Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 1

Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 1
Aðvent FRÉTTIR MÁLGAGN SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA Á ÍSLANDI - 62. ÁRG. - 2. TBL. 1999 Skírnin leika þeirra og einlægni, félagslyndi þeirra og andlega þrá. Tel ég það fullvíst að Eric get sagt hið sama um skírnarþeg- ann að austan. A þessum langa tíma sem við höfum hitst í kristinfræðitímum skólans og í skímarfræðslunni sjálfri höfum við farið víða. Við höfum skoðað sköpunarfrá- sögnina og undrast yfir ómælanlegum krafti og visku Guðs, þegar hann bauð og allt varð til samkvæmt hugsun hans, hönnun og sköpun. Við fórum einnig um óravíddir alheimsins með aðstoð stjörnufræðinnar og glöddumst yfir ótrú- legu litrófi og endalausu formi þessa stórkostlega listaverks. Einnig þótti okkur gaman af nákvæmni og áreiðan- leik spádómanna varðandi bæði fyrri og síðari komu Jesú Krists. Lögmálum Drottins lærðum við að bera mikla virð- ingu fyrir: lögmáli miskunnarinnar, lög- máli siðferðisins og lögmáli náttúrunnar. Dauðann óttumst við ekki lengur, því hann er eins og nætursvefn eða stutt hlé þar til nýr dagur rennur og eilífðin sem á sér engan endi tekur við, á nýrri jörð - undir nýjum himni, þar sem hvorki er til sjúkdómur, né elli, né dauði, því öll lög- mál Skaparans starfa fullkomlega. Eg gæti haldið frásögninni áfram enn um góða stund, en ég vil ljúka henni hér og þakka af hjartans einlægni ungmennun- um samfylgdina með bæn til Guðs um að blessun hans fylgi þeim sérhvert fót- mál þar til að himininn sjálfur tekur við - við endurkomu Jesú Krists. Björgvin Snorrason Efri röð frá vinstri: Hjörtur Már Helgason, Aron Axel Cortes, Marinó Muggur Porbjamarson, Amar Bjarki Kristinsson, Andri Pór Kristinsson. Neðri röð frá vinstri: Sigríður Lena Sigurbjamadóttir, Berglind Rós Davíðsdóttir, Aðalheiður Erla Davíðsdóttir og Björgvin Snorrason sem skirði hópinn. Pau tilheyra öll Reykjavíkursöfnuði. Skírnin er stórkostlegur og mikil- vægur atburður í lífi sérhvers krist- ins manns. Hún er undirritun hins nýja sáttmála hins kristna við Guð. En Jesús Kristur undirritaði þennan sama sáttmála fyrir hönd Guðs á krossinum með dauða sínum og síðar upprisu sinni frá dauða. Þessi sáttmáli er órjúfanlegur nema ef hinn kristni skyldi kjósa að hverfa til lífsstíls í stöðugri synd. Gerast atvinnumaður í synd, þ.e.a.s., ljúga stöð- uglega og stela án afláts, svo dæmi séu tekin. Fyrirgefning sáttmálans er ótæmandi brunnur miskunnar. Frá sáttmálanum streymir einnig ómælt tilreiknað réttlæti, vegna eilífrar fyrirbænar Jesú Krists, því hann þekkir ófullkomleika okkar. Sátt- málinn veitir að lokum hinum kristna stöðugan aðgang að Heilögum Anda, svo framarlega sem hinn kristni velur að vaxa í kærleika til Guðs og manna á hverjum degi, svo lengi sem líf varir. Gæði þessa sáttmála eru svo mikil að ungmennin 9 kusu að undirrita hann í skím þann 1. maí síðastliðinn. Þeim degi mun ég aldrei gleyma. Guð var til staðar fyrir Anda sinn og engla sína. Sérstakar þakkir vil ég færa söng- og tónlistarfólkinu sem blessaði alla við- stadda með list sinni. Það voru stórkostleg forrettindi fyrir mig að hitta 8 af þessum ungmennum síðastliðna tvo vetur og upplifa hrein- Perla Dís Ragnarsdóttir sem tilheyrir Amessöfnuði. Eric Guðmundsson skírði.

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.