Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 10
ÞRIÐTUDAGUR Eftir S.K.Twumasi Fjölskylda Guðs rann- sakar orð Guðs saman Pað veitir fræðslu, vernd og styrk Allt frá fólskulegri árás Kain gegn Abel hefur maðurinn orðið að gjalda fyrir þann þátt synd- arinnar í því hversu hún hefur rekið samskipta- legan flein milli manna og skapað gagnkvæma tortryggni. Við virðumst alls ófær um að leið- rétta allt óréttlæti í eigin mætti og leggja þann grunn að gagnkvæmu trausti, sem gerir framfarir mögulegar um leið og við viðurkennum okkar eigin stöðu. Við finnum í orði Drottins hver- su hann hefur veitt okkur aðgang að öllum þeim vísdómi sem við þörfn- umst. Orð Drottins upplýsir hvem þann sem les og heyrir um lyndisein- kunn hans og vilja. Stefnulaus ganga í leit að friði heyrir nú sögunni til. Ritningin opnar leið Guðs fyrir okkur. Þessi sannleiksopinberun, þ.e. Ritningin, er þrungin sagnfræðileg- um staðreyndum um gagnkvæm samskipti mannsins. Algjör sérstaða hennar er í því fólgin hversu hún greinir frá atburðum út frá sjónar- sviði skaparans sjálfs, sem annars mætti ætla að ættu sér stað sem frumhrif hugsunar mannsins sjálfs. Orð Drottins er þeim sérlega kært sem elska hann, þeim sem vilja þjóna honum, þeim sem mynda fjöl- skyldu hans hér á jörðu. Orð Drott- ins leiðbeinir á ótal vegu, en umfram allt beinir það sjónum manna að fyll- ingu orðs hans sem er í Jesú Kristi. Ritningin er lifandi orð Drottins þar sem fram kemur ætlan hans gagnvart bömum sínum. Okkur er þegar kunnugt hversu hann birti það fyrir munn spámanna sinna. Boðskapur Ritningarinnar er óyggjandi sannur. Boðskapur Guðs til mannsins hefur ætíð verið boðskapur vonar, huggunar og uppörvunar; boðskapur ættaður beint frá hástæti Guðs til mannkyns þjakað af synd. Ritningin á sér engan jafningja. Segir Pétur postuli: „Orð Drottins...varir að eilífu." (lPtl.23) Guð þráir að allir menn kynnist honum fyrir tilstuðlan orðs hans. Áður en syndin kollvarpaði öllu hafði maðurinn beinan aðgang að skapara sínum. En syndin gerði þau tengsl að engu og varð að hyldýpi milli manns og Guðs. Jesaja spá- maður segir: „Það eru misgjörðir yðar, sem skilnað hafa gjört milli yðar og Guðs yðar, og syndir yðar, sem byrgt hafa auglit hans fyrir yður“ (Jes 59.2). Jesús Kristur kom í þennan heim til að brúa það bil. Hann kom sem orð Guðs að við mættum kynnast Guði fyrir milligöngu hans. Hreinar staðreyndir Könnun meðal trúsystkina í Norður-Ameríku hefur leitt í ljós, að fæstar fjölskyldur iðka reglubundið trúarlíf innan veggja heimilisins. Enn færri notast við Ritninguna við fjölskyldualtarið. Gera má ráð fyrir að þetta munstur einskorðist ekki við einstaka heims- álfu, og því má ætla að fæstir ætli Guði forsæti í lífi sínu. Satan reynir hvað hann getur til að koma því til leiðar að lestur orðs Guðs víki fyrir skemmtunum og afþr- eyingu. En Guðs útvaldir ættu að standa gegn honum. Ritningin ætti að hafa forgang umfram daglöð, tímarit og annað annars eftirsóknar- vert lesefni. Okkur ætti að vera efst í huga, að hið mikla fráfall sem tröll- ríður öllu í dag á rætur að rekja fyrst og fremst til vanrækslu á Ritning- unni og boðskap hennar. Enda fer svo þegar orði Guðs er vikið til hlið- ar að hæfnin til að standa gegn því sem illt er fer dvínandi. Það er mikilvægt nú þegar bæna- vikan stendur yfir að við sem fjöl- skylda Guðs tökum okkur tak og snú- um okkur á ný að orði Guðs. Eg hvet ykkur eindregið að fella það inn í daglegt lífsmunstur ykkar. Kirkjan mun í dag, líkt og hinir trúu í Bereu reyndu, styrkjast í orði Guðs, þegar hún tekur eins og þeir „við orðinu með allri góðfýsi“ (P 17.11), rann- saka ritningarnar daglega (Jh 5.39) þannig að vöxtur megi eiga sér stað (lPt 2.2). Drottinn hvetur okkur einnig: „Þú skalt brýna þau fyrir bömum þínum og tala um þau, þegar þú ert heima og þegar þú ert á ferðalagi, þegar þú leggst til hvíldar og þegar þú fer á fætur“ (5M 6.7). Biblíurannsókn - hvers vegna? Lítum sem snöggvast á það helsta sem á sér stað þegar kirkjan endurreisir fjölskyldualtarið og rannsakar Ritninguna sameiginlega. 1B Biblíurannsókn upplýsir. Biblían er leiðarljós þeim sem „Hefjið múra Ritningarinnar til hæða og þið munuð sjá að veraldar- hyggjan mun ekki vinna á þeim. “ 10 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.