Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 5
barnastarfið sáu um skipulag barnagæslu og hvíldardagsskóla fyrir bömin, gekk það mjög vel og við þökkum þeim fyrir það. Einar Valgeir þýddi ræður Peter Roennfeldt og hann á þakkir skildar fyrir það. Við þökkum öll- um þeim sem skipu- lögðu og aðstoðuðu við undirbúning, starfsmönnum sem öðrum, til að þetta mót að veruleika. Mótinu lauk á hádegi á mánudegin- um og allir tóku þátt í að ganga frá her- bergjum og staðnum. Björgvin Snorrason í ræðustól. gera Brugðið á leik úti. Ykkur öllum sem mættuð á mótið skal þakkað fyrir nærveru ykkar, upp- örvun, og samveru. Það er bæn okkar sem stóðum að sumarmótinu að það hafi orðið ykkur öllum sem komuð til bless- unar og að andi einingar og kærleika megi áfram ríkja á meðal okkar allra. Guð séu þakkir fyrir allar hans bless- anir til okkar allra. Megi hann áfram blessa söfnuðinn okkar og efla okkur í kærleiksverkum til allra þeirra sem eru í kringum okkur. FRETTIR FRA NEWBOLD Varðeldur með söng við undirleik Dóa. ADVENTFRÉTTIR Eins og mörgum ykkar er kunnugt hefur Halldór Engilbertsson frá Vest- mannaeyjum verið nemandi á Newbold undanfarin ár. Halldór útskrifaðist í júní síðastliðnum með BA í trúfræði og við- skiptafræði. Við útskriftarathöfnina var hann tekinn tali og spurður um framtíð- aráætlanir sínar og reynsluna af vistinni á Newbold. Hann svaraði á þann veg að hann hyggðist halda til Bandaríkjanna til áframhaldandi náms og þá á sviði stjórnunar í heilsugæslu. Halldór sagðist hafa notið dvalarinnar á Newbold og eignast þar marga vini. Hann sagði ein- nig að honum hefði líkað námið vel og fundist það koma til móts við þær vænt- ingar sem hann gerði og hann hefði fengið þann stuðning frá skólanum og starfsliði hans sem hann hefði viljað og þurft að fá. Hann sagðist hafa komist helst að því á Newbold að til væru mis- munandi túlkanir á gildum og viðhorf- um fólks. „Það hefur verið mjög já- kvætt," sagði Halldór. Hann taldi að Guðmundur Ólafsson og Mirinko Markek væru þeir tveir kennarar sem mest áhrif hefðu haft á hann meða á náminu stóð. Halldór var ritstjóri skólarits sem heitir „Crossroads" og er gefið út í lok hvers skólaárs með upprifjunum úr skólalífinu á hverri önn, ásamt myndum af nemendum og kennurum. Skólaritinu var mjög vel tekið af kennurum og nem- endum og var það mjög fagmannlega unnið. Flestar af frábærum myndum blaðsins tók Halldór sjálfur. Þegar útskriftarþegarnir röðuðu sér upp til að taka við skírteinum sínum var kliður eftirvæntingar og hátíðar í saln- um. Mikil vinna nemenda var að baki og markmið höfðu náðst. Forseti út- skriftarbekkjarins Nathan Stickland (MA í guðfræði) talaði um hvernig Guð hefði stöðugt reynt hann til að treysta sér á meðan á námi hans á Newbold stóð. „Svar mitt til Guðs er og hefur alltaf veriðj já, ég treysti þér, Guð," sagði Nathan. Áhersluorð bekkjarins: „Sér- stakt fólk á óvissutímum" upplýsir um margs konar áskoranir eða freistingar sem að nýútskrifað fólk stendur frammi fyrir í veröld sem er að byrja nýtt árþús- und. Dr. David Marshall, ritstjóri Stan- borough Press í Englandi, flutti ræðu og minnti meðal annars á að við lok þessar- ar aldar væri veröldin, eins og Byron hefði kallað það: „í umbreytinga þeyt- ingi". „Það er bráðnauðsynlegt fyrir kirkjuna að finna nýjar áherslur með komandi nýrri öld." Dr. Marshall hvatti nemendurna til að prédika fagnaðarer- indið með fullvissu í heimi þar sem heimshyggja hefur skapað svartsýni, ófyrirleitni sem hefur leitt af sér óróleika og öryggisleysi. Dr. Marshall lauk orðum sínum með því að segja að: „miðpunktur fullvissu okkar sem kristinna einstak- linga er Jesús Kristur. Við erum sérstakt fólk enn sem komið er því við vitum á hvern við trúum." Dr. Andrea Luxton, skólastjóri New- bold, kynnti tvær nýjar deildir innan skólans sem eru í tengslum við aðra há- skóla, önnur í viðskiptafræði sem er tengd Columbia Union College og hin í félagsvísindum sem er tengd Andrews háskólanum í Bandaríkjunum. „Við ger- um ráð fyrir að þessar deildir muni veita nýja sýn og víkka sjóndeildarhring og einnig breyta markaðsáherslum okkar hér á Newbold," sagði hún. „Framtíð Newbold er björt er við tökum við henni með Guði," voru loka- orð hennar. Aðventfréttir óska Halldóri innilega til hamingju með útskriftina.

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.