa skoðað málið eins og það er vaxið í heild sinni kvað hópurinn upp þann úrskurð að Folken- berg hefði ekki gerst sekur um að mis- nota peninga safnaðarins eða Aðalsam- takanna. Hópurinn hrósaði einnig Fol- kenberg fyrir störf hans og framtíðarsýn sem formaður Aðalsamtakanna. Það sem eftir stendur eru siðferðilegar spurn- ingar svo sem um hagsmunatengsl, óvið- eigandi viðskiptahætti og misnotkun á aðstöðu á formannsskrifstofunni til að hagnast á viðskiptum. Hópurinn sagðist hafa áhyggjur af þeim áhrifum sem þetta mál kynni að hafa á alheimssöfnuðinn og Aðalsamtökin og einnig áhyggjur af tregðu Folkenbergs til að þiggja ráð hjá starfsbræðrum sínum. Við þurfum að biðja fyrir Robert Fol- kenberg og fjölskyldu hans þar sem þau eru núna að ganga í gegnum erfiða tíma. Við munum sennilega aldrei komast að öllum sannleika þessa máls, við erum þess vegna ekki í neinni aðstöðu til þess að dæma. Það hryggir mig hins vegar að heyra frá þessum hóp að leiðtogi okkar hafi leiðst út í einhvers konar viðskipti og hafi ekki viljað hlusta á aðvaranir starfsbræðra sinna. Við þurfum að hlusta á þá sem við umgöngumst ef við ætlum að þjóna söfnuðinum okkar. Reyndar er það nauðsynlegt í öllu sem varðar mann- leg samskipti ef við ætlum að reynast góðir og einlægir þjónar safnaðarins. F inn F. Eckhoff þær gjafir teknar upp 3. apríl) árið 1998 komu inn 41.349 kr eða u.þ.b. 80 kr. á hvert blað á ári, eða minna en 10% af kostnaði við útgáfu blaðsins. Það gefur auga leið að það kostar enn meira að senda blaðið til útlanda til allra þeirra safnaðarmeðlima sem þar búa. Við viljum gjarnan bjóða ykkur að styrkja útgáfu Aðventfrétta með því að annað hvort leggja upphæð í umslag og koma því til gjaldkera hvers safnaðar eða hingað til fjármálastjóra Samtak- anna, eða leggja upphæðina beint í banka á reikning Sjöunda dags að- ventista á íslandi, Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík, reikningur og bankanúmer: 101-26-11910, kennitala: 410169-2589 og merkja gjöfina Aðventfréttir. Þakka ykkur fyrir stuðning ykkar við blaðið Bestu kveðjur, Finn F. Eckhoff KOSTNAÐUR VIÐ AÐVENTFRÉTTIR 2 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.