Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 12

Aðventfréttir - 01.03.1999, Qupperneq 12
Mjög margt fólk kom saman f Loftkastalanum. Jim Huzzey í heimsókn Ester setti saman hljómsveit unga fólksins. Ýmsir léku einleik, Berglind Dögg spilaði á þverflautu. Hinn brosmildi og þægilegi Jim Huzzey er vel þekktur meðal safnaðar- fólks á Islandi enda hefur hann oft kom- ið í heimsókn sl. áratugi og flutt okkur tímabæran og persónulegan boðskap sem hefur verið áheyrendum til mikillar blessunar. Jim er sérstakur tengiliður Aðventkirkjunnar á Islandi við Stór- Evrópudeildina. I byrjun júní sl. var hann f heimsókn og talaði á samkomum í Loftsalnum. Hann fjallaði um kvíða og ótta og hvemig við eigum að bregðast við slíku. Jim undirstrikaði að söfnuðurinn er augasteinn Guðs og að Drottinn muni ætíð sinna sínu fólki og leiða það sigri hrósandi inn í ríki sitt. Boðskapur þessa íslandsvinar var mjög svo uppörvandi og hitti vel í mark. Sl. september var Jim svo aftur á ferðinni og var á fundum með stjóm- endum og stjóm Samtakanna. I ræðustól í Loftkastalanum Eirtar Valgeir þýddi fyrirjim Huzzey. ARNAÐ HEILLA Aðventfréttir óska þeim inni- lega til hamingju og Guðs blessunar í framtíðinni. Þann 3. apríl sl. gengu í hjóna- band í Háteigskirkju Olafsvíking- urinn Kristrún Friðriksdóttir Hjartar og Sandgerðingurinn Einar Karl Einarsson. Faðir brúðarinnar, séra Friðrik Hjartar, gaf brúðhjónin saman en þau höfðu kynnst fyrst við júdóiðkun! Signý Harpa Hjartardóttir og Axel Hafsteinn Gíslason voru gefin saman í hjónaband 28. ágúst s.l. í Selfosskirkju af Eric Guð- mundssyni. Þau búa á Selfossi.

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.