Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 4

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 4
s g hef tilheyrt Aðventkirkjunni allt frá barnæsku og verið eindreginn stuðningsmaður hennar. Hlutverk hennar er hlutverk mitt; kenningar hennar órjúfanlegur þáttur minnar eigin tilveru. Að því kom, að á þroskaferli mínum í trúnni stóð ég frammi fyrir hindrun, sem engum virtist fær nema fuglinum fljúgandi. Á ég hér við afstöðu kirkjunnar hvað varðar áfenga drykki. Menningarumhverfi mitt gerir ráð fyrir vínglasi í sérhverju teiti. Þannig var það innan ættar minnar, sem er um hundrað manns, að þótt ekki sæi vín á mönnum í samkvæmum, var vart annað meðtekið en að vín væri veitt og haft um hönd við hin ýmsu tækifæri. Eftir að hafa kynnt mér þetta efni í Ritningunni komst ég á þá skoðun, sem ég hef reyndar ekki látið af, að beint bann við áfengum drykkjum er þar hvergi að finna. Nú víkur svo við, að í ýmsum bókum sem ég hef lesið, er hinu gagnstæða haldið fram. Því hef ég rannsakað þær staðhæfingar í þeirri von að finna þar hið eiginlega bannorð sem svar gegn andmælendum bindindisstefnunnar. Mér hefur enn ekki tekist það. Ég er þess fullviss að á tímum Gamla testamentisins var óhóflega drukkið vín ekki í andstöðu við trúna á Guð. Og ennfremur er óhætt að halda fram, að á tíma frumkristninnar hafi þetta einnig verið meðtekið. Ég legg fram fimm atriði máli mínu til stuðnings: 1. Þau málvísindalegu rök, sem bind- indisfrömuðir leggja máli sínu til grundvallar, sanna ekkert. Éinna má orð með ríkjandi merkingu, en hver- gi er að finna orð sem gera skilmerki- legan greinarmun á vínberjasafa og gerjuðum drykkjum. 2. Lögmál Móse er samsafn smáatriða varðandi athafnir daglegs lífs, þ.á.m. er að finna lista yfir hinar ýmsu fæðutegundir. Hvergi er að finna stafkrók um ólögmæti áfengra drykk- ja. Að taka slíkt fram hefði verið lít- ið verk og létt. 3. Saga Israels bendir ekki til neins banns. 4- Líti menn svo á, að vissir textar Ritningarinnar banni vín við sér- stakar athafnir eða störf (3M 10. 8- 10; Ok 31.4,5; 4M 6.;Dm 13.13,14), þ.m.t. að það sé ekki haft um hönd meðal leiðtoganna (Títus 3), þá ligg- ur beint við að líta svo á, að almennt bann hafi ekki legið fyrir. 5. Ekki verður séð að textar s.s. lTm 3.8 og 5M 14.21,26 renni styrkum stoðum undir kenningar talsmanna bannsins. Guðfræðilegur skilningur Afstaða mín til bindindis er grund- völluð á öðrum forsendum. Það er stað- föst sannfæring mín að kirkjunni beri að viðhafa sterka andstöðu gegn göróttum drykkjum. Afstöðu sína á hún ekki að byggja á óhrekjanleika hins ritaða orðs. Hér gildir umfram allt grundvallarmerk- ing guðfræðinnar. Það er jafnvel svo að E.White hvet- ur okkur til slíks skilnings, þegar hún áminnir okkur að lesa hennar eigin rit út frá forsendum „tíma, rúms og staðhátta." Við leggjum sams konar skilning í nálg- un okkar á Ritningunni varðandi hjóna- bandið og einkvæni sem og afstöðu okk- ar gegn þrælahaldi. Hver sá sem rannsaka vill Ritning- una til djúps skilnings getur ekki byggt á því einu sem Guð sagði við fólk sitt til forna. Hér verður að leitast við að skilja, hver boðskapur Guðs er til okkar í dag varðandi hlutverk okkar og ábyrgð. 1 Hver var hin eiginlega afstaða Guðs til forna varðandi vínandann? 1. Bann hans spannaði ekki alla afkima tilverunnar. 2. Hann benti á illar afleiðingar þessa og hversu það vinnur (Nói, Lot ofl. Ok 23.39-44). 3. Hann benti á, að jafnvel hóflega drukkið vín var ekki alltaf við hæfi (4M 6; Dm 13.14) og lagði einnig fram þá kröfu, að viss hópur manna héldi sig að öllu frá víni meðan hann innti vissan starfa af hendi, vegna þess að það útheimti óbrenglaða heilastarfsemi (3M 10.10; Ok 31.4,5). 4- Finna má texta í Ritningunni þar sem farið er að því er virðist í fyrstu sýn lofsamlegum orðum um áhrif alkóhólsins (5M 14.22-29; Amos 9.14; Sk 10.7), en við nánari athug- un er vísað til þess sem hinni skáld- rænu ímynd óhófs og allsnægtar. Hver eru þá hin eiginlegu skilaboð Guðs til okkar í dag? Hvert er hlut- verk okkar og söguleg ábyrgð? Hver sá sem leita vill svara við þess- um spurningum af alvöru verður að end- urmeta hlutverk alkóhólsins út frá sögu- sviði líðandi stundar. Það seytlar um sér- hvern afkima samfélagsins og virðir eng- in griðlönd. Neysla þess í dag nær langt út fyrir það sem þekktist á tímum Ritn- ingarinnar. I dag horfumst við í augu við ógnvald, sem getur fengið sérhvern mann til að skjálfa. Alkóhól - sjö staðreyndir Það eru einkum sjö þættir sem kalla á endurskilgreiningu á tilurð og hlut- verki alkóhólsins í daglegu samfélagi miðað við fyrri tíma. Það er talið mesti skaðvaldur flestra samfélaga - sú félags- lega drepsótt sem sérhvert meðvitað kristið samfélag getur ekki annað en spornað við af alefli: í fyrsta lagi: Fjölbreytni í fram- leiðslu. Áður fyrr var um tvennt að velja, vín og bjór. í dag er margbreyti- leikinn mikill og fer vaxandi. Markaðs- setningin miðar að því að koma því inn hjá neytandanum, að hann þurfi á þessu að halda daglega, sér í lagi ætli menn að gera sér glaðan dag. Algengt er að í há- degisverðarboðum séu bornar fram um átta til tíu tegundir víns. I öðru lagi: Há prósenta vínandans. Forfeður okkar þekktu vart sterkari drykki en 9—10% enda eimingartæknin 4 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.