Aðventfréttir - 01.03.1999, Page 4

Aðventfréttir - 01.03.1999, Page 4
SUMA Að njóta hvíldar hvíldardagsins! Hópurinn í lok hvíldardagsskólans. með. Hana hafði alltaf langað til að koma til Islands og draumur hennar rættist hér í sumar. Aðalefni mótsins var að njóta hvíld- ar hvíldardagsins! Peter kynnti það efni á opnunarsamkomu mótsins á föstudeg- inum og hann hafði síðan prédikunina á Firtn Eckhoff, Judy Roennfeldt, Peter Roennfeldt og Lynn systir hans. Sumarmótið í ár var eins og undan- farin ár um verslunarmannahelgina eða 30. júlí - 2. ágúst. Annað árið í röð var það haldið að Laugarvatni í Iþróttamið- stöð ISl. Samkomuhaldið var í íþrótta' sal íþróttamiðstöðvarinnar sem er við sundlaugina. Send voru út dreifibréf til heimilanna í nágrenninu og auglýstir samkomutímamir og voru allir boðnir velkomnir. Einnig var samkomuhaldið okkar auglýst á útvarpsstöðvunum Lind- inni og Hljóðnemanum. Fréttatilkynn' ingar voru sendar út til annarra útvarps- stöðva, einnig til Morgunblaðsins og DV. Enginn getur sagt að við höfum ekki gert allt sem í okkar valdi stóð til að láta landann vita af okkur. Við meira segja gerðum margar til- raunir til að ná símasambandi við Rás 2 til að undirstrika að á Laugarvatni væri fjölskyldumót á okkar vegum. Símasam- bandið náðist ekki fyrr en á sunnudegin- um. I íþróttamiðstöðinni var nóg gisti- pláss. Þó voru nokkrir í tjöldum og enn aðrir gistu á Hótel Eddu á staðnum. Einnig voru þó nokkrir í sumarhúsum Eric, Halldór, Jón Hj., Jón Erling, Finn, Frode, Ólafur Kristinss. og Kristinn Ólafsson sungu við undirleik Sigrúnar Eckhoff. nálægt Laugarvatni og keyrðu á milli. I allt var hópurinn stór og góður og á öll- um aldri. Aðalræðumaður mótsins var Peter Roennfeldt sem kom með konu sinni Judy og systur sinni Lynn. Systir Peters, Lynn sem býr í Astralíu hafði komið til Englands til þeirra í heimsókn en þegar heimsóknin til íslands var fyrirhuguð og Lynn frétti af henni ákvað hún að koma hvíldardeginum. Það er alltaf mjög gott að hlýða á Peter og hann hefur margt gott að bjóða okkur. Eins og svo alltaf á hvíldardegi á sumarmóti mætti fjöldi fólks til guðsþjónustunnar og einnig á aðrar samkomur dagsins. Á guðsþjónustunni voru Finn og Sigrún Eckhoff kvödd, þau fluttu til Noregs nokkrum dögum síðar. Ungmennasamkoman um kvöldið Peter segir bömunum sögu. F.h.: Jóhann, Sigrún, Am'ta Sif, Aðalbjörg, Esra, Karel, óþekkt stúlka, Jakob, Samúel, Siggi á bakvið standa Guðný Sif, Elva Fríð ogLeo Blær. var mjög skemmtileg og með fjölbreytt- um tónlistaratriðum sem unga fólkið okkar sá um. Það sem var allra ánægju- legast við þetta mót var að unglingahóp' urinn okkar var að megninu til á staðn- um, þau voru bæði laugardag og sunnu- dag og tóku þátt í bátsferð og ýmsum uppákomum á sunnudagssíðdeginu, það sem máli skiptir er að þau tóku þátt því þau eru framtíð safnaðarins. Ekki skal rakin dagskrá mótsins hér frekar en nægir að segja að mótið var vel heppnað, það virðist koma vel út að hafa fleiri en einn ræðumann það gefur tilhreytingu. Ester Olafsdóttur skal þakkað fyrir framlag hennar til skipulags og undirbúnings tónlistar á mótinu svo og fyrir undirleik. Helga Magnea og 4 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.