Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 7
var tekið af okkur, svo að í augum Guðs tilheyrir það enn fjölskyldu okkar." Drago tvísteig og virtist ekki líða allt of vel. Mamma hélt áfram: „Á morgun, Drago, er sjöundi dagur vikunnar, heil- agur dagur Guðs, dagur hvíldar. Guð bannaði okkur að vinna þann dag. Ekki plægja þetta land á hvíldardegi. EF þú verður að plægja það gerðu það þá á mánudag." Drago lyfti húfunni til að klóra sér í höfðinu. Að lokum sagði hann og brosti: „Mara frænka, Guð og trúar- brögð - það er gömul hug- mynd." Hann veifaði höndunum. „Nýja hug- myndin er að það sé eng- inn Guð." Hendur hans féllu niður með síðunum. „Nei, sonur minn. Það er þvert á móti. Að leita Guðs er hin nýja hugmynd," svaraði mamma fljótt. „Fyrir allt að 3000 árum voru menn sem trúðu hugmynd þinni og Biblían gaf þeim hópi sérstakt nafn." Drago lyfti augabrúnum og leit aftur fyrir sig til ungu mann- anna sem biðu við drátt- arvélarnar. Hann sneri sér við aftur og leit á mömmu með undr- andi svip. „Hefur Biblían sérstakt nafh um okkur?" „Já, Drago. Þú getur lesið það sjálf- ur." „Ja, ég..." byrjaði hann, en áður en hann gat haldið áfram var mamma kom- inn inn í hús. Hún kom fljótlega til baka með gamla og mikið notaða svarta bók. „Það eru tvö vers skrifuð hér eftir sama manninn, hann var kóngur." Hún hélt áfram eins og ekkert hlé hefði orðið á samtalinu, fletti upp á Sálmunum 14-1,2. Drago tók af sér húfuna og hélt á henni undir hendinni, það var greinilegt að gamlir siðir voru enn ríkir í huga hans. Félagar hans gerðu það sama. „Heimskinginn segir í hjarta sínu: ,Guð er ekki til' 111 og andstyggileg er breytni þeirra, enginn gjörir það sem gott er." Mamma las upphátt og rétti síð- an Drago Biblíuna. Andlit hans varð rautt. „Ég, ég hef aldrei haldið á Biblíu áður." Hann starði á mömmu og síðan á bókina. Loks tók hann við bókinni og las versið sem mamma benti á: „Heimsk- inginn segir..." Röddin hljóðnaði en var- ir hans hreyfðust áfram. Hann rétti mömmu Biblíuna aftur. Fór síðan að hlæja, hlátur hans var holur. Hann sneri sér við og kallaði til strákanna: „Hey, strákar, þessi bók kallar okkur heimsk- ingja". Þeir hlógu líka. Þegar hann sneri sér við til mömmu varð andlit hans alvarlegt. „Þetta er allt í lagi, Mara frænka, að heiðra Guð og hvíldardaginn þinn. Faðir minn er líka trúaður maður. Prestur í Rétttrúnaðar- kirkju Austur-Serbíu gaf honum undan- þágu til að taka saman hey og vinna við uppskeruna á sunnudegi ef að slæmt veður var yfirvofandi. En ertu annars að segja mér að Biblían banni sérstaklega að plægja á hvíldardegi?" „Drago, ég ætla að lesa hér það sem Guð segir um hvíldardaginn." Mamma fletti upp á 2. Mósebók 20.8-11. „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drott- inn hvíldardaginn og helgaði hann." Drago gretti sig og sagði: „Og hvar kem ég svo inn í þessa mynd?" „Þú ert útlendingurinn innan borgarhliða minna," svaraði mamma. „Mennirnir stofnuðu sunnudaginn sem hvíldardag en Guð blessaði sjöunda daginn og gerði hann heilagan, og hann bannar plóg- vinnslu þann dag." Hún fletti aftur upp á 2. Mósebók nú í kafla 34- 21 og las upphátt: „Sex daga skalt þú vinna, en hvílast hinn sjöunda dag, þá skaltu hvíl- ast, hvort heldur er plægingartími eða uppskeru." Þetta var ótrúlegt. Drago hristi höf- uðið. Þessi stríðshetja sem hafði verið ósigrandi varð að láta undan gamalli mildri konu og mikið notaðri bók. „Leyfðu mér að sjá þetta." Hann laut nær mömmu og skoðaði bókina. Þegar hann hafði lesið þetta sjálfur spurði hann: „Segðu mér, Mara frænka, hvað myndi gerast ef ég tæki ekkert mark á því sem þú hefur verið að lesa fyrir mig?" Hann strauk hugsandi um hökuna. „Eg veit það ekki, Drago. Það er Guðs að ákveða það. En ég get lesið fyrir þig hvað Hann segir." Hún fletti áfram að Esekíel 3.19 og las: „En varir þú hinn óguðlega við og snúi hann sér þó ekki frá guðleysi sínu og óguðlegri breytni sinni, þá mun hann deyja fyrir misgjörð sína, en þá hefir þú frelsað sál þína." Hún sýndi honum Biblí- una aftur og lokaði henni síðan. Drago starði á bók- ina í höndum mömmu. Hann talaði hljóðlega eins og við sjálfan sig: „Fyrst kallar þessi bók okkur heimskingja, síðan hótar hún okkur dauða." Hann þagði lengi, en síð- an brosti hann skyndilega og kinkaði kolli og setti upp húfuna, sneri sér við og gekk rösklega að bíln- um og hrópaði til mann- anna: „Keyrið dráttarvél- arnar inn á engin hjá mér, við getum plægt annars staðar á morgun." Mennirnir voru snöggir að setja ( gang. Þegar Drago kom að bílnum sneri hann sér við og leit á mömmu. Hún stóð enn í sömu sporum með Biblíuna í höndun- um. Hann var hugsandi á svipinn þegar hann settist inn í bílinn og þessi svipur var enn á andliti hans þegar hann ók í burtu. Ein á eftir öðrum keyrðu dráttar- vélamar af stað, ökumennimir kinkuðu kolli eða veifuðu. Við stóðum öll kyrr þangað til rykmökkurinn hvarf. Við lit- um hvert á annað. Pabbi og Deka virtust hafa lifnað við! Augu þeirra glömpuðu, þeir brostu, mamma lofaði Guð: „Þakka þér, Jesús!" Þó að pabbi og Deka væru ekki fylli- lega sammála trú mömmu, þá hafði hug- rekki hennar mikil áhrif á þá. Á þessum tímum þegar lífsbaráttan gekk ekki leng- ur út á að lifa stríðið af heldur til að halda í friðinn, þá var þetta mikill sigur. Deka sneri aftur til síns húss. Pabbi lagði handlegginn um axlir mömmu og þau gengu saman inn. Við Voya fylgdum á eftir. Sólin var að setjast í vestrinu og það sagði okkur að nú var sólarlagið komið. Á mánudeginum komu Drago og dráttarvélarnar til að plægja akrana, en aldrei aftur, öll þau ár sem fjölskylda mín bjó þarna, kom nokkur til að vinna á okkar landi á hvíldardegi mömmu. ADVENTFRÉTTIR

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.