Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.02.1999, Blaðsíða 11
Reykjavík, gift Einari J. Sigurðssyni. Sveinbjörg eða Sveina eins og hún var jafnan kölluð, þjónaði heimili sínu sem heimavinnandi húsmóðir af ein- stakri elju og alúð. Þó að lífsbaráttan væri oft hörð á þeim árum þá einkennd- ist heimilið af festu og öryggi þar sem umhyggja, hlýja og ástúð og samstilling þeirra hjóna setti svip sinn á tilveruna. Trúin átti ríkan sess í tilveru Sveinu en hún kynntist söfnuði Sjöunda dags aðventista á unga aldri og fylgdi þeim söfnuði af mikilli trúmennsku allt frá því. Tengsl trúsystkinanna á Fáskrúðs- firði voru náin Hvern hvíldardag, hvert bænavikukvöld, safnaðist fjölskyldan frá Skálholti saman með trúsystkinum frá Reykholti og Byggðarholti-oftast í Reykholti því þar var orgel. Alltaf mættu allir, engum kom til hugar að láta sig vanta, svo framarlega sem veikindi eða annað ófyrirsjáanlegt kæmi ekki til. Þau hjónin bjuggu í Skálholti til árs- ins 1989 en fluttust þá í dvalarheimili aldraðra á Fáskrúðsfirði, Uppsali, þar sem þau dvöldu þar til Ottó flutti til Reykjavíkur á hjúkrunarheimilið Skjól árið 1992 og Sveina á dvalarheimilið Hrafnistu ári síðar. Þar bjuggu þau til dauðadags. Nú er jarðlíf Sveinu á enda runnið og hún hefur fengið hvíldina, þar til ást- kær frelsari hennar kallar hana fram sem af værum hlundi til dýrðar sinnar og til eilífs lífs með sér, svo og öllum þeim sem þiggja útrétta náðarhönd Drottins. Trúsystkinin og söfnuðurinn kveður með virðingu og innilegu þakklæti fyrir allt og vottar ástvinum samúð. Utför Sveinbjargar fór fram frá Að- ventkirkjunni í Reykjavík. Undirritað- ur jarðsetti. Blessuð sé minning hinnar látnu. Eric Guðmundsson Guðmundur Sveinn Mósesson Sveinn Móses- son fæddist 23. júní 1907 á Arnarnesi í Mýrarhreppi í Vest- ur-Isafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau Móses Þorleifur Bjarnason Jónsson og Kristín Jónína Bjarnadóttir. Systkini hans voru þau: Halldór Jón f. 1888, María f. 1891, Finnjón Guðmundur f. 1895 og Þorlaug Ágústa f. 1897. Kona Sveins er Katrín Guðdís Guð- mundsdóttir en þau giftust 28. desember 1935. Þau eignuðust 3 syni, þá Reyni, Smára og Kristinn Guðmund. Barna- bömin eru 5: Leifur og Sveinn Rúnar, Sigurður Reynir, Bjarki Sveinn og Smári Bimir. Og barnabama-bömin eru 3: Pét- ur Smári, Sighvatur Bjarki og Gabríel Brynjar. Sveinn var einstakur maður, hug- ljúfur og kærleiksríkur, um leið og hann var fastur fyrir gagnvart því sem að rétt- ara reyndist. Framkoma hans var alltaf sönn og hrein. Hans já var já og hans nei var nei - því - hugsun hans og til- finning var heil og allt sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Athafnir hans og verk báru þessu glöggt vitni. Fjöl- skylda hans sérstaklega, en einnig vinir hans og ættingjar nutu athygli og um- hyggju hans svo vel og mikið að hann gleymdi aldrei einum einasta afmælis- degi. Hann var alltaf gjafmildur, en sér- staklega á afmælum. Þó svo að Sveinn hafi verið málara- meistari að mennt mátti greinilega sjá af verkum hans að hér fór maður sem Guðs Andi hafði fyllt vísdómi og skilningi, kunnáttu og hvers konar hagleik. Hann byggði hús sitt frá grunni - ekki með penslinum einum saman, heldur með öllum þeim verkfærum sem til þurfti, þar til það stóð fullbúið að innan sem utan, hvort sem það var eldhúsinnrétt- ing eða gluggar, hurðir eða skápar, svo dæmi séu tekin. Það má því með sanni segja að Sveinn hafi verið athafnasamur og dugmikill. Hjá Sveini brá fyrir listrænu auga. Enda hafði hann yndi af sköpunarverk- inu. Hann var því tíður gestur náttúr- unnar. Drengirnir hans þrír voru þá oft í för með honum. Hann kunni skil á blómum og fuglum og sagði frá liðnum atburðum sem tengdust stöðum sem fjöl- skyldan heimsótti. Þá þekkti hann ein- nig öll staðarheiti þar sem hann fór um. Margt eitt ferðalagið og minningar margskonar skráði hann í dagbækur. Má þar til dæmis nefna nákvæma lýs- ingu hans á sólmyrkva. En Sveinn færði ekki einungis í let- ur það sem hann sá og upplifði, heldur teiknaði hann það eða málaði. Fór ekki á milli mála að hér var listamaður á ferð sem gat túlkað innviði landsins víddir þess og fegurð. Dráttlist hans reis þó hærra en málverkið. Bókin var jafnan við hlið Sveins. Hann lærði bæði ensku og dönsku, að mestu án aðstoðar annarra. Bækur keypti hann á þessum tungumálum til þess að efla með sér þekkingu á öllu því sem hann tók sér fyrir hendur. Á sum- um sviðum varð hann mjög góður fræði- maður. Mynd sú sem minningin hefur brugðið hér upp af Sveini er fögur, þótt stutt sé, en það er í anda Sveins, því hrós vildi hann ekki, né mörg orð um sjálfan sig. Þegar ég hafði hlýtt á þessa stuttu en fögru frásögn af Sveini - hugsaði ég með mér — svona mundi ég vilja vera. Svona menn munu auðga himininn með nær- veru sinni. Þangað verður því gott að koma. Guð blessi minningu látins eigin- manns, föður, afa, ættingja og vinar. Eig- inkonan þakkar langa og ástríka sam- fylgd. Söfnuðurinn kveður einnig og þakkar samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Utför hans fór fram í kyrrþey samkvæmt ósk fjölskyldunnar. Undir- ritaður jarðsetti. Björgvin Snorrason. Sumarmót Kæru vinir Við í Barnastarfinu erum í óða önn að undirbúa bamadagskrá fyrir Sumarmót Aðventista fyrstu helgina í ágúst. Á síðasta sumarmóti (1998), var Barnastarfið í fyrsta skipti með skipulagða bamagæslu á meðan á fyrirlestrum stóð, og tókst það ágætlega, að okkar mati. Á Laugarvatni er geysilega góð aðstaða fyrir bamafólk hvað varðar útiveru, og reyndum við að stíla svolítið inn á það líka í fyrra með því að hafa skipulagðar sundferðir fyrir börnin, fara á bátaleiguna, og í ýmsa útileiki. Þeir sem sinntu þessari bamagæslu vorum ÞU og EG, þ.e.a.s. þetta starf er unnið í sjálfboðavinnu til að allir geti átt möguleika á að skemmta sér vel, hvort sem við erum börn, foreldrar, ömmur, afar eða hver sem er. Okkur langar því að biðja ykkur um að taka vel á móti okkur þegar við hringj- um í ykkur og biðjum ykkur um að sjá af u.þ.b. einum klukkutíma af þessari heígi í bamagæslu. Kveðja Bamastarfið. (Anna J. Guðjónsdóttir, Helga M. Þorbjamardóttir, Sonja Riedman og Örn Jónsson) AðventFréttir 11

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.