Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 11
SAGA AF TIUND I síðasta Aðventfréttablaði var beðið um frásagnir í sam- bandi við tíundargreiðslur. Hér kemur ein slík. Sennilega borgum við öll tíundina okkar með gleði og án nokkurrar eftirsjár. Við hverja útborgun tökum við, eins og það sé sjálfsagður hlutur, tíundina frá til að skila henni til starfs Guðs. Stundum getur þó komið fyrir að við í ógáti bregðum út frá þessari reglu eins og kom fyrir mig fyrir löngu. Ég var farin að missa heilsuna og gat ekki unnið eins mik- ið og áður. Læknirinn hafði lagt inn beiðni um örorkustyrk fyr- ir mig, en það tók langan tíma að ganga í gegn. Loks kom fyrsta greiðslan og þar sem mér var veittur örorkustyrkur fleiri mánuði aftur í tímann var upphæðin allhá. Mér næstum brá þegar ég sá hversu mikið það var! Og hvað var þá fyrsta hugs- un mín? Að nú gæti ég loks gefið bamabömum mínum góðar gjafir! Um árabil hafði ég gefið þeim vettlinga eða sokka, prjónað úr gamafgöngum eða öðru því um líku, eða stundum jafnvel ekki neitt. Nú átti að bæta úr því! Mér var náttúrulega ljóst að slíka upphæð fékk ég bara þetta eina sinni, svo það varð að vera eitthvað reglulega gott sem þau gátu haft gleði af lengi. Allar fjórar stelpumar mínar voru giftar og áttu eiginmenn og börn og bjuggu í einbýlishús- um með lóð. Ég hringdi í verslun með barnaleiktæki og fann út að ég átti einmitt nóg fyrir fjögur rólusett, á sterkri járngrind með tveimur rólum í keðjum, fyrir hvert heimili. Ég borgaði rólumar og þær voru sendar af stað og allsstaðar voru þær mót- teknar með gleði. Þá fyrst kom það yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti! Ég gleymdi að borga tíund af peningunum!! Jafn glöð og ég hafði verið rétt áður, jafn eyðilögð var ég á þess- ari stundu. Hvaðan átti ég nú að fá pening til að borga tíund- ina? Jafnvel 1/10 af þessari upphæð var gífurlega mikið fyrir mig, ég sá enga leið út úr þessum vanda. Meðan ég sat grátandi og hugsaði málið vann Drottinn kærleiksverk fyrir mig og gaf mér aftur gleði mína. Síminn hringdi, það var leiktækjaversl- unin. Maðurinn sagði: „Við héldum fyrst að þetta væri fyrir- tæki vegna fjöldans á rólum sem þú keyptir, en svo er ekki, er það?" „Nei," sagði ég, „þetta var handa bamabörnunum mín- um." „Við erum vanir að gefa einkaaðilum 10% afslátt, svo við sendum þér þá upphæð aftur." Þetta þýddi að ég fékk ná- kvæmlega það sem mig vantaði! Svona er Drottinn. Dýrð og lof og þökk sé honum um alla eilífð. Sigríður Níelsdóttir. STOPPAÐU TIL AE> LIFA í ALVÖRU Eftir Clara Gober „Ég veit alveg hvað þú ættir að segja þeim." Ég var hissa á að fá þetta ákveð- na svar frá konunni, sem sat við hliðina á mér í strætó. Eg hafði sagt henni að ég væri að skrifa blaðagrein og spurði hvort hún hefði góða hugmynd. Ég átti ekki von á þessu faglega svari. Hún var eins og ræðumaður frammi fyrir stórum hópi áheyrenda. Ég hlustaði agndofa. „Segðu þeim að taka því rólega. Hvort sem þær eru einhleypar eða giftar, hvort sem þær eiga böm eða ekki, hvort sem þær eru of uppteknar eða of stress- aðar." Hún lygndi aftur augunum. „Ég hef verið í sporum allra þessara kvenna." Hún dró andann djúpt. „Hér áður fyrr kvörtuðum við yfir því að hafa ekki jafnrétti við karlmenn. Þetta átti rétt á sér. Við höfum í flestum tilfellum sömu tækifæri og karlmenn, en við höfum borgað fyrir það. I stað þess að leggja frá okkur byrðarnar höfum við myndað rúm fyrir enn meiri byrðar til að bera og við reynum alltaf að afkasta meiru og meiru. „I dag þurfa fjölskyldur tvenn laun til að komast af. Konan vill samt halda áfram að vera móðir og reynir því að koma meiru í verk. Hún er eiginkona, móðir sem vinnur úti og annast líka heimilisstörfin. Hún er mjög þreytt." Sessunautur minn kinkar kolli til að leggja áherslu á það sem hún er að segja. „Hún deyr hægt, en þetta er dauði sem enginn tekur eftir. Enginn veitir því eft- irtekt þar til hún getur ekki meira. Henni er þá ráðlagt að taka sér frídag og hvíla sig. En hún þarfhast svo miklu meira en dagshvíldar. Það er hvíld, sem er löngu tímabær. Einn dagur mundi bara freista líkamans, sálarinnar og hug- ans, það væri eins og illa sagður brand- ari. Þess vegna heldur hún áfram að vinna, að elska og að sinna öðrum. „Það er dásamlegt að vera kona, en það er bölvun að vera kona, sem hefur of margar byrðar og of mikla streitu." Hún stoppaði til að finna til nærveru minnar. „Ég held að þú getir séð að þetta málefni er mér mjög hugleikið. I raun og veru þýðir ekki að segja þeim að taka lífinu rólega. Konur vita ekki hvað það þýðir. Þú verður að segja þeim að hætta! „Segðu einhleypu konunum að hætta að bíða eftir því að rétti maðurinn birtist í lífi þeirra. Segðu þeim að hætta að miða allt við það að atvinnan verði komin á rétta hillu. Segðu einstæðum mæðrum að hætta að reyna að vera allt fyrir bömin sín og að fá fjölskyldu og vini til að hjálpa sér í móðurhlutverk- inu. Segðu eiginkonunni að hætta að taka á sig alla ábyrgð. Segðu henni að uppörva eiginmann sinn til að vinna með henni eða að leyfa sér að láta hús- verkin vera óunnin. Segðu konunni sem getur ekki átt böm að staldra við og líta í kringum sig eftir barni, til að elska." Hún talar nú hraðar og með meiri áherslu. „Segðu konunni sem á uppkom- in böm að þau þarfnast hennar, ekki til að tala heldur til að hlusta. Segðu full- orðnum konum að hætta að lifa í fortíð- inni og horfa á framtíð ungra kvenna sem þarfnast handleiðslu þeirra. Það er ennþá þörf og tilgangur fyrir þær." „Segðu þeim öllum að stoppa til að sinna eigin sálarlífi. Konan þarf að hafa stóra sál. Segðu þeim að stoppa til að lifa í alvöru. Þetta krefst ekki þess að húsið sé hreint eða maturinn fullkominn. Þetta þarf ekki einu sinni að taka langan tíma. Það krefst bara þessarar líðandi stundar- að henni sé vel varið." „Á mínum aldri," spyr ég „hvers vegna var mér ekki sagt þetta þegar ég var yngri?" Hún stoppaði og dró andann djúpt. „Þetta vil ég að þú segir þeim". Unnur Halldórsdóttir þýddi lausleg úr „Women ofSpirit" mars/apríl 1998 AdventFréttir 11

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.