Aðventfréttir - 01.03.1999, Side 6

Aðventfréttir - 01.03.1999, Side 6
HVILDARDAGURINN HENNAR MÖMMU Guð átti trúan gæslumann þegar hlýðni við Hans heilaga boðorð var ógnað Eftir Svetozar Vitorovich eins og sagan er sögð Ann Vitorovich Föstudagssíðdegi eitt í byrjun apríl árið 1946 flýttum við okkur heim á leið, tvíburabróðir minn og ég, við höfðum verið úti við hlöðuna að vinna eftir að hafa gefið kindum og kúm hey og vatn. Uti var kaldur ffískandi blær sem blés þægilega á okkur eftir hitann inni í hlöðunni. Við gengum saman heim að húsinu á meðan sólin sendi síð- degisgeisla sína yfir engin og ávaxtatrén í garðinum. I gegnum opið hliðið sem skildi að ávaxtagarðinn frá bakgarðinum sáum við pabba og elsta bróður hans, Deka, sem stóðu sitt hvoru megin við girðingu sem skildi að eignir þeirra. Við hlupum til þeirra með þeirri kæti og gleði sem einkennir oft 13 ára stráka sem hafa lok- ið verkum sínum og geta ráðstafað heilli helgi að vild sinni. „Við erum búnir!“ Orð okkar smugu gegn um loftið en virtust lenda á vegg og falla dauð til jarðar. Mennirnir tveir stóðu þögulir og sýndu engin viðbrögð, augabrýnnar samandregnar, augun döp- Kirkja Sjöunda Dags Aðventista Aðvent FRÉTTIR 62. árg. - 3. tbl. 1999 Útgefandi: S.d. aðventistar á Islandi Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar V. Arason Þýðendur: Ymsir aðilar Setning: Sigríður Hjartardóttír Prentun: Offsetprent efh. ur og það var eins og heimurinn hefði orðið dimmur á einu andartaki. Voya og ég litum hvor á annan. Seinni heimsstyrjöldinni hafði lokið ári áður en þessi saga gerðist og nasistar höfðu haft landið okkar hemumið í fjög- ur ár. Lýðveldið Júgóslavía tók við af konungsríkinu Júgóslavíu. Kommúnista- flokkurinn hafði verið sigursælastur í innanlandsátökum og tók við völdum eftir að nasistarnir fóru. „Frelsararnir" eins og þeir kölluðu sig, frelsuðu landeig- endur frá þeirri kvöð að eiga „of stórt“ land og tóku allt land og öll einkafyrir- tæki eignarnámi og skiptu milli allra og þjóðnýttu það sem ekki var hægt að gefa einstaklingum. Þeir tóku eignarnámi 60 hektara lands af því 100 hektara landi sem fjöl- skylda mín átti í Glusci í Serbtu, skildu einungis 10 hektara eftir handa hverri fjölskyldu föður mfns og þriggja bræðra hans. Þeir tóku einnig kornmylluna okkar og múrsteinaverksmiðju og settu unga flokksmenn í störf yfirmanna - ókunnuga menn sem kunnu ekki að meta framsýni, svita og fórnir sem hinir fyrri eigendur höfðu lagt af mörkum, og urðu nú að vinna sem hverjir aðrir leigU' liðar á sínu eigin landi. Skyndilega, eins og þruma úr heið- skíru lofti, rauf vélarhljóð kyrrðina. Við litum niður veginn þar sem fjórar stórar rússneskar dráttarvélar birtust, hver með stóran fjögurra blaða plóg á eftir sér. Eft- ir því sem dráttarvélarnar nálguðust fannst meiri og meiri titringur undir fót- um okkar. Okkur til undrunar beygði fyrsta dráttarvélin heim að húsinu okkar og lagði á bak við húsið. Hinar dráttar- vélarnar fylgdu á eftir og lögðu undir eplatrjánum sem voru að byrja að laufg- ast á bak við húsið. Hæna sem var þar úti með ungana sína flýtti sér vagandi og klakandi í burtu með bömin sín. Við Voya litum hvor á annan og pabbi og Deka gerðu það sama. Þeir hreyfðu sig ekki úr staþ. Við fjórir stóð- um þama eins og áhorfendur í leikhúsi. Þá opnuðust bakdyrnar með sínu venjulega ískri og mamma birtist og kíkti út. Bláu augun hennar stækkuðu þegar hún kom út á pallinn fyrir ofan tröppurnar, hún þurrkaði hendur sínar á svuntunni og leit spurnaraugum á pabba. Hann lyfti augabrúnum og yppti öxlum. Rétt í þann mund birtist dökkgrænn bíll í hliðinu við bakgarðinn, hann flautaði og við heyrðum að þetta var dieselbíll. Bíllinn keyrði inn í bakgarð- inn og stoppaði hjá dráttarvélunum. Bíl- ar voru ekki venjuleg sjón í þá daga og sérstaklega ekki Mercedes Bens. Hár og grannur maður á þrítugsaldri steig út úr bílnum, klæddur dökkbrún- um jakka og flauelsbuxum og var með hermannahúfu á höfðinu. Þetta var Drago. Hann veifaði ökumönnum drátt- arvélanna kæruleysislega sem stóðu nú allir við hlið dráttarvélanna. „Góðan dag, Mara frænka“, sagði Drago þegar hann sá mömmu ganga niður tröppum- ar og ganga í átt til hans. Hann notaði þetta orð; frænka, til að sýna virðingu og hlýju, því fjölskylda hans og okkar voru góðir vinir. „Drago, sonur minn, hvað eru þessar dráttarvélar að gera hér?“, mamma stóð nú fyrir framan hann, kringlótt andlit hennar sneri að honum og augun full spumingar. Hreinskilni þessarar sveita- konu virtist koma Drago á óvart. Hann var stríðshetja, hafði fengið orður flokksins fyrir að berjast í fjögur ár gegn nasistum, hafði sofið undir heysátum undir berum himni og falið sig í hlöðum. Nú var hann yfirmaður samyrkjubús þorpsins okkar og var ekki vanur því að svara spumingum annarra. Hann var hugsjónamaður sem hallaðist að hug- mynd kommúnista um jöfnun fólks þrátt fyrir ríkan bakgrunn. „Ja, Mara frænka, sagði hann og ræskti sig, við ætluðum að plægja akrana fyrir framan húsið þitt á morgun og við viljum gjaman fá að skilja drátt- arvélamar eftir hér í nótt.“ Þykkar augabrýr mömmu drógust saman eins og þrumuský yfir bláan him- in. í eðli sínu var mamma friðsöm en síðustu árin höfðu kennt henni að stan- da fyrir máli sínu og að skoðanir hennar voru ekkert verri en annarra. Hún talaði rólega og valdi orð sín af kostgæfni: „Drago, fjölskylda okkar hefur búið hér á þessu landi þrjár kynslóðir aftur í tím- ann. Við seldum ekki landið okkar, það 6 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.