Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 9

Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 9
Unglingamótið s.l. sumar var haldið 2. - 4. júlí að Brún í Bæjarsveit í Borgar- firði. Þetta var mjög skemmtilegt mót. A föstudeginum fórum við frá Suðurhlíðar' skóla, var öllum raðað ( einkabíla og þegar við vorum komin að Brún var matur og síðan stutt samkoma. Ræðu- maðurinn, Hollendingur sem kennir á Newbold, heitir Geert Tap. Notaði hann látbragðsleik með ræðunum sínum til að við skildum betur það sem hann sagði og náði vel til allra við- staddra. Sú ákvörðun var tekin ; föstudagskvöldinu að fara með ræðumanninn í jeppa- túr á Langjökul. Kl. 5 á laugardagsmorgni fóru Ei' ríkur og Geert (ræðumað- urinn) saman á jeppa og Reynir Örn og Jón Erling á öðrum jeppa. Veðrið vat mjög gott og bjart og mæld' ist hitastigið uppi á Langjökli 14° C kl. 6:30 um morguninn. Fannst Geert mjög gaman og naut hann landslagsins og birtunnar og hafði gaman af ferðinni. Komu ferða- langamir aftur að Brún um kl. 8:30 um morguninn þegar aðrir voru að skríða úr svefnpokunum. Á hvíldardeginum var haldin morg- unsamkoma, síðdegissamkoma og loks kvöldsamkoma. Þess á milli var farið leiki. Eftir hádegi á hvíldardeginum var farið í skoðunarferð um nágrennið. Við sáum Deildartunguhver og var það mjög fögur sjón að sjá heitt vatnið koma út úr klettinum á mörgum stöðum. Þar næst fórum við að fjallinu Grábrók í Norður- Hópurinn við Deildartunguhver. árdal, rétt hjá Bifröst og Hreðavatni. Við gengum á Grábrók, sem er gamalt eld- fjall. Á leiðinni upp rákumst við á nokkra útlenda ferðalanga og hafði einn þeirra hrasað í hlíðinni og slasað sig á fæti. Var hringt í sjúkrabíl frá Borgarnesi og var konan síðan borin niður fjallið með hjálp Eiríks og Amar. Td vinstri: Brenda Beck og Margrét Ospina við Deildar- tunguhver. Taliðfrá hægri: Sigga Lena, Berglind Rós, Iris, Guðjóna, Porbjörg og Aníta ogþað sést í bakið á Siggu Osk. Eftir það ævintýri var farið að fossin- um Glanna sem er í Norðurá. Stöldruð- um við þar við í svolitla stund en sner- um síðan til baka að Brún. Þá var komið að samkomu og kvöld- mat. Eftir sólarlag var komið að því að skemmta sér. Var spilað á spil, farið í miðnætursund og útileiki langt fram á nótt. Síðan tók sunnudagurinn við og þá var tekið saman og allir hjálpuðust við að ganga frá. Síðan var lagt af stað heim og sá enginn eftir því að hafa farið með á mótið. Hjörtur Már Helgason Hópurinn kominn á staðinn, bílamir tæmdir og rabbað saman. AðventFréttir 9

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.