Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 1

Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 1
Aðvent stFRÉTTIR MÁLGAGN SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA Á ÍSLANDI - 62. ÁRG. - 3. TBL. 1999 Sá merkisatburður átti sér stað fyrir skömmu að bókin Þrá aldanna sá dagsins ljós hjá Frækorn- inu - bókaforlagi aðventista, en eins og segir á bakhlið bókarinnar þá hefur þessi bók „fyrir löngu skipað sér sess á meðal sígildra trúar- rita" og í huga safnaðarins er hún merkasta rit sem samið hefur verið um líf og starf frelsara okkar, Jesú Krists, næst eftir frásögn guðspjall- anna Utgáfa bókarinnar á Is- landi hefur átt sér langan að- draganda. Snemma á öld- inni var bókin þýdd á ís- lensku af Agnari Magnús- syni en ekki varð af útgáfu þeirrar þýðingar. „Þrá ald- anna" var tillaga Agnars að íslenskum titli á bókina en það er svo til bein þýðing á frumheiti hennar, The Des- ire of Ages. Þetta heiti bók- arinnar á rót sína að rekja til spádómsbókar Haggaí þar sem hann í 2. kafla og 7. versi talar um „gersemar allra þjóða." Notkun Ellenar White á þessum texta undir- strikar þá túlkun hans að hér sé að finna spádóm um komu Krists til musteris síns. Bókin var endurþýdd af Gissuri Ó. Erlingssyni snemma á áttunda áratugnum og yfirfarin af ýmsum aðilum, aðallega þeim Erling B. Snorrasyni og Sigurði Bjarnasyni. Lá handrit- ið því næst óhreyft í nokkur ár þar til það, með þeim leiðrétt- ingum sem gerðar höfðu verið, var sett á tölvu 1984 og 1985. Enn leið tími þar sem ekki þótti mögulegt að sinna handrit- inu en að lokum var þráðurinn tekinn upp að nýju og var yf- irlestrarnefnd skipuð 1989 sem í sátu þau Erling B. Snorra- son, Eyrún Ingibjartsdóttir, Steinþór Þórðarson, Arinbjörn Björnsson og undirritaður. Fljótlega sáu þeir Arinbjörn og Steinþór sér ekki fært að sinna verkefninu en þeir þrír sem eftir voru störfuðu með hléum í nokkur ár að því verki sem fyrir lá: að fara ná- kvæmlega yfir þýðingu bók- arinnar og ganga úr skugga um að rödd Ellenar White hljómaði á (slensku í þessu höfuð ritverki hennar, eða því sem næst. Á þessum tíma las Edit Vémundsdóttir yfir alla ritningartexta sem vitnað er til í bókinni og breytti þeim samkvæmt nýju biblíuþýðingunni frá 1981. Eftir var svo prófarkar- lestur á bókinni og einnig þótti rétt að leggja hana í hendur íslenskufræðings til að tryggja lipurt og aðgengi- legt málfar. Þetta hafa þeir Bogi Arnar Finnbogason og Þórhallur Guttormsson innt af hendi. Á síðustu mánuðum hafa margir einstaklingar tekið þátt í lestri síðustu prófarkar bókarinnar og yfirlestri at- riðaskrár og skrár yfir ritn- ingartexta en einnig hefur ómæld vinna verið unnin á skrifstofu Samtakanna af Sigríði Hjartardóttur sem hefur haft veg og vanda að því að koma verkinu síðasta spölinn. Hugmyndir að útlits- hönnun bókarinnar komu frá Hörpu Theodórsdóttur og Helga Jónssyni en var unnin af hönnuði prentsmiðjunnar Odda hf. sem sá um prentun og bókband. Það er von mín að þessi bók, sem fyrst kom út árið 1898, og nú rétt rúmum hundrað árum síðar er orðin til á íslensku, megi verða söfnuðinum hér sú blessun og hvatning sem hún hefur verið hvarvetna þar sem hún hefur verið lesin. Eríc Guðmundsson

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.