Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 6

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 6
Eins og margir aðrir þá hefur grein- arhöfundur eytt töluverðum tíma undanfarið í að spá í mataræðið og hvað maður lætur ofan í sig. Eftirfarandi grein byggist að hluta á grein úr Banda- rísku háskólatímariti, Dialogue, eftir Heather M. Bowen, en hún er með masterspróf í dýravísindum. Það er enginn að segja að maður þurfi að „stökkbreyta“ mataræði fjöl- skyldunnar en sum okkar þurfum að stef- na að því markvisst að neyta hollari fæðu okkur til heilsubótar. Guð tekur þátt í þessum breytingum ef við biðjum hann um það. Spurningin er í rauninni: Vil ég gera það sem ég vil, í eigin mætti, eða treysta á leiðsögn Guðs og hans hyggjuvit hvað varðar heilsufar okkar en við lesum að líkaminn sé „musteri Heilags anda“. Það er ekki einungis á andlega sviðinu sem við eigum að treysta á Guð, heldur í öllu sem við tök- um okkur fyrir hendur, smáum sem stór- Er jurtafæði eitthvað fyrir þig? um málum. Hver kannast ekki við að hafa rekist á vegg eftir að hafa gleymt að hafa Guð með í einhverri ákvarðana- töku. I rannsókn sem var gerð árið 1990 á matarvenjum íslenskra karla og kvenna á aldrinum 15-80 ára (gefin út 1994), kom í ljós að konur neyttu daglega ávax- ta og grænmetis í miklu meira magni en karlar og það voru einnig fleiri konur sem neyttu léttmjólkur og undanrennu en karlar, kjöt og fiskneysla var svipuð.4 Hins vegar neytum við þegar á heildina er litið, ekki nóg af grænmeti og ávöxt- um en auglýsingar þar sem Hjartavernd, Manneldisráð og Krabbameinsfélagið, í samstarfi, hvetja fólk til þess að borða fimm tegundir á dag, hafa vart farið ffam hjá neinum. Hve oft hugsum við um hollustuna, þegar við bjóðum upp á t.d. yfirhlaðin borð af sætum kökum? Ekki það að ein- staka sinnum megi út af breyta en setj- um við okkur einhver mörk sem söfnuð- ur í heild, t.d. á opinberum samkomum okkar? Ættum við að gera það? Erum við í alvöru þekkt fyrir hollt og gott matar- æði hér á Islandi? Munu utanaðkomandi fá það á tilfinninguna að við hugsum meira um heilsuna almennt en aðrir? Ég spyr kannski eins og fávís kona en það getur hver og einn reynt að svara fyrir sig. Hve oft leitum við ráða í Biblíunni varðandi mataræði? Biblían segir frá Daníel, Hananja, Mísael og Asarja sem báru af öðrum hvað hreysti varðaði þeg- ar þeim hafði verið gefið vatn og kálmeti þá tíu daga sem þeir báðu tilsjónarmann sinn að gefa þeim tækifæri til þess að neyta þess, í stað þess að neyta matarins af borði konungs. Dn 1.15.1 Að þremur árum liðnum reyndust þeir einnig í einu og öllu tíu sinnum fremri öllum öðrum í ríki konungs. Dn 1.20.1 í henni er að finna ráðleggingar um hvaða dýr væru hrein og hvaða dýr við mættum borða. 2M 11.1 En upphaflega varð annað uppi á teningnum. Ellen White (1827-1915), skrifaði um hið upprunalega fæði að kornmeti, ávextir, hnetur og grænmeti væru uppistaðan í því sem Skaparinn ætlaði handa okkur í öndverðu. Þessi matur, sem minnst meðhöndlaður og framreiddur á einfaldan hátt, væri það hollasta fyrir okkur. Guð bauð okkar fyrstu foreldrum þann mat sem hann ætlaði mannkyninu að borða. Það var ekki samkvæmt áætlun Hans að eyða nokkru lífi sem Hann skapaði. Dauðinn átti ekki að fyrirfinnast í Eden.B I þriðju Mósebók er okkur gefið það ráð að halda okkur frá mör og blóði. 3M 3.17.1 Hins vegar eru rnargir framleið- endur t.d. nautakjöts mikið í því að auka fituna í kjötinu til þess að gera steikina safaríkari og mörgum finnst hún best lít- ið steikt og blóðug. Ég hafði lítið hugsað út í að þegar kjötið hefur verið geymt og „marinerað11 t.d. í kryddlegi þá verðum við að borga hærra verð fyrir það, en það sem við erum að kaupa er í raun rotn- andi kjöt. Það er bara betra upp á mark- aðssetningu að gera, að segja að það sé „marinerað". Ég velti fyrir mér hvort ég væri tilbúin að borga hærra verð fyrir gömul epli og visnað kál? Það er ekki að ástæðulausu sem Biblían býður okkur frá því að neyta t.d. svínakjöts. 3M 11.7,8.‘ Svín eru frá náttúrunnar hendi saurætur, þ.e. þau éta eigin saur. Heather segir frá því í grein sinni að það séu mörg samkeppnisfær svínabú (í U.S.A.) sem gefi svínunum fóður sem innihaldi endurunnin svína- úrgang. Möguleikinn á að sjúkdómar breiðist út séu þvf miklir. Á meðan hún var enn í námi heimsótti hún svínabú í 6 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.