Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 13
eftir.“ Þessi staðhæfing sýnir að við beinum sjónum okkar um of að okkur sjálfum og eigin tilfinningum. Okkar tæknivæddi heimur hefur komið þeirri hugmyndafræði að hjá okkur, að upp- fylling væntinga okkar fáist með því einu að ýta á hnapp. Neyslusamfélagið hefur stríðalið með okkur þær vænting- ar að fram sett mál eigi að kitla eyrun. Við viljum finna til vellíðunar í kirkju, hlaða okkar andlega batterí, og eftir kirkju er fátt betra en að halda heim tví- elfd og andlega nærð. Þessar væntingar eiga sér sín rök og endurspegla jafnvel stundum raunveru- lega þörf hjá okkur. En þær ættu ekki að yfirskyggja frumþörf kristilegs samfélags sem er að „sælla er að gefa en þiggja" (P 20.35; Mt 10.8). Við ættum að einsetja okkur að „koma með“ eitthvað í fjöl- skyldusamfélagið: þakklæti og lofgjörð Guði til dýrðar, hversu við sannreyndum og upplifðum elsku hans og umhyggju í liðinni viku og hversu Heilagur andi mótar líf okkar og bætir á hverjum degi. 5 Að hlýða á orð Guðs er tilbeiðsla. Páll skrifar: „Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists" (Rm 10.17). Marteinn Lúter hreifst svo af orðum Páls að hann umorðaði textann: „Svo kemur þá trúin af prédikuninni, en pré- dikunin byggist á orði Krists." Orð Guðs mætir harðri samkeppni nú í dag. Jaques Ellul fjallar um þetta í einni af vel þekktum bókum sínum og kallar þessa þróun „auðmýkingu orðs Guðs“. Víða í kirkjum er ræðustóllinn vel til hliðar við þungamiðju kirkjunnar, jafnvel svo að hann er illa sýnilegur. Hvers vegna? Það er greinilegt að pré- dikunin gegnir ekki lykilhlutverki í guðsþjónustunni. Aðrar athafnir fara fram á aðalsviðinu. 1 flestum þeim kirkjum okkar, sem ég hef heimsótt hagar þessu ekki svo til. Þar er ræðustóllinn fyrir rniðju. Með því er lögð áhersla á vægi hins talaða orðs í þjónustunni. En táknin ein og sér nægja ekki. Ritningin verður að fá að skipa þann sérstaka sess sem hún gerir tilkall til meðal okkar sem það tæki sem fær meiru áorkað en nokkurt tónverk eða leikrit - að umbreyta okkur og gera okk- ur hæfari en áður að meðtaka ríkidæmi Krists sem er í nánd. Ritningin og hún ein ætti að skipa þungamiðju í tilbeiðslu okkar. 6 Tilbeiðslan styrkir inn- byrðis tengsl. Kirkjan er eitt af stærri kraftaverkum Guðs hér á jörðu, og það er á þessum vettvangi að hún tekur mjög til fjöl- skyldunnar. Þar er að finna einstaklinga af öllum stærðum og gerðum, af öllum aldri frá gjörólíkum bakgrunni. Það er fyrir tilverknað nýs lífs í Kristi að þessir einstaklingar, sem annars hefðu ekki kosið svo, velja að eiga náin samskipti í samfélagi kirkjunnar. Þeir sem áður voru ókunnugir hverjir öðrum líta á sig sem bræður og systur í Jesú Kristi. Þetta er lifandi kraftaverk. Og í hvert sinn sem komið er saman er þetta kraftaverk endurvakið og staðfest. Það skýtur því nokkuð skökku við, þegar málin eru skoðuð í þessu ljósi, að nokkur skuli getað hugsað sér að sundra kirkjunni á grundvelli kynslóðabils eða stríðandi hagsmuna. Stundum heyrist: Ef þeir eldri geta ekki sætt sig við til- beiðslusiði yngri kynslóðarinnar er þeim best að flytja sig um set þangað sem þeim er gert til hæfis. Þó er hvergi að finna í Gamla eða Nýja testamentinu nokkuð það sem styður að dregið sé þan- nig í dilka. Á þeim tímum komu menn saman án tillits til aldurs eða tilbeiðslu- forms. Við erum hér vitni að breyting- um í takt við neytendavætt samfélag. Þetta er miður. Hinir ungu og öldnu þarfnast gagnkvæmra samskipta á veg- ferð þeirra til himins. Sagði Kristur ekki að einhugur fylgjenda hans yrði vitnis- burður þeirra til umheimsins að hann sé sá sem Guð sendi (Jh 17.20-23)? Þessi þáttur einn og sér kennir okk- ur, að við ættum að meðtaka af fúsleik það verkefni og þá áskorun að finna sameiginlegan flöt á tilbeiðslugerð okk- ar. 7 Tilbeiðslan er forsmekkur himinsins. Sú mynd sem dregin er upp í 4- og 5. kafla Opinberunarbókarinnar hefur ætíð hrifið mig. Mikilleiki og magn- þrungin tign þessa sjónarsviðs tilbeiðslu á himni kallar ósjálfrátt fram djúpa, óskipta lotningu. Lofgjörðin stígur í há- punkt tvisvar sinnum: I fyrra skiptið þegar öldungamir varpa kórónum sínum niður fyrir hásætinu og segja: „Verður ert þú, Drottinn vor og Guð, að fá dýrð- ina og heiðurinn og máttinn, því að þú hefur skapað alla hluti, og fyrir þinn vilja urðu þeir til og voru skapaðir“ (Opb 4-11). Hér er skaparinn mið- punktur tilbeiðslunnar. Síðari hápunkti er náð þegar öldung- arnir og verurnar fjórar falla frammi fyr- ir lambinu og syngja: „Verður ert þú að taka við bókinni og ljúka upp innsiglum hennar, því að þér var slátrað og þú keyptir menn Guði til handa með blóði þínu af sérhverri kynkvísl, tungu, lýð og þjóð. Og þú gjörðir þá, Guði vorum til handa, að konungsríki og prestum. Og þeir munu ríkja á jörðunni" (Opb 5.9- 10). Síðan fagna tíu þúsundir tíu þús- unda og þúsundir þúsunda engla: „Mak- legt er lambið hið slátraða að fá máttinn og ríkdóminn, visku og kraft, heiður og dýrð og lofgjörð" (12. vers). Hér er end- urlausnarinn miðpunktur tilbeiðslunnar. Höfum þessa tvo hápunkta í huga er við tilbiðjum hér: Guð og Jesús Kristur, skapari okkar og endurlausnari, sitja í hásæti himnanna, og við erum þeirra forréttinda aðnjótandi að fá að nálgast þá er við göngum til tilbeiðslu. Hvar annars staðar en í sameiginlegri til- beiðslu gefst betra tækifæri að upplifa þann dag sem lýst er í næsta versi: „Og allt skapað, sem er á himni og jörðu og undir jörðunni og á hafinu, allt sem í þeim er heyrði ég segja: ,Honum, sem í hásætinu situr, og lambinu, sé lofgjörðin og heiðurinn, dýrðin og krafturinn um aldir alda’ „(13. vers). Loforðið stendur að við munum á komandi tíma gegna mikilvægu hlut- verki í þessari tilbeiðsluathöfn. Rétt sem Jóhannes sér öldungana og verurnar fjórar í síðasta sinn í sýninni, gengur til- kynningin fram að komið sé að brúð- kaupsveislu lambins (Opb 19.7-9). Guð hefur að lokum boðið brúði sinni til veislunnar, er hann hefur unnið endan- legan sigur og stofnsetur ríki sitt sem aldrei mun á grunn ganga. Brúðurin hefur undirbúið sig á tvo vegu fyrir þessa stærstu stund: Hún hefur skrýðst skín- andi og hreinu líni, þ.e. réttlæti Krists, og hún hefur vitnað fyrir tilurð anda spádómsgáfunnar, að hún hafi í reynd verið að búa sig undir brúðkaup lambs- ins (10. vers). Sönn tilbeiðsla mun ekki leitast við að skapa himnaríki á jörðu líkt og af- sprengi búddismans reynir, svo sem nefnt var hér áður, eða aðrar kirkjur kristninnar. Sönn tilbeiðsla leitast hins vegar við að búa sérhvern mann undir þá stærstu stund allra tíma - er við til- biðjum við hásæti Guðs. Til íhugunar: 1 Hvernig getur kirkjan mín gert Guð að þungamiðju tilbeiðslunnar? Hvað getum við gert til að hrinda því í framkvæmd ? 2 Mikið er rætt um mismunandi til- beiðsluform þessa dagana. Hvernig getum við komið í veg fyrir að mál sem þetta dragi athygli okkar frá kjama málsins eða sundri kirkjunni? 3 Hvert ofangreindra sjö atriða höfðar sterkast til þín? Og hvað heillar þig mest varðandi þá tilbeiðslu sem bíð- ur okkar á himni? Winfried Vogel veitir for- stöðu Bogenhofenskólan- um i Austurríki. AðventFréttir 13

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.