Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 9
um um kvöldið en eftir matinn var farið í ratleik sem Jón Erling og Kristinn höfðu undirbúið. Þegar ratleiknum lauk var komin tími fyrir sólarlagsbæn. Við notuðum þann tíma til að velta hvíldar- deginum aðeins fyrir okkur, hversu mik- ils virði hann er okkur og hvers vegna við höldum hann heilagan. Að umræð- um loknum þökkuðum við Guði fyrir M orgunmaturinn borðaður úti í góða veðrinu. Kvöldmaturinn. - Þakkir: Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt í að skipuleggja og gera þessa atburði að veruleika. Sérstaklega vil ég þakka Guði sem hefur svo áþreifanlega verið með okkur. Steinunn Theodórsdóttir. Alltaf gott veður. Ungmennamót Ungmennamótið verður helgina 2. - 4- júlí. Mótið verður haldið að Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði. Mæting er klukkan 18.30 við Suðurhlíðarskóla en lagt verður af stað klukkan 19.00. Ræðumaður verður Geert Tap, en hann er vistarstjóri á Newbold College. Hann og konan hans hafa mikla reynslu í að vinna með ungu fólki þau hafa meðal annars stjómað látbragðsleikhóp sem ferðast hefur víða um heim og boðað fagnaðarerindið. Gjaldið verður 2000 kr. fyrir manninn, innifalið í því er gisting og akstur fram og til baka. Allir verða að koma með sinn mat sjálfir. Það er góð aðstaða til að hita og elda mat. Það er hægt að gista inni en þá þarf að koma með dýnu með sér. Góð tjaldstæði úti. Það eru allir velkomnir en mikilvægt er að skrá sig á skrifstofu Aðventista s: 588- 7800 eða hjá Steinunni í síma 567-5545 sem fyrst. Farið verður á einkabílum og því þurfum við að vita hverjir þurfa far og hverjir geta tekið farþega. - Sjáumst. Frá ratleiknum. yndislegan dag sem við höfðum getað eytt saman og sumarblíðuna sem hann sendi okkur. En nóttin er ung og nú var farið að grilla brauð á teinum sem út- búnir voru í ratleiknum við fengum ein- nig smá kvöldhressingu sem allir áttu skilið eftir svona góðan dag. Loka æv- intýrið var svo að koma 30 manns fyrir í litla húsinu í Heiðmörk. Það tókst þó með því að Fróði og Jón Erling sváfu á pallinum fyrir framan húsið og Steinunn svaf heima hjá sér. Allir sváfu vel að lokum þó rignt hefði aðeins upp í nefið á Fróða og Jóni. Um kl. 9.00 fóru allir á fætur til að syngja fyrir Fróða en hann átti afmæli að því loknu fengu allir ný- bakaðar amerískar pönnukökur, ávexti og heitt kakó í morgunmat. Laila, Brenda og Margrét, takk fyrir matinn. Klukkan 12 voru svo foreldrar farnir að birtast á svæðinu. A ðs t oðaðarmenn. AðventFréttir 9

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.