Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 3
FRÉTTIR FRÁ SUÐURHLÍÐARSKÓLA Gjafir til skólans Skólastarf fór vel af stað í haust. Ný álma var tekin í notkun en ráðist var í það síðastliðinn vetur að standsetja þann hluta hússins sem hýsa skyldi starfsaðstöðu kennara og annars starfsfólks, bókasafn og lesaðstöðu nemenda. Ymsir lögðu hönd á plóginn, bæði með sjálfboðavinnu og góðum gjöfum. Gefin var eldhúsinnrétting í kennarastofu og blöndunartæki. Klósett og handlaug á sal- erni með blöndunartækjum ásamt tækjum í ræstikompu og skrár og húnar á allar hurðir nýju álmunnar. Einnig hafa skólan- um borist góðir notaðir hlutir, sem koma okkur vel svo sem notaðar tölvur, tölvu- borð, hilluskápar fyrir gæsluna, bækur á bókasafnið ofl. Það nýjasta kom síðan fyrir örfáum dögum en það var 100 þúsund króna gjöf frá aðilum sem ekki vilja láta nafna sinna getið og 220 þúsund krónur sem eiga að fara til kaupa á ljósritunarvél. Kemur sú gjöf frá skandin- avískum læknum sem búsettir eru í Kaliforníu og hafa með sér sam- tök um að styrkja árlega einhverja af okkar stofnunum á Norðurlöndum. Ekki megum við heldur gleyma öllum þeim trúföstu safnaðarmeðlimum sem minnast skólans okkar mánaðarlega með gjöfum sínum. Öllum þessum aðilum viljum við færa okkar bestu þakkir og biðjum Guð að launa þeim gjafmildi þeirra. Það er okkur sem störfum við skólann mikil hvatning og styrkur að finna þann hlýhug sem þið berið til skólans. Bjöllusveit Suðurhlíðarskóla Bjöllusveit er starfandi við skólann og gerði hún víðreist fyrir jólin. Byrjað var á því 11. desember að leika fyrir skólastjóra við grunnskóla Reykjavíkur á síðasta fundi þeirra fyrir jólin sem haldinn var í Gerðubergi. Þá var haldið í Norður- brún 1 og leikið fyr- ir vistmenn þar. 14. desember var leikið fyrir vistmenn á Hrafnistu í Reykjavík og 16. desember var síðan haldið á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur og að lokum var leikið á jóla- skemmtun fyrir leikskólabörn úr Alftaborg og foreldra þeirra. Var krökkunum hvar- vetna vel tekið og voru þessar ferðir þeim hvatning og til ánægju. Jólasamkoma í Aðventkirkjunni. Eins og venja hefur verið í Suðurhlíð- arskóla frá upphafi hafa nemendur skólans staðið fyrir jólasamkomu í Aðventkirkj- unni í Reykjavík og boðið þangað foreldr- um, systkinum og öðrum fjölskyldumeð- limum og vinum ásamt safnaðarmeðlim- um. Að þessu sinni var þessi samkoma haldin föstudagskvöldið 18. desember fyrir nánast fullu húsi. Boðið var upp á upplestur, kórsöng, bjöllusveit, ýmis tónlistaratriði önnur og jólaleikrit. I lok samkomunnar var síðan tekið við gjöfum til kaupa á bókum fyrir bókasafn skólans. Söfnuðust kr. 19.500 og hefur þeim peningum þegar verið varið til bókakaupa og verið vel tekið af lesþyrstum bókaormum. Norræna bókasafnsvikan. A vegum Norræna félagsins var efnt til norrænnar bókasafnsviku á bókasöfn- um Norðurlandanna. Þemað var: „Norræn fyndni“. Tókum við þátt með þeim hætti að nemendur söfnuðust á sal á hverjum morgni og hlustuðu á upplestur við kerta- ljós. Ýmsir lásu bæði nemendur og kennar- ar. Nú eftir áramótin munu allir hópamir skiptast á að hafa dagskrá á sal. Hver stofa sér um eitt skipti og reið 6.-7. bekkur á vaðið 15. janúar. 12. febrúar var svo kom- ið að 1.-3. bekk. Þetta hafa verið mjög fjöl- breyttar og skemmtilegar dagskrár þar sem allir hafa tekið þátt. Listrænir viðburðir. 1 október fengum við það kostaboð að koma í heimsókn í Islensku óperuna að sjá uppfærslu nemenda söngskólans á Töfraflautunni eftir Mozart. Var þeirri til- breytni vel tekið af nemendum og mæting góð. I byrjun nóvember fengum við síðan heimsókn af frábæmm listamönnum, þeim Guðna Franzsyni klarinettuleikara og finnskum harmonikkuleikara að nafni Tatu Kantomaa. Tóku þeir viðstadda með sér í ferðalag um heiminn þar sem þeir spiluðu lög frá ýmsum löndum við feyki- góðar undirtektir áheyrenda. Heimsóknir. Nemendur hafa farið í ýmsar heim- sóknir í vetur með sínum bekkjarkennur- um og til stendur að nemendur 5.-6. bekkj- ar fari í heimsókn f Borgarleikhúsið nú í þessum mánuði. Er þetta framhald heim- sóknar þangað í fyrra. Fá þau að kynnast leikhúsinu og sjá dans og leiksýningu. Nemendafélag. Stjórn nemendafélagsins var kosin í upphafi skólaárs og í henni sitja: Andri Þór Kristinsson, formaður Hjörtur Már Helgason, varaformaður Magnús Örn Ragnarsson, gjaldkeri Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir, ritari Marinó M. Þorbjamarson, meðstj. I október stóð stjómin fyrir bíókvöldi fyrir nemendur 6,- 9. bekkjar og f nóvem- ber var síðan haldið „grímuball" fyrir alla nemendur skólans. Var þetta hvoru tvegg- ja liður í fjáröflun nemendafélagsins. I byrjun mars er svo fyrirhuguð árshátíð nemenda í 7.-9. bekk. I janúar drifu svo nemendur úr 8.-9. bekk tvo af kennurum sfnum með sér á skíði eftir að kennslu lauk einn daginn. Veður var frábært og færi gott og átti það sinn þátt í að gera daginn ógleymanlegan. I byrjun skólaárs voru 49 nemendur skráðir í skólann. Um áramótin hættu tveir nemendur en skömmu síðar bættust fjórir nýir við, þannig að í dag er 51 nem- andi í skólanum. Þetta er góður hópur og góður andi ríkjandi. Vonumst við til að sjá fleiri góða nem- endur koma í hópinn þannig að rekstur skólans megi verða tryggður. AðventFréttir 3

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.