Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 8
SÉRFRÆÐINGUR AÐVENTISTA KYNNIR HELSTU ÁHÆTTUÞÆTTI í HEGÐUN UNGS SanDiego, Kalifomíu, (J.S.A. Dr. Gary Hopkins, sérfræðingur að- ventista í hegðun æskufólks, kynnti ný- verið yfirmönnum kirkjumála meginat- riði rannsókna sinna í ræðu um málefni táninga, svo sem notkun eiturefna og ótímabær ástarsambönd. Hopkins er í forsvari fyrir The Cent- er for Adolescent Behaviour Research (Miðstöð rannsókna um hegðun tán- inga) og The Institute for the Prevention of Addictions (Vísinda' stofnun til að koma í veg fyrir vanabind' ingu fíkniefnanotkunar) við Andrews University, Michigan. Hann talaði í San Diego, þann 21. janúar s.l. um niðurstöðu rannsóknar, sem sannar mikilvægi þátttöku fullorð- inna í mótun ungmenna til að hindra áhættusama iðju. Hopkins tók fram að unglingar væru viðkvæmari fyrir hópþrýstingi þegar þeir væru ekki undir eftirliti á tímanum milli kl. 3 - 6 e.h. en á nokkrum öðrum tíma dagsins og bætti við að yfirleitt á þung- un stúlkna sér stað á þessum tíma og venjulega inni á heimilinu. Niðurstaðan leiddi til rannsóknar á því hvernig umhyggja foreldra og stuðn- ingur skóla að viðbættum innri styrk varð til þess að sumir táningar stóðu sig mjög vel í daglegu lífi. „Þrátt fyrir andstreymi og að vissir áhættuþættir séu til staðar, þá þroska þessir einstaklingar með sér hæfileika til að bjarga sér og komast áfram í lífinu“, sagði Hopkins. Þeir hafa sjálfsvirðingu í hávegum, raunhæfa sjálfsstjóm og líta björtum augum á framtíðina. Þeir reyna af fremsta megni að þroska með sér já- kvæð viðhorf til lífsins með hjálp trúar- innar. Skynsamleg sjálfstjóm og dugnað- ur eru líklegir hæfileikar til velgengni en ósjálfbjarga einstaklingar verða oft fyrir hverri rauninni eftir aðra. „Lykilatriðið er að tengjast að minnsta kosti einum fullorðnum og að vera í nánu sambandi við hann. Afar og ömmur, fjarskyldir fjölskyldumeðlimir og félagsskapur geta komið í stað þess, sem er fjarverandi að heiman“, fullyrti Hopkins. Mikilvægast er, að sjálfstjórn og dugnaður séu studd af tengdum framfær- endum. I rannsókn okkar voru ung- menni, sem stóðu sig vel, í tengslum við að minnsta kosti einn einstakling á lífs- leiðinni, sem tók við þeim skilyrðislaust, án tillits til eðlislægrar sérvisku, ytra út' lits eða gáfnafars. Niðurstaðan er studd af The National Longitudinal Study on Ado- lescent Health (Rannsókn á heilsu ung- linga), sagði Hopkins, sem lauk máli sínu á þennan hátt: „Án tillits til fjölda fullorðinna á heimilinu, efnahags fjöl- skyldna, án tillits til kynþáttar og menningar, án tillits til alls þessa eru BRÉF FRÁ VINI Kæri vinur! Hvernig hefurðu það? Ég varð að senda þér þetta bréf til að segja þér hver- su vænt mér þætti um þig. Ég sá þig í gær þar sem þú varst að tala við vin. Ég beið allan daginn og vonaði að þú myndir tala við mig líka. Ég gaf þér sól- arlagið til að ljúka deginum og þægileg- an svala til að þú gætir hvílt þig. Síðan beið ég, en þú komst aldrei. Það særði mig - en ég elska þig ennþá vegna þess að ég er vinur þinn. Ég sá þig sofandi síðustu nótt og langaði að snerta auga- brýr þínar svo ég beindi tunglskininu á andlit þitt. Aftur beið ég eftir að þú tal- aðir við mig, ég sem hafði svo margar gjafir að gefa þér. Þú vaknaðir og flýttir þér af stað í vinnuna. Augu mín flutu í tárum. Ef þú myndir aðeins hlusta á mig. Ég elska þig. Ég reyni að sannfæra þig með heiðbláum himni og fagurgrænu grasi. Ég hvísla því á meðal trjánna og ilman blómanna. Ég kalla á þig á meðal klettanna og lækjanna sem þar renna. Ég læt fuglana syngja ástarsöngva til þín. Ég umvef þig hlýju sólskini og ilm- an loftsins. Ást mín til þín er dýpri en úthöfin og stærri en stærsta hjarta. Spurðu mig. Talaðu við mig. Gleymdu mér ekki. Ég hef svo margt sameiginlegt með þér. Ég ætla ekki að ónáða þig frek- ar. Þetta er þín ákvörðun. Ég hef valið þig og ég mun bíða - bíða vegna þess að ég elska þig. Pinn vinur, Jesús. FÓLKS böm sem finnst þau tengd foreldrum sínum, varin fyrir margvíslegum hættum þ.á.m. miklu tilfinningalegu álagi, sjálfs- vígshugsunum og tilraunum, reykingum, áfengisneyslu, eiturlyfjaneyslu, ofbeldiS' hneigð og ótímabæru kynlífi." Aðventkirkjan hefur stöðugt stuðlað að sterkum fjölskylduböndum og bent á mikilvægi samskipta kynslóða á milli. Hvort heldur er um að ræða guðsþjón- ustur safnaðarins, æskulýðs- og skáta- starf eða skólastarfið, þá hvetur kirkjan til markvissrar sjálfstjómar og að reyna að komast hjá hættulegri breytni sem leiðir til eyðileggingar á lífi æskulýðsins. Pýtt úr Adventist Revier. FRÆKORNIÐ BÓKAFORLAG AÐVENTISTA Frækornið - bókaforlag er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8-16. A föstudögum er opið frá kl. 8-14. Síminn er 588 7100 Fax 588 7808 Við sendum í póstkröfu ef óskað er. 8 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.