Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR Eftir Carole Ferch-Johnson Fjölskylda Guðs nýtur sameiginlegra samverustunda Hingað sækjum við uppörvun, hér styrkjum við trúna. / rið er 117 e. Kr. og Efesuskirkjan hefur 72 ár að baki. Margir kirkjumeðlimanna geta rakið ætt- ir sínar í aðra og þriðju kynslóð innan kirkj unn- ar. Bjarminn frá boðun- arkyndli frumherja kristninnar hefur ögn dvínað og hin skínandi sól boðunarinnar frá tíma Páls postula er senn gengin til viðar. Fjölgun safnaðarfólks er sama og eng- in. Wordsworth lítur til horfins tíma: „I þá daga var lífið í takt við tilveruna.“ (1) En nú er sá árroði að baki fyrir löngu og aldurshniginn ættfaðir dveh ur nú meðal trúsystkinanna í Efesus. Hann stóð á sextugu er hann kom til þessarar kirkju og nú eru liðin hartnær 40 ár frá þeim tíma. Hann er of veik- burða til að annast fyrri störf, en þó nýtur hann mestrar virðingar allra meðal hinna kristnu. Hann er síðasti núlifandi einstaklingurinn sem lifði í nánu samfélagi við Drottin. Hann var einn þeirra tólf sem sat við fætur Frels- arans. I hvert skipti sem komið er saman er hann borinn inn á börum til að njóta samverustundarinnar. Lotningarfull þögn slær yfir hópinn er hann lyftir hönd og áminnir hópinn. „Bömin mín,“ segir hann undantekn- ingarlaust, „elskið hvert annað.“ Unglingur nokkur stekkur fram, nokkuð á skjön við ríkjandi andrúmsloft, og vindur sér að gamla manninum. „Herra, hvers vegna endurtekurðu sífellt sömu kveðjuna í hvert skip- ti sem þú ávarpar okkur?“ „Það er vegna þess,“ svarar öldungurinn, „að slík er tilskipun Drottins. Og ef þið virðið þetta eitt eins og vera ber, þá er ykkur einskis vant.“ <2) Samfélag - sérstakt hugtak kristninnar Sú spuming vaknar, nú þegar við nálgumst árið 2000, hvort Jóhannes postuli mundi láta „þá er ykkur einskis vant“ nægja. Ot frá bréfum hans verður það eitt ráðið að kærleik- urinn er ætíð fylling alls vegna þess að á honum hvílir hið nána samfélag. „ .Samfélag’ er hugtak sértækt fyrir kristnina sem merkir að hafa sameiginlega meðtekið náð Guðs, frelsi í Kristi og Heilagan anda. Þetta er réttur sérhvers kristins manns sem hann öðlast við sína andlegu fæðingu. Við eigum sameign í Guði föður, syni og Heilögum anda sem sameinar okkur í eitt.“ w Jóhannes hafði á árum áður í Efesus ritað um samfélag kristinna manna: „Efni vort er það sem var frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem vér höfum séð með augum vorum, það sem vér horfum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lífsins. Og lífið var opin- berað, og vér höfum séð það og vottum um það og boðum yður lífið eilífa, sem var hjá föðurnum og var opinberað oss. Já, það sem vér höfum séð og heyrt, það boðum vér yður einnig, til þess að þér getið einnig haft samfélag við oss. Og samfélag vort er við föður- inn og við son hans Jesú Krist. Þetta skrifum vér til þess að fögnuður vor verði fullkominn" (ljh 1.1-4). Hér er staðhæft að samfélagið byggi á einstaklingi. Þetta er ekki samfélag at- hafna - samþáttun átaksverkefna eins og best verður á kosið, sem byggir til- vist sína á árangri við úrlausn verk- efna. Og eigi er þetta samfélag þess að vera - hin ramma taug er tengir menn órofaböndum erfða og þjóðernis þrátt fyrir sundurleiti, fjarlægðir, firrð og sundurlyndi. Hér tölum við miklu fremur um samfélag í trú, grundvallað á trúnni á Guð og útfært í samfélagi trúaðra. Þetta samfélag á sér upphaf í persónu sem er Guð sjálfur. Jákvæðar hliðar Samfélagið við Guð hefur sterkar, jákvæðar hliðar: Eg er aldrei ein(n) vegna þess að Guð er mér ætíð nær; mín sterk- ustu tengsl eru við Guð; hann er vínviðurinn og ég kýs að vera grein á þeim vínviði; ég get fyllilega reitt mig á hann á andlegri göngu minni; ég þroskast sem kristinn einstaklingur og fagna þeim breytingum í ljósi sannleika hans; ég get rætt við hann um mín mál og hvaðeina hvar og hvenær sem er; Biblían er mér hugleikin og á fyrstan forgang í lífi mínu. Samfélagið við Guð segir mér að ég er hinn týndi sauður sem hirðirinn fann, bar í fangi sér heim í öruggt skjól þar sem ég nýt samfélags sauða sömu reynslu. Samfélagið við Guð felur í sér að ég er hin týnda mynt sem konan fann, gætti sem sjáaldur auga síns og setti meðal Fram til þess dags, mun vingjarnlegt bros og þétt handtak þegar ég er einmana, nægja. 8 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.