Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 2

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 2
Kirkja Sjöunda Dags Aðventista Aðvent FRÉTTIR 62. árg. - 4. tbl. 1999 Útgefandi: S.d. aðventistar á íslandi Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar V. Arason Þýðendur: Ymsir aðilar Leiðrétting og yfirlestur: Aðalbjörg Magnúsdóttir Eric Guðmundsson Setning: Sigríður Hjartardóttir Prentun: Offsetprent eflt. Reyndu fjöl- skyldu Guðs Boðskapur frá starfsmönnum Aðalsamtakanna eyndu fjölskyldu Guðs er þriðji þátturinn af þremur í röð viðfangsefna hinna árlegu bænavikulestra. Þessi röð atriða hófst 1997 með lestrunum um „Fögnuð frelsunarinnar". Lestramir í fyrra höfðu að yfirskrift „Að reyna mátt Orðs hans“. Orðið „fjölskylda" er okkur tamt í munni og tjáir okkur hugmynd um sameigin- legt líf fólks sem býr undir sama þaki. Fjölskyldueiningin er talin samanstanda af föð- ur, móður og afkvæmum þeirra. En svo bætist við hugtakið „stórfjölskylda11, sem feh ur í sér afa, ömmu, frændur, frænkur o.s.frv. Þegar allt er eins og best verður á kosið mótast sjálfsvitund okkar og sjálfsvirðing innan fjölskyldunnar. I nánum samskiptum innan fjölskyldunnar lærum við að elska, fyrirgefa, standa á eigin fótum og að treysta og bera virðingu fyrir öðrum. Lífið allt snýst um sambönd og tengsl milli fólks. Það er því ekki furða að jafnvel í andlegu lífi okkar tölum við um fjölskyldu - fjölskyldu Guðs. Hvar býr þessi fjölskylda? Hvernig er lífið innan þessarar fjölskyldu? Hverjir eru hennar? Hvemig eru samskipti þeirra við hvert annað og við þá sem standa utan hennar? Hvað gerist þegar fólk í þessari fjölskyldu fullorðnast? Hver er húsbóndinn í fjölskyldunni? Hvernig eru ákvarðanir teknar? Þessir bænavikulestrar hafa að geyma áríðandi og tímabært efni fyrir fólk á öllum aldri. Ég er sannfærður um að við munum hljóta blessanir og hvatningu til frekari skilnings á fjölskyldu Guðs við lestur þess- ara greina og að skilningur okkar muni dýpka. Við munum uppgötva nýjar víddir þegnréttar okkar í fjölskyldu Guðs og for- réttindi hins kristna lífs. Að lokum, munum við segja með Páli postula: „Þess vegna beygi ég kné mín fyrir föðurnum sem hvert faðerni fær nafn af á himni og jörðu“ (Ef 3.14,15). Það er von mín og bæn að bænavikan í þínum heimasöfnuði verði meira en vits- munaleg umfjöllun um efni lestranna. Megi þessi vika verða þér endurnærandi og fagnaðarrík reynsla þegar þú kafar djúpt í vitundina um að tilheyra fjölskyldu Guðs og uppgötvar að algjörlega ókunnugt fólk er í raun bræður þínir og systur. Lowell C. Cooper er varaformaður Aðalsamtaka Sjöunda dags aðventista 2 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.