Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 8
bara 50% þjóðarinnar (U.S.A.) sem lát- ist vegna fituhrörnunar; hinir eru svo lánsamir að vera erfðafræðilega ónæmir fyrir fækkun LDL viðtaka. I stað þess að mæla með einfaldri breytingu á mataræði, hafa sumir vísinda- menn byggt vonir sínar á að öðl- ast góða heilsu, á þróun lyfs sem er fyrirbyggjandi: „Ef það kemur í ljós að þessi lyf munu koma í veg fyrir að fæðan valdi fækkun viðtakanna og að hægt verði að sýna fram á að langtíma notkun verði hættulaus, þá verður það ef til vill mögulegt einhvern tíma fyrir fólk að fá sér steikina sína og lifa til þess að njóta hennar líka.“ E Utlista mætti fleiri svið í tengslum við neyslu á dýrakjöti s.s. notkun horm- óna og sýklalyfja í ræktun dýra til mann- eldis og áhrifin sem það hefur á fólk sem neytir kjöts af því tagi. En þó svo kjötið hér á landi teljist með því besta sem fæst þá ferðast Islendingar víða erlendis og neyta kjöts þar. Hvað bændur snertir þá kallar breytt mataræði á annars konar ræktunarhætti svo ekki þyrftu þeir að verða atvinnulausir en breytingar af þessu tagi tækju að sjálfsögðu tíma en ís- lensk korn- og grænmetisræktun sýnir að það er ýmislegt hægt. Ég vildi einnig geta keypt lífrænt ræktuð egg úti í búð. Ekki er alveg hægt að stöðva hér skrifin án þess að minnast á hættu þess að neyta efna og annarra mengunar- valda í fiski og skelfiski. Þó svo íslend- ingar búi við þá gæfu að búa almennt í frekar ómenguðu landi þá erum við ekki alveg laus við mengun og erlendis er víða pottur brotinn. Hér á landi hafa margar úrbætur átt sér stað en betur má ef duga skal. Það að gerast jurtaæta hvort sem maður gerir það sem kristinn einstak- lingur í leit að lífi sem færir mann nær Guði og himninum, en í Jesaja stendur: „Ulfur og lamb munu vera saman á beit, og ljónið mun hey eta sem naut, ...Hvergi á mínu heilaga fjalli munu menn illt fremja eða skaða gjöra - segir Drottinn." Jes 65.25. Eða hreinlega af heilsufarslegum ástæðum. Hvort heldur er þá fannst mér það skylda mín að deila þessum upplýsingum með þér lesandi góður. Eg veit að það getur líka verið góð leið til þess að uppræta fordóma og bara kynnast öðru fólki að hittast á nám- skeiði og læra að matreiða grænmetis- rétti frá ýmsum þjóðum og af ýmsum gerðum. Eg er rétt að byrja og mér finnst svo spennandi að fræðast um allt mögu- legt tengt heilsusamlegu mataræði en það þarf að lesa sig til og huga að sam- setningu fæðisins, það má ekki verða of einhæft og hreyfing og útivera eiga auð- vitað sinn þátt í góðri heilsu. Sem bet- ur fer er góðar bækur að finna í bóka- verslunum svo við ættum að geta haldið okkur í toppformi. Margir halda því fram að börn geti ekki lifað á jurtafæði en það er hin mesta fjarstæða, en áður en róttækar breytingar eiga sér stað þarf að kynna sér málin vandlega. Ég hef tekið í hendumar á fúll- orðnu fullfrísku fólki sem aldrei hefur borðað annað en jurtafæði. Hver og einn prófar og finnur út hvað honum og fjölskyldunni líkar en það besta sem ég hef rekið mig á til þessa er það að til eru svo margir fljót- legir og góðir réttir og oftast nær hræó- dýrir. Eg bið ykkur Guðs blessunar. Alda Baldursdóttir Heimildir: J. Biblían. 1981 Reykjavík, Hið íslenska Biblíufélag 2. Bowen, Heather M., „Me, A Veget- arian?“ Diologue (5:1 1993), p. 9-11. 3. Ensk - íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi. 1991. Jóhann S. Hannesson bjó til prentunar. Reykjavík, Om ogÖrlyg- ur. 4- Konur ogKarlar 1994- 1994 Hagstofa Islands. 5. Morgunblaðið. 1996. 108 hafa greinst með salmonellusýkingu á sýkladeild Landspítalans Ríkisspítalar 13.mars. 6. Morgunblaðið. 1996. Frakkar slátra nautgripum vegna gruns um kúariðu. Bretar fordæma innflutningsbann. 26.mars. 7. Morgunblaðið. 1996. Rannsóknir breskra vísindamanna í Oxford á kúar- iðu og heilarýmunarveiki. 25. apríl. 8. Hagstofa Islands. (tölurfrá 1994, nýj- ustu tölur um dánarorsakir Islendinga, áður óbirt.). Heimildir erlendu greinarinnar sem íslenska greinin er byggð á: A. John A. Sharffenberg, Problems With Meat (Santa Barbara. Calif.: Wood- bridge Press Publishing Company, 1979). B. Ellen G. White, Counsels on Diet and Foods (Washington, D.C.; Review and Herald Publishing Association, 1938), p. 81. C. World Health Organization, Parasotoc Zoonoses, 1979. Technical Report Services 637:7-107. D. Michael S. Brown and Joseph L. Gold- stein, „How LDL Receptors lnfluence Cholesterol and Atherosclerosis. “ Sci- entific American (November 1984), pp. 58-66. E. lbid. F. Sharffenberg, op.cit. SOGUR JÁRNHJÓLIÐ Eftir Mary Anderson Davíð og Lárus voru að flytja ásamt foreldrum sínum úr gamla húsinu í það nýja sem verið var að byggja. Feðgamir luku við að hlaða á kerruna stórum jám- plötum og strákarnir settust hávaðasam- ir ofan á hlassið. Mamma beið þeirra í nýja húsinu upp á hæðinni. Pabbi setti jeppann í gang og lét hann ganga smá stund áður en hann dró hlassið af stað. Drengirnir héldu sér í járnplöturnar á kerrunni til þess að þeir féllu ekki af henni á holóttum veginum. „Skelfing er þetta óþægilegt, ég meiði mig,“ veinaði Lárus, þar sem hann hossaðist til og frá. „Nú, hvað geturðu ætlast til að hafa það betra?“ svaraði Davíð hlæjandi. „Sjáðu bara hvað vegurinn er ósléttur." Lárus gat nú ekki annað en hlegið líka, því að Davíð átti fullt í fangi með sjálfan sig. Þungu járnplöturnar á vagn- inum skröltu til og frá. „Við erum næst- um því komnir upp á hæðina, hrópaði Davíð upp yfir hávaðann. En þegar jeppinn komst upp, tóku járnplöturnar að renna af kerrunni. „Gættu þín“, æpti Lárus þegar Dav- íð seildist eftir plötunum til að halda í þær. Hann varð stjarfur af hræðslu þeg- ar hann sá bróður sinn missa jafnvægið og detta niður á milli jeppans og kerrunnar. „Stoppaðu pabbi, stoppaðu, stopp!!“ æpti Lárus af öllum kröftum. „Davíð datt af vagninum!" Hann var skelfingu lostinn því að hann vissi að járnhjólin á kerrunni mundu fara yfir líkama Davíðs. Að lokunt stansaði jeppinn og pabbi hljóp til baka þar sem Davíð lá á vegin- um. Á því augnabliki sem jeppinn stansaði leit mamma út um gluggann á húsinu uppi á hæðinni. Hún sá pabba hlaupa frá jeppanum til baka niður veg- inn. Þá kom hún auga á Davíð liggjandi 8 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.