Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 2

Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 2
- Jes 58.12 Eftir Júlíus Guðmundsson Múrskarðafyllir, farbrautabætir Það hefur lengi verið skoðun mín, að þrátt fyrir smæð íslensku þjóðarinnar ríki sá áhugi meðal hennar, að standa ekki öðrum að baki. Þegar ég var á ferð heima í nokkra daga í sumar sá ég ýmis merki um þetta. A leið minni frá Keflavík til Reykjavíkur blasti það við mér, að íslensku þjóðbrautirnar hafa nú tekið á sig alþjóða svip. Tveim dögum síðar var ég staddur í „nýtískuborginni" Þorlákshöfh, en undir lok síðustu aldar var þarna ein- ungis sveitajörð, sem var í eigu Eyjólfs Bjömssonar langafa míns. Og nú vík ég máli mínu að viðburði, sem gerðist á Islandi árið 1973 en hann var sýndur í danska sjónvarpinu í þes- sum mánuði, sem sé eldgosið á Heimaey. Á meðan eldgosið var í algleymingi var svo að sjá, sem það legði byggðina alla í rúst. Allflestir íbúanna sáu aðeins einn möguleika til undankomu. Skipaflotinn var í höfninni, hann gat opnað fólkinu undankomuleið, og skyndiflótti hófst. Meðan á þessu stóð gerðist sá atburður, sem sögumaður sjónvarps- myndarinnar taldi að hvergi hefði áður gerst: Einhverjir þeirra, sem ekki tóku þátt í flóttanum, höfu fundið upp á því að dæla ógrynni vatns af feikna afli að eldgígnum, og hvað gerðist? Þeim tókst að stöðva eyðilegginguna af völdum náttúruaflanna. Sjálfur hef ég fjöldann allan af blaðaúrklippum, þar sem stofnun og starfsemi Hlíðardalsskólans er túlkuð sem einstakt framtak aðventista. Þegar það loks tókst að ná tökum á jarðhita í umhverfi skólans, vakti það slíka al- menna athygli að Morgunblaðið sagði, að ekki yrði annað séð, en að kraftaverk hefði gerst. Um þetta leiti var ég stöð- vaður á götu úti í Reykjavík af fyrir- mannlegum herra, sem ég ekki þekkti. Hann vildi aðeins óska samtökum okkar til hamingju með jarðhitann, og sagði að lokum: „Það skiptir ekki litlu máli að hafa Almættið með sér.“ Vinarhugur sá, sem að okkur snéri í sambandi við framkvæmdir á Hlíðardalsskóla var ómetanlegur, eins og þegar sýsla og hreppur færðu okkur (óumbeðið) myndarlega peningaupp- hæð ásamt hamingjuósk þeirra með jarðhitann. Eins var það um langt skeið alltítt á sunnudagsmorgnum að ókeypis verkamenn streymdu að staðnum ásamt vörubílum þeirra, sem þá áttu til að leggja staðnum lið. Og meira að segja bauðst einn af safnaðarmönnum okkar frá Danmörku - garðyrkjumaður, sem sérhæfði sig í skipulagningu skrúðgarða - til þess að skipuleggja umhverfi Hlfðardalsskóla með aðstoð tveggja eða þriggja samverkamanna sinna. Þetta verk vann hann sjálfur kauplaust, við greiddum einungis kaup aðstoðarmanna hans. Endurbygging brotinna múrveggja og ófærra akbrauta (Jes 58.12) eru mannlegu eðli ekki heillandi verkefni. Endursköpun þeirra virðist of kost- naðarsöm, hún borgar sig ekki. I ofan- nefndum blaðaúrklippum er að finna grein með yfirskriftinni: „Gos úr borhol- unni við Hlíðardalsskóla.11 Þar er lýst neikvæðri afstöðu margra til þess að reyna að bora eftir heitu vatni á Hlíðardalsskóla og virtust athugasemdir þeirra vera byggðar á skynsamlegum rökum. En seinna í greininni stendur þetta: „Trú Hlíðardalsmanna (þ.e. aðventsafnaðanna) bar hins vegar sigur úr býtum með góðum stuðningi vissra fyrirtækja og ráðamanna." Þegar hlut- verk okkar verður ofvaxið mætti okkar sjálfra hefur Guð úrræði svo sem mátt, trú og innblástur, sem hann vill gefa okkur og sem valda því að lokaðar leiðir opnast. Laila og Eric Guðmundsson í bás Aðventista á sýningunni. Opnunardagur Kristnitökuhátíð- arinnnar í Reykjavíkurprófast- dæmi var 15. ágúst s.l. Bauðst þá öllum kirkjudeildum svæðisins að taka þátt í hátíðardagskrá sem fram fór í Laugardalnum. Dagskráin byrjaði á fjöl- kirkjulegri guðsþjónustu þar sem okkar fulltrúi var Eric Guðmundsson og var hans hlutverk að flytja fyrirbæn fyrir unga fólkinu í landinu. Guðsþjónustan var hátíðleg og full lofgjörðar. Greini- legt var að mikill undirbúningur og skipulag lá að baki. Sagði Eric mér að fosetinn hefði komið sérstaklega á und- an guðsþjónustunni til að heilsa öllum þátttakendum. Fyrir mig var þetta stórkostleg upp- lifun að vera á leið til guðsþjónustu ásamt öllum þessum fjölda, en um 6ooo manns sóttu athöfnina. Við báða inn- gangana að vellinum voru sjálfboðaliðar frá okkur að dreifa bæklingum um kirkj- una okkar og Suðurhlíðarskólann. Að guðsþjónustu lokinni var boðið upp á ýmislegt s.s. leikrit flutt eftir Böðvar Guðmundsson, gospeltónleikar og seinna um kvöldið tónleikar fyrir Genf Baldursdóttir, María Ericsdóttir og Steinunn Theodórsdóttir ræða saman. 2 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.