Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 22

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 22
Mánudagur Fjölskylda Guðs stendur saman. Minnisvers: „I honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans" (Ef. 2.22). Einn, tveir, þrír, fjórir... fjörutíuogsjö, fjörutíuog' átta... níutíuogníu, eitt- hundrað!" Jennifer, Jon- delle, mamma, pabbi og ég vorum saman að telja í leik sem heitir „Sardína" en Elna (vin- kona) faldi sig. Þegar við komumst upp í hundrað hrópuðum við öll „við erum að koma!“ Nú hófst leitin. Ef þú hefur einhvem tíma farið í „Sardínu" þá veistu að þessi leikur er mjög líkur feluleik nema eiginlega leik- inn öfugt. Einn felur sig meðan hinir telja. Síðan fara allir að leita að persón- unni sem faldi sig. Þegar þeir finna hana þá fela þeir sig strax hjá henni. Við leit- uðum um allt húsið að Elnu en fundum hana hvergi. Tíminn leið en loksins fundum við systir mín hana inni í skáp í bakherberginu! Þegar ég var í myrkrinu alein varð ég hrædd. Stundum varð ég svo hrædd að ég hrópaði „ég er hætt!“ En loksins fann ég Elnu og systur mínar og þá var ég ekki hrædd lengur því við vorum allar sam- an. Fyrri sagan Sssssssssssssssssssssssss- neðanj arðar- lestin ískraði þegar hún stansaði. Ég var nú 17 ára og við pabbi vorum að fara inn í miðbæ Moskvu f Rússlandi á leið í bankann. Dymar opnuðust. Við stigum út á marmaragólfið og fylgdum hópnum. Allt í einu var þar hópur unglinga sem fór að elta okkur! Þetta var götulýður. Stundum betla þau; og stundum stela þau peningum fyrir fjölskyldurnar sínar. Pabbi og ég byrjuðum að hlaupa. Hjartað í mér sló hratt; ég minntist þess þegar ég var lítil stelpa í „Sardínu“. Þetta er bara leikur! hugsaði ég. Ég get sagt þeim að ég sé ekki með og þá hætta þau að elta okkur! En þá áttaði ég mig á sannleikanum. Ég sagði við sjálfa mig, Janella, þetta er raunveruleikinn. Þú verður að standa þig annars er aldrei að vita hvað kemur fyrir þig. Einhver náði í úlpuna mína. Þegar ég sneri mér við til að rífa mig lausa hor- fði ég beint í augun á stelpu sem var á svipuðum aldri og ég! En ég komst í burtu og hljóp þar til ég hélt að þau gætu ekki náð mér. En hvar var pabbi ? Ég sneri mér við og sá hvar hann var í miðjum hópnum! Hann var að kalla á hjálp. Unglingahópurinn hafði um- kringt hann og þau voru að leita að pen- ingum í vösum hans og hentu honum á milli sín. Mig langaði svo að hjálpa honum! Mig langaði að berja þessa ung- linga! En ég hugsaði um það hvað pabbi myndi viljað að ég gerði. Pabbi hefði viljað að ég væri örugg og færi heim. Alla leiðina heim hugsaði ég um pabba með þessum götulýð. Ég varð jafnvel hræddari en ég varð þegar ég var að leika „Sardínur". Þá mundi ég eftir versi sem segir: „Ottast þú eigi, því að ég er með þér. Lát eigi hugfallast, því að ég er þinn Guð.“ (Jes. 41.10) Þegar ég kom heim sagði ég fjöl- skyldunni minni hvað ég hafði gert, og mamma sagði, „Janella, þetta var rétt sem þú gerðir.“ Við krupum niður sam- an og báðum fyrir pabba, að hann kæmi heill heim. Fimmtán mínútum seinna hringdi síminn, það var pabbi! Eitthvað fólk hafði komið til að bjarga honum og rekið unglingana burt. Þegar ég var komin heim þetta kvöld og við vorum öll örugg þá lofaði ég Guð fyrir að hvor- ugt okkar hafði slasast. Það var gott að vera saman aftur. Seinni sagan Hann var einmana ungur maður. Hann var reiður. Hann var sár. Hann hét Tómas. Ben hafði boðið Tómasi í kirkju aft- ur og aftur. Að lokum kom hann með hann í Biblíuleshópinn minn. Við komumst að því að foreldrar Tómasar höfðu yfirgefið hann. Hann gekk í kristilegan skóla sem strákur en gaf Jesú aldrei hjarta sitt. Við komumst að því að Tómas hafði gengið í gegnum erfið- leika hvað varðaði vini nýlega. Hann hélt að hann gæti aldrei treyst neinum framar. Við komumst að mörgu öðru sem hafði sært Tómas í lífinu. Og við lærðum að skilja hvers vegna hann var svona sár út í allt. Sjáðu til, Tómasi fannst hann vera týndur. Hann hafði enga ástæðu til að brosa því hann vissi ekki hversu mikið Guð elskaði hann. Tómas varð hrædd- ur við að treysta fólki, alveg eins og ég varð hrædd í leiknum. Tómas flæktist í synd alveg eins og pabbi lenti í götu- lýðnum. Þó Tómas hafi ekki vitað af því þá var hann í mjög hættulegri stöðu. Hann hafði ekki tekið við gjöf Guðs um eilíft líf. En hlutirnir fóru að breytast hjá Tómasi, hægt og rólega. Þegar hann fór að tengjast fólki í hópnum okkar þá lærði hann að fólkinu þótti vænt um hann og fannst hann vera sérstakur. Þegar Tómas rannsakaði Biblíuna og bað, þá lærði hann að Guð elskaði hann og gaf líf sitt fyrir hann svo hann gæti lifað að eilífu. Einn daginn sagði Tómas okkur í hópnum og allri kirkjunni að hann hefði tekið við Jesú inn í hjarta sitt. Núna er Tómas hamingjusamur, hann brosir og gerir grín. í stað þess að vera reiður og ringlaður um líf sitt þá hjálpar hann öðrum sem eru í vandræð- um með reiði og gefur þeim góða ástæðu til að vera þakklát. Tómas deilir nú sögu sinni með viiv um sínum. Hann leiðir sjálfur Biblíules- hóp. Hann fór meira að segja í trúboðs- ferð til Filippseyja nokkrum vikum eftir að hann gafst Jesú. Tómas er nú einn vingjarnlegasti og glaðlegasti vinur sem þú gætir eignast. Guð gaf okkur kirkjufjölskylduna til þess að við gætum hjálpað hvert öðru. Guð vill að við stöndum saman og hjálpum fólki sem ekki veit um hann enn svo það geti upplifað kærleika hans. Hin kristna kirkja sem var stofnuð rétt eftir að Jesús steig upp til himna hittist og þau hjálpuðu hvert öðru. I Postula- sögunni 2.46,47 segir: „Daglega komu þeir saman með einum huga í helgidóm- inum, þeir brutu brauð í heimahúsum, neyttu fæðu saman í fögnuði og ein- lægni hjartans. Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum.“ Svo kemur það sem mér þykir best - fólkið sem vissi ekki um kærleika Guðs kynntist honum í gegnum þennan fjölskylduhóp af kær- leiksríku fólki. Seinni hluti 47. vers seg- ir: „En Drottinn bætti daglega við í hóp- inn þeim er frelsast létu.“ Spurningar ISManstu hvenær þú varst síðast hræddur/hrædd? 2S Hver var til staðar til að hugga þig þegar þú þurftir þess? 3S Veistu um einhvem sem þekkir ekki kærleika Jesú? 4S Hvemig getur þú komið þessari per- sónu í kynni við þína fjölskyldu? 22 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.