Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 12

Aðventfréttir - 01.01.1999, Blaðsíða 12
ARNAÐ HEILLA Aðventfréttir óska þeim öllum innilega til hamingju og Guðs blessunar í framtíðinni. Þorbergur Hlynur Daníelsson fæcld- ist 28. október 1998. Hann var 3.800 gr og 54 cm. Foreldrar hans heita Ute Kandulski og Daníel Fannar GuðbjartS' son. Þorbergur Hlynur á eldri bróður sem heitir Styrmir Hrafn. Þau búa í Reykjavík. Guðbjartur Daníel Guðmundsson fæddist 18. september 1998. Hann var 4.595 gr. og 55 cm. Foreldrar hans heita Margrét Hallmundsdóttir og Guðmund- ur Birgir Smárason. Guðbjartur Daníel á eldri bróður sem heitir Tómas Smári. Þau búa á Rein rétt fyrir utan Selfoss. Diljá Björk Styrmisdóttir fæddist 27. desember s.l. Hún var 13 merkur og 50 cm. Foreldrar hennar heita Anna Mar- grét Þorbjarnardóttir og Styrmir Geir Olafsson. Diljá Björk er þeirra fyrsta barn. Þau búa í Reykjavík. Terry og Kimberly Johnson (Terry er sonur Ernu Rósar og Eddy Johnson) eignuðust dótturþann 16. október 1998. Hún hefur hlotið nafnið Kyrstín Joelle. Þau búa í Killeen , Texas í Bandaríkjun- um. Sólrún Ósk Sigurlaugsdóttir og Garðar Þrándur Þorleifsson eignuðust dóttur 23. ágúst s.l. Hún var 3.850 gr. 52 cm. Hún heitir Telma Garðarsdóttir. Hún á eldri systur sem heitir Auður Garðarsdóttir. Þau búa að Háengi 6 á Selfossi. Katrín og Emil Brynjarsbörn eignuð- ust bróður 5. september s.l. Hann hefur hlotið nafnið Kjartan. Foreldrar hans eru Melanie West og Brynjar Ólafsson. Þau búa í Noregi. NÁMSKEIÐ í SPÁ- DÓMSBÓK DANÍELS Undanfarin miðvikudagskvöld hefur Björgvin Snorrason haldið fyrirlestra um spádómsbók Daníels. Eru þeir haldnir í Loftsalnum í Hafnarfirði og var sá fyrsti miðvikudagskvöldið 27. janúar s.l. Björgvin ræðir um áreiðanleika spá- dóma ritninganna, hversu þeir hafa ræst nákvæmlega og eru að rætast fyrir aug- um okkar nú. En hann leggur einnig áherslu á að þungamiðja spádómsbókar Daníels er Jesús Kristur, frelsunaráform' ið og loforð hans um endurkomu. Eftir fyrirlestrana er boðið upp á hressingu, heita og kalda drykki. Virð- ast flestir kunna því vel að geta staldrað við um stund og spjallað saman. Námskeiðið var auglýst í RUV, Morgunblaðinu og DV, auk þess sem auðvitað hefur verið auglýst í Fréttabréfinu okkar hvern hvíldardag síðan námskeiðið hófst. Fyrsta kvöldið mættu um 70-80 manns og hefur aðsóknin haldist nokk- uð svipað það sem af er námskeiðinu. Virðast auglýsingamar hafa borið heil- mikinn árangur. En síðast en ekki síst hefur safnaðar- fólk einnig verið duglegt að mæta og hafa margir tekið með sér gesti og sýnt þannig í verki vilja sinn og áhuga á því að hlýða boði Krists: „Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.11 (Mt 28.19) Guð séu þakkir fyrir blessanir hans og fyrirheit um að vera með okkur alla daga allt til enda veraldar. Við treystum því fyrirheiti og vitum að Hann sér um uppskeruna, því hann er herra uppsker- unnar. 12 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.