Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 11

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 11
villist. Sálmaskáldið segir: „Orð þitt er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum. Utskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra“ (S1 119.105,130). Því nær sem við nálgumst hásæti Guðs með daglegri iðkun trúarinnar því meiri birta mun umlykja okkur. 2B Dagleg snerting við ráð og áminiv ingar orðs Guðs endumærir og styrk' ir tengslin innan kirkjunnar. Orð Guðs græðir sár og tengir fólk Guðs órofaböndum. Við könnumst við frásagnir manna á undanförnum árum frá trúboðssvæðum, þar sem kristin trú var óþekkt fyrirbrigði. I dag hefur orð Guðs náð að umbylta þessum samfélögum. Fjölskyldur hafa sameinast í orði Guðs. Lífssýn þeirra hefur víkkað og virðing meðal samborgaranna er varanleg. Eða með orðum postulans: „Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beitt- ara hverju tvíeggjuðu sverði..." (Heb 4.12). 3B Með því að dvelja við orð Guðs reis- ir kirkjan múra gegn yfirflæðandi ill- um áhrifum. Þegar við sem lýður Guðs opnum orð Guðs daglega og hlýðum á rödd hans, mun orð hans sannfæra okkur (T 1.9) og gera okk- ur hyggin (2Tm 3.15,16). Trúin styrkist í því að heyra orð Guðs (Rm 10.17) og knýr okkur til boðunar (Jh 20.31). Ég ólst upp í fátækrahverfi þar sem glæpir voru daglegt brauð. Foreldrar mínir gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að koma okkur systkinunum, fimm talsins, til manns í skjóli fyrir- heita Ritningarinnar. Þau grund- völluðu okkur í ótta Drottins með daglegri ástundun Ritningarinnar og trúfesti í kirkjusókn. Þannig treystu þau þá vamarmúra sem veittu okkur skjól fyrir illum skeytum hins vonda. Þau leiddu okkur að höfundi lífsins, Jesú Kristi. Og í dag gildir hið sama hjá okkur hjónunum gagnvart böm- unum okkar og kirkju. 4B Sá andi sem ríkir í orði Drottins veit- ir fjölskyldu Guðs kraft til að stand- ast freistingar. Hinn mildi boðskap- ur Ritningarinnar mótar og styrkir hugann og veitir leiðsögn sérhverj- um þeim sem hana ígrundar. Ahrif hennar eru einkum fjórþætt gagn- vart kirkjunni: Hún er „...nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðrétt- ingar, til menntunar í réttlæti" (2Tm 3.16). Við verðum í skjóli hennar heilsteyptir einstaklingar, laus úr duttlungafullum viðjum vanans. Askorunin til okkar nú í dag er að verja vissum tíma á hverjum degi, þótt þéttskipaður sé verkefnum, við að nær- ast á orði Drottins. Það verður að síast inn í dýpstu sálarkima okkar þannig að á ögurstundu nái það að upplýsa hugskot okkar sem vöm gegn freistingum. Valdesarnir forðum daga voru þekkt- ir fyrir hversu þeir ástunduðu orð Guðs sem fjölskyldueining. Þetta var sá þátt- ur samfélags þeirra sem hvað helst teng- di þá sterkum fjölskylduböndum í Guði. Börn þeirra námu boðskap Ritningar- innar utanað (sbr. DM 59) Frumkvöðlar kirkjunnar fylgdu þess- um sömu háleitu markmiðum. Þeir vörðu ómældum tíma í að rannsaka Ritninguna. Segir Ellen White: „Sam- verustundir okkar teygðu sig oft djúpt inn í nóttina, jafnvel alla nóttina, þar sem við báðum um meira ljós er við rannsökuðum Ritninguna" (Manuscript Releases, 2. bindi, bls 412). Hún áminnir okkur ennfremur: „Við ættum að gefa því gaum oft á dag að verja dýrmætri stund til bænar og ígrundunar í Ritningunni þó ekki væri það til annars en að greypa texta henn- ar £ hugann“ (Testimonies, 4. bindi, bls. 459). Hún hvetur okkur til frekari dáða: „Hefjið múra Ritningarinnar til hæða og þið munuð sjá að veraldarhyggjan mun ekki vinna á þeim. Leggið vers Ritning- arinnar á minnið og beinið „ritað er“ sem eldskeytum að Satan er hann freist- ar ykkar. Þannig stóð Kristur gegn hon- um og fékk staðist“ (LDE, 67). Okkur sem böm Guðs ber að nálgast orð hans í auðmýkt og undirgefni. Jesús tjáði Nikódemusi að hann yrði að end- urfæðast af vatni og anda. Þetta er hver- ju okkar einnig nauðsyn. En fólk Guðs sem rannsakar orð Guðs saman verður einnig að vera opið fyrir nýju lífi í Jesú Kristi. Pétur ritar: „Þér eruð endurfædd- ir, ekki af forgengilegu sæði, heldur ófor- gengilegu, fyrir orð Guðs, sem lifir og varir“ (lPt 1.23). Og það orð var opin- berað okkur á sterkastan hátt í Jesú Kristi. Orðið eða höfundur þess Jamie Buckingham segir eftirfarandi sögu í bók sinni Power for Living (Lífs- kraftur): „Tveir menn voru beðnir að fara með 23. Davíðssálminn fyrir fullu húsi. Annar þeirra var lærður ræðumað- ur og kunni tækni framsögu og tjáning- ar. Hann fór með sálminn samkvæmt bestu snilli. Vart hafði hann sleppt síð- asta orðinu þegar fagnaðarlæti brutust út og áheyrendur vildu endurtekningu. Hinn flutningsmaðurinn var mun eldri og ekki skólaður í tilheyrandi tækni. Hann endurtók sömu orðin - „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bres- ta...“ Það ríkti dauðaþögn £ salnum er hann lauk máli s£nu. Gegndjúpur bæn- arandi ríkti meðal allra. Þá stóð hinn fyrri upp og sagði: „Eg hef játningu fram að færa. Munurinn á þv£ sem vinur minn hér flutti og minni framsögu er eins og þið heyrðuð þessi: Ég er gagnkunnugur sálminum en vinur minn er gagnkunnugur hirðinum.“ í hverju liggur þekking þín og reynsla? Hvort stendur þér nær, sálmur- inn eða höfundur hans? Hér liggur áskorunin til mfn og þfn. Til umhugsunar: 1 Hvemig getur þú og fjölskylda þ£n gert orð Guðs að daglegum þætti lifs þíns? 2 Valdesarnir lifðu og hrærðust f orði Guðs. Hvernig getur kirkjan orðið aðnjótandi slfkrar reynslu? 3 Mörgum fjölskyldum hefur reynst það blessun að lesa gegnum Biblíuna einu sinni á ári. Hvemig gætir þú og fjölskylda þfn komið slfku í kring? S.K.Twumasi starfar við guðfræðideild háskólans í Bugema, Úganda. Eru ekki jólin á næsta leiti? Ymislegt smádót sem hentar vel £ jólapakkann eða til að setja í „skóinn" fæst nú hjá okkur. Við eigum von á meira af smávöru á næstu vikum, eitthvað fyrir bömin. Mikið af bókum á ensku um hin ýmsu kristilegu efni eru á leióinni í póstinum, tilvaldar jólagjafir. Vib sendum í póstkröfu til þeirra sem vilja, síminn er 588 7100, einnig má skilja eftir skilaboð á símsvara skrifstofunnar 588 7800. FRÆKORNIÐ Faxið okkar er 588 7808. bókaforlag aðventista AðventFréttir 11

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.