Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 21

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 21
skeiði sem Aðventistar héldu í Pakistan. Eg tók upp gítarinn og söng, „Good night, I said to my little one, all tired out when the day was done. Good night, she said to me as I tucked her in.“ Jenni- fer leit í augu mér og söng, „Daddy, won’t you tell me what color’s God’s skin?“ Svo sungum við öll saman. „ It’s Black, Brown, it’s Yellow, it is Red, and it is White, everyone’s the same in the good Lord’s sight.“ Verkefni Fyrir leiðbeinandann: 1 Hafðu mismunandi litan pappír s.s. svartan, brúnan, gulan, rauðan og hvítan. Eða láttu bömin lita eða mála pappírsrenninga, 2 Láttu börnin klippa renninga og búa til keðju þar sem mismunandi litir tengjast saman. 3 Búið til nokkrar keðjur og skreytið herbergið þar sem þið hafið bæna- vikuna. 4 Klippið út stóra persónu til að tákna líkama Jesú. Hengið hann upp ein- hversstaðar og skrifið „Jesús" á höf- uðið. Finnið myndir af fullorðnum og börnum frá ýmsum stöðum í heiminum sem börnin geta klippt út og límt á líkamann. Ef þið hafið ekki myndir hjálpið börnunum þá að teikna. Biðjið bömin að koma með myndir af fjölskyldum sínum sem hægt er að bæta í safnið. Sunnudagur Fjölskylda Guðs biður saman Minnisvers: „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með hæn og heiðni og þakkargjörð." Fil. 4.6. Eftir Jondelle McGhee Hvemig biður þú? Krýpur þú með greipar spenntar eða stendur þú? Eða syng- ur þú kannski bænimar! Hvað með að biðja í bíln- um? Ég man eftir mest spennandi bæn- inni minni. Það var þegar fjölskyldan mín og ég bjuggum á Filippseyjum. Við vorum að ferðast í hermannajeppa til að hjálpa til við bænaviku í skóla. Við ruddum okkur leið í gegnum regnskóg- inn á moldarvegi. Allt í einu steig mað- ur út úr skóginum og stóð beint fyrir framan bílinn. í hendi sinni hélt hann á riffli og yfir nefi og munni hafði hann rauðan klút. Ég kreisti hönd mömmu og þrýsti mér niður í sætið af hræðslu. Ég tók eftir fleiri mönnum í kringum okkur með byssur. Bílstjórinn fór út úr bílnum og gekk hægt í átt að mönnun- um. Á meðan sátu ég, mamma, pabbi og tvær eldri systur mínar í bílnum og héld- umst í hendur og lutum höfði í bæn. Við báðum Guð um að vernda okkur og að bænavikan gæti haldið áfram. Ná- kvæmlega þá sagði maðurinn með byss- una, „farið áfram.“ Þegar við komum að skólanum setti bílstjórinn okkur út við gestaherbergið svo við gætum skipt um föt fyrir sam- komuna. Það voru engin gluggatjöld fyrir gluggunum. Þegar ég leit út sá ég annan mann með byssu og rauðan klút sem faldi sig bakvið banana laufin og fylgdist með hverri hreyfingu okkar. Einu sinni enn krupum við á knén og báðum Jesú um að vemda okkur frá öllu illu og að skírnin sem var áformuð í enda vikunnar yrði leyfð. Ég er svo þakklát fyrir Guð sem hlustar á bænir okkar. Ég lofa Guð fyrir að hafa verndað okkur. Ég lofa hann fyr- ir að bænavikan gekk eins og áformað var. I Filippíbréfi 4-6 segir „Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð." Það er saga í Biblíunni um tvo trú- boða sem eru í fangelsi. Þeir heita Páll og Sílas. Þeir sátu bak við lás og slá í fleiri klukkutíma þar sem fangaverðir sátu yfir þeim og fylgdust með öllu sem þeir gerðu. í örvæntingu sinni byrjuðu þeir að syngja og biðja. Bænir þeirra til Guðs bergmáluðu um allt fangelsið og hinir fangarnir hlustuðu af athygli. Allt f einu byrjaði jörðin að skjálfa. Hlekkirnir sem bundu þá og veggirnir sem umkringdu þá gáfu sig. Fangaverð- irnir urðu hræddir. „Hvað ef allir fang- arnir sleppa nú!“ hrópaði hann. Fanga- vörðurinn vissi að líf hans yrði á enda ef það gerðist. Hann var að velta fyrir sér hvað hann ætti að gera þegar Páll kall- aði, „hafðu ekki áhyggjur; við erum allir hér!“ Fangavörðurinn var svo gagntekinn af krafti Guðs og kærleika að hann ákvað á þeirri stundu að þjóna Guði. Páll og Sílas fengu frelsi og þeir lofuðu Guð. Hvort sem þú ert í jeppa, í fangelsi eða á leikvellinum, þá getur þú beðið með fjölskyldu Guðs. Ég sat eitt sumarkvöld úti á leikvelli. Við hlið mér sátu tvær 10 ára stelpur sem voru að lesa í Biblíunni. Við fórurn að tala um bænina. Stelpurnar höfðu aldrei beðið áður svo þær vissu ekki hvað þær áttu að gera. Ég leiddi þær í gegnum þeirra fyrstu bæn skref fyrir skref. Það skipti ekki máli að við vorum á leikvelli þar sem fullt af krökkum voru að leika sér og horfa á okkur. Það skipti ekki máli að stelpumar hermdu eftir mér. Allt sem máli skipti var að við vor- um að biðja saman! Bæn er leiðin til að tala við Guð þegar við erum einmana eða hrædd, eða þegar við erum glöð. Það verður meira að segja enn meira sérstakt- ef fjölskylda Guðs biður saman. „Því þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í rnínu nafni, þar er ég með þeim.“ (Matteus 18.20) Spurningar 1 Hver er mest spennandi staðurinn sem þú hefur beðið á? 2 Hefur einhvern tíma eitthvað komið fyrir þig þannig að þú hræddist? Hvað gerðir þú? 3 Með hverjum í fjölskyldu Guðs hefur þú beðið nýlega? Fyrir leiðbeinendur 1 Láttu bömin leika sögur úr Biblíunni þar sem fólk er að biðja til Guðs. 2 Láttu börnin standa í hring og biðja fyrir persónunni sér á hægri hönd. Jondelle McGhee er nemandi á Walla Walla Academy, College Place, Was- hington. Hún leiðir smáhóp í Biblíulestri í hverri viku og stjómar samkomum í kirkj- unni. AðventFréttir 21

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.