Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 12

Aðventfréttir - 01.03.1999, Blaðsíða 12
Mjög margt fólk kom saman íLoftkastalanum. Jim Huzzey í heimsókn Hinn brosmildi og þægilegi Jim Huzzey er vel þekktur meðal safnaðar- fólks á Islandi enda hefur hann oft kom- ið í heimsókn sl. áratugi og flutt okkur tímabæran og persónulegan boðskap sem hefur verið áheyrendum til mikillar blessunar. Jim er sérstakur tengiliður Aðventkirkjunnar á Islandi við Stór- Evrópudeildina. I byrjun júní sl. var hann í heimsókn og talaði á samkomum í Loftsalnum. Hann fjallaði um kvíða og ótta og hvernig við eigum að bregðast við slíku. Jim undirstrikaði að söfnuðurinn er augasteinn Guðs og að Drottinn muni ætíð sinna sínu fólki og leiða það sigri hrósandi inn í ríki sitt. Boðskapur þessa íslandsvinar var mjög svo uppörvandi og hitti vel í mark. Sl. september var Jim svo aftur á ferðinni og var á fundum með stjórn- endum og stjórn Samtakanna. í ræðustól í Loftkastalanum Einar Valgeir þýddi fyrir ]im Huzzey- Ester setti saman hljómsveit unga fólksins. Ýmsir léku einleik, Berglind Dögg spilaði á þverflautu. ARNAD HEILLA Aðventfréttir óska þeim inni- lega til hamingju og Guðs blessunar íframtíðinni. Þann 3. apríl sl. gengu í hjóna- band í Háteigskirkju Ólafsvíking- urinn Kristrún Friðriksdóttir Hjartar og Sandgerðingurinn Einar Karl Einarsson. Faðir brúðarinnar, séra Friðrik Hjartar, gaf brúðhjónin saman en þau höfðu kynnst fyrst við júdóiðkun! Signý Harpa Hjartardóttir og Axel Hafsteinn Gíslason voru gefin saman í hjónaband 28. ágúst s.l. í Selfosskirkju af Eric Guð- mundssyni. Þau búa á Selfossi.

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.