Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 10

Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 10
Ben Maxson í heimsókn Þegar fréttist að von væri á heim- sókn leiðtoga ráðsmennskudeildar Aðal- samtakanna um miðjan september, gerðu ýmsir sér í hugarlund að nú yrði fjallað um fjármál. En það gerðist varla að Ben Maxson minntist á fjármuni. Þetta var enn ein heimsóknin sem hefur farið fram úr björtustu vonum. Boðskap- ur Bens var djúpur, skír og ferskur — og Um 200 manns snæddu saman hádegisverð í Suðurhlíðarskóla. Ester Ólafsdóttir setti saman hljómsveit unga fólksins fyrir guðsþjónustuna. hann fjallaði um ráðsmennsku! En hann framsetti þetta mál á svo einstakan hátt að unun var af. Sem betur fer eru fyrir- lestrar hans til á videospólum, svo fólki ætti að vera mögulegt að nálgast þá. Ben talaði í Aðventkirkjunni á guðsþjónust- unni og svo aftur síðdegis í Suður- hlíðarskóla og að lokum á sunnudags- morguninn en efni hans allt tekur um 30 tíma í flutningi með túlkun og fengum víð því aðeins brot af því. Þetta var góð Hóþmynd úr sal Suðurhlíðarskóla á fyrirlestri Ben Maxsons. helgi! BETRI HEILSA ÞEIRRA SEM SÆKJA KIRKJU REGLULEGA Silver Sþring, Maryland, USA - ANR. Fólk sem sækir kirkju reglulega má búast við því að lifa allt að sjö árum lengur en þeir sem aldrei sækja kirkju. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem verður birt opinberlega bráðum. Samkvæmt könnuninni, lifa þeir sem sækja kirkju vikulega 10% lengur, þar sem lífslíkur þeirra eru 82 á móti 75 hjá þeim sem aldrei fara til kirkju. Könnunin er byggð á heilsurannsókn sem gerð var hjá 22,000 manns á 9 ára tímabili og verða niðurstöður þessarar rannsóknar birtar í maí hefti tímaritsins Demography. Könnunin leiddi einnig í ljós að heilsufar fólks batnaði enn frekar hjá fólki því oftar sem það sótti kirkju, og niður- staðan var að tengsl kirkjusóknar og vellíðunar væru slík að ekki væri hægt að útskýra það sem tilviljun eða önnur áhrif. „Sem söfnuður höfum við heilsusamlegt líferni sem hluta af boðskap okkar,“ sagði Thomas Neslund, aðstoðar deild- arstjóri Heilsu- og bindindisdeildar Sjöunda dags aðventista. „Hér er komin enn meiri sönnun þess að þátttaka í trúarleg- um athöfnum tengist einnig góðri heilsu. Auðvitað ættum við ekki að segja að fólk ætti að koma í kirkju bara til að lifa lengur! En þessi könnun sýnir hollt jafnvægi sem trúarlíf spilar í betri lífsstíl. Aðventistar hafa verið í fremstu línu hvað varðar heilbrigt líferni í meira en 100 ár. (Jonathan Gallagher/ANN) Einar Valgeir og Ben Maxson. 10 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.