Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 10
HVERS VEGNA PENINGAR? Hjón sem klæddust og töluðu eins og venjulegt almúgafólk báðu um viðtal við rektor Harvardháskóla. Vegna þess að þau litu út fyrir að vera af lágum stéttum og skipta litlu máli voru þau látin bíða klukkustundum saman. Þar sem augljóst var að þau ætluðu ekki að gefast upp fór ritarinn til rektors. Hann var fullviss um að geta leyst málið í hvelli og dreif sig fram í biðstofuna, heilsaði stuttaralega og spurði hvað hann gæti gert fyrir þau. Hjónin hófu að tala um látinn son sinn sem hafði einu sinni verið nemandi há- skólans. „Okkur langar til að reisa minn- ismerki til heiðurs syni okkar,“ sögðu þau. „Ef við leyfðum hverri fjölskyldu að reisa minnisvarða þá liti staðurinn út eins og kirkjugarður," sagði hann. „Við vorum nú ekki með legstein í huga held- ur byggingu í minningu um son okkar.“ Rektornum virtist augljóst að fólkið gerði sér ekki grein fyrir kostnaðinum og spurði því: „Vitið þið hve mikið þessi bygging myndi kosta ykkur? Byggingarn- ar kosta yfir sjö milljónir dollara." Eigin- konan sneri sér að manni sínum og sagði: „Hvers vegna reisum við ekki bara okkar eigin skóla?“ Og þannig varð það að Stanfordhjónin yfirgáfu Harvardhá- skólann til að setja á stofn Stanfordskól- ann í Kalifomíu (en hann er einn virt- asti skóli Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað). Fjármunir skipta miklu máli því þeir ákveða hvernig við lítum á okkur sjálf. Ef við höfum einungis lítið handa á milli þá sjáum við okkur ekki aðeins sem fá- tæk fjárhagslega, heldur einnig sem hjálparvana og til lítils nýt. Fjármunir skipta miklu máli því þeir ákveða hvern- ig við lítum á aðra. Við komum öðruvísi fram við fjáða menn og hyglum þeim. Fjármunir ákveða hvernig við lítum á Guð. Peningar eru lífið. Peningar eru blanda tíma, talenta og orku sem hefur orðið að skiptimynt. Við sameinum tíma okkar, talentur og þrek og við hljótum umbun þjónustu eða framleiðslu í formi peninga. Svo þegar við höfum efnast finnst okkur Guð óþarfur. Það er eftir- tektarvert að Guð lýsir söfnuði sínum við tíma endalokanna sem volgum og efnislega ánægðum og það einkennilega er að Guð hefur blessað söfnuð sinn svo mjög. Vandinn er ekki fjármagnsskortur heldur hitt að við erum ekki nægilega háð Guði. Um leið og við segjumst ekki hafa næga fjármuni erum við að segja að Guð sé ekki nægilega máttugur. Vandamálið er ekki fjármunir heldur þú og ég. í 19. kafla Matteusarguðspjalls spyr ungur, ríkur maður hvað hann þurfi að gera til að frelsast. Jesús svarar honum með því að hann eigi ekki að myrða, drýgja hór, stela og bera ljúgvitni. Hann eigi að heiðra föður sinn og móður og elska náungann eins og sjálfan sig. Oþolinmóður segist maðurinn hafa gætt alls þessa og spyr enn hvers sér sé vant. Jesús segir við hann: „Ef þú vilt vera full- kominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.“ Við notum þessa sögu oft til að hvet- ja fólk til að gefa meira. En sagan snýst Robert S. Folkenberg formaður Aðal- samtaka Sjöunda dags aðventista, til- kynnti um afsögn sína á sérstökum fundi sem hann boðaði til 8. febrúar s.l. á skrif- stofu Aðalsamtakanna í Silver Spring í Maryland í Bandaríkjunum. Folkenberg tilkynnti starfsfólkinu um uppsögnina áður en hann ræddi við stjóm Aðalsam- takanna. Folkenberg segir; að ákæran á hendur honum „dragi athyglina frá verki Guðs, hér á jörð“ og „til þess að forða fjölskyldu minni og Aðventkirkjunni sem mér þykir svo vænt um frá óþarfa sársauka þá vík ég úr sæti“ segir hann. Viðskiptatengsl höfðu verið á milli Folkenbergs og James Moore sem leiddi til þess að Moore kærði Folkenberg og einnig Aðventsöfnuðinn. Kæran er fyrir dómstól- um í Sacramento í Kalifomíu. Bæði söfn- uðurinn og Folkenberg hafa neitað ásök- unum Moores, en eins og áður segir, til að forða söfnuðinum frá því að dragast inn í málaferli þá ákvað hann að segja af sér. Folkenberg er fæddur í Puerto Rico, sonur kristniboða og ólst hann upp í Bandaríkjunum og á Kúbu. Hann hóf störf fyrir Aðventsöfnuðinn sem aðstoðarmaður prests 1963 og hefur starfað sem kristni- boði, útbreiðsluprédikari og við ýmis leið- togastörf fyrir söfnuðinn. Hann var kosinn formaður Aðalsamtaka Sjöunda dags að- ventista 1990 á aðalfundi sem haldinn var í Indianapolis í Indiana. A þeim árum sem Folkenberg hefur starfað sem formaður Aðalsamtakanna hafa orðið margs konar breytingar og áherslur f trúboðsstarfi Aðventsafnaðarins. Þar sem tækni hefur verið tekin í þjónustu kristniboðs, og gervihnattasendingar og veraldarvefurinn hefur verið nýtt í þágu útbreiðslustarfs. Hann hefur heimsótt marga staði í heiminum þar sem útbreiðslu og kristniboðsstarf safnaðarins fer fram og hefur fylgst með því af áhuga. Hann hefur ekki um það. Vandamálið var ekki sjálf- ur auðurinn, heldur hitt, að auðurinn stóð milli unga mannsins og Guðs. Eina leiðin til að skilja að peningamir eiga okkur ekki er að gera sér grein fyrir, að allt sem við eigum tilheyrir Guði. Eftir Benjamín C. Maxson Benjamín C. Maxson veitir forstöðu ráðs- mennskudeildinni við Aðalsamtökin. Hann hefur lofað að koma í heimsókn til Islands síðar á þessu ári, við vitum ekki nákvæmlega hvenær. Grein hans hér að ofan er hluti af ræðu hans sem nefnist: „Hvers vegna peninga?" lagt mikla áherslu á að leikmenn tækju þátt í safhaðarstarfinu og á vitnisburði og persónulegt boðunarstarf í öllu safnaðar- starfi alls staðar í heiminum. 1 formlegri tilkynningu sem Folken- berg skrifaði til Ralph Thompson, ritara stjórnar Aðalsamtakanna segir hann: „Ég mun halda áfram að starfa af öllum mætti að framgangi boðunarstarfs Aðventsafnað- arins“. Thompson er nú, samkvæmt stjórnarskrá Aðalsamtakanna, formaður þeirra þar til nýr formaður Aðalsamtak- anna verður kjörinn á fundi stjórnarinnar sem fer fram 1. mars n.k. Hér fer á eftir yfirlýsing Roberts S. Folkenberg: Frá því í barnæsku sem barn kristni- boða í Mið-Ameríku allt þar til í embætti formanns Aðalsamtaka Sjöunda dags að- ventista, hefur líf mitt snúist um og verið helgað Aðventsöfnuðinum og útbreiðslu fagnaðarboðskaparins. Þessar síðustu vikur hef ég þó komist að því að þær deilur sem hafa risið vegna ásakana James Moore á hendur mér og söfnuðinum, vegna mála- ferla hans, hefur athyglin beinst frá Guði og því verki sem við viljum vinna fyrir Hann. Ég hef margsinnis og opinberlega viðurkennt að ég hafi gert mistök í sam- skiptum mínum við James Moore, en þrátt fyrir það fagna ég því að heiðarleiki minn hefur ekki enn verið dreginn í efa. En til að forðast að fjölskylda mín og kirkjan sem mér þykir svo vænt um dragist inn í málið og það verði þeim áfram til sársauka þá hef ég ákveðið að segja af mér. Ég mun áfram vinna heilshugar að boðunarstarfi Aðventsafnaðarins af öllum mínum kröft- um og ég bið þess að athygli safnaðarins og meðlima hennar beinist stöðuglega að því að vinna einlæglega að því verki sem Drottinn hefur falið okkur. Robert S. Folkenberg. Robert Folkenberg segir af sér Fréttatilkynning frá Aðalsamtökunum 10 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.