Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 27

Aðventfréttir - 01.04.1999, Blaðsíða 27
Seinni Hvíldardagurinn Við erum kraftmikil fjölskylda Minnisvers: „Allt megna égfyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir." (Fil 4.13) Síminn hringdi látlaust á lækna- stöðinni og tannlæknastofunni í Moskvu. Röddin í símanum spurði eftir lækni. „Þú verður að borga okkur 15,ooo dollara til að vemda þig, þú borgar núna og í hverjum mánuði eftir það. Það er til fólk sem vill gera þér mein, en ef þú borgar okkur geturðu verið viss um að þú sért öruggur." Dr. Bowers hugsaði um bömin sín tvö og konuna sína sem bjuggu með honum í byggingu læknastöðvarinnar. Hann hugsaði um þessa 35 starfsmenn sem unnu á læknastöðinni og þjónuðu íbúum Moskvu. Það var ekki rétt að Mafían gæti krafist peninga fyrir að vemda þau. Eftir að hann lagði á ákvað hann að biðja. Annað símtal kom stuttu seinna. Röddin sagði, „aðstaða þín er augljós. Þú borgar. Ef þú borgar ekki þá veistu hvað mun gerast. Taktu nú ákvörðun. Þú þarft að vera búinn að gefa okkur peningana fyrir föstudag þá munum við vemda þig. Ef þú borgar ekki þá eru það þín mistök." Dr. Bowers sagði vinnufélögum sín- um frá símtalinu og við báðum öll sam- an. Við skrifuðum tölvupóst til vina okkar þar sem við báðum þá um að biðja líka. Fljótlega fóru skilaboðin að streyma inn á skrifstofuna í Moskvu. Það var fólk um allan heim að biðja fyrir okkur. Starfsfólk og skrifstofúfólk Aðalsamtak- anna og fólk frá Evrópu, Afríku, Kanada og Bandaríkjunum mynduðu bæna- keðju. Við sendum skilaboðin áfram til Bowersfjölskyldunnar. Það var margt fólk að biðja eins og Douglas, sem bað Guð: „Megi þeir sem ógna þeim uppgötva að það er til Guð á himnum sem stjómar málum mann- kynsins. Megi þeir annað hvort snúast til trúar eða verða fjarlægðir svo starf Guðs megi halda áfram án truflana.“ Laurel og Tony deildu uppáhalds hugsun frá Ellen White: „Við það að heyra ein- læga bæn skelfist ráðsmaður myrkurs- ins“ (Signs of the Times, Nov. 18, 1886). Þau báðu: „Við komum fram með lotningu og dug, og tökum undir bænir trúsystkina okkar.“ Jondelle bað Guð um að gæta Christie og David (barna læknisins). Hún útbjó auka rúm til öryggis ef fjölskyldan yrði að yfirgefa heimilið sitt. Starfsfólkið var mjög áhyggjufullt við vinnu sína. Sfðan var það seint eitt kvöldið að Dr. Bowers fékk þriðja sfm- talið. „Fjórir dagar eru liðnir, ertu tilbú- inn að borga? Verðið hækkar eftir því sem þú bíður lengur. Þú þarfnast okkar vemdar.“ Síðan var línan dauð. Föstudagurinn kom. Ekkert hafði gerst ennþá! Hvíldardagurinn gekk í garð kaldur og það snjóaði. Bowersfjölskyldan eyddi helginni hjá vinum. Einhver sagðist hafa séð fínan svartan bíl keyra hægt framhjá lækna- stöðinni. Tveir menn sáust fara út og litu upp á aðra hæð þar sem Bowersfjöl- skyldan bjó. Það komu fleiri skilaboð frá fólki sem var að biðja - börn í einsherbergisskóla, fólk á móti í Suður Afríku, safnaðar- stjórnir, heilbrigðisstarfsmenn og 5 ára krakkar. Frú Bowers límdi allar bænir og skilaboð upp á veggi læknastofunnar þar sem allir gátu séð þær. Starfsfólk stof- unnar var undrandi yfir öllum þessum fjölda sem bað fyrir þeim. Það fékk hug- rekki frá þessum góðu fréttum. Um leið og frú Bowers fór að líma skilaboðin upp á vegg þá hættu hótanimar. Fjölskylda Guðs hafði tekið höndum saman og í gegnum bænir þeirra hafði Guð stöðvað lærisveina Satans. En hvað gerist ef fjölskylda Guðs gleymir að biðja? Hann var þreyttur, einmana og heimilislaus. „Geturðu beðið fyrir mér?“ bað hann vini sína þetta dimma kvöld. Hversu hann þráði þessar bænir. Þetta átti eftir að verða erfiðasta nótt lífs hans. Átta þeirra krupu strax niður í garðin- um. Pétur, Jakob og Jóhannes gengu með besta vini sínum upp á stóra klett- inn rétt hjá. Þeir sögðu; „auðvitað vilj- um við biðja fyrir þér.“ Hann gekk nokkra metra, féll niður á jörðina og hóf að tala við sinn him- neska föður. „Gerðu það, ekki láta mig þurfa að gera þetta,“sagði hann, „ég get bara ekki ímyndað mér hvernig það verður að vera algjörlega einn.“ Hann þurfti smá uppörvun og gekk í átt að stóra steininum. Þar lágu vinir hans steinsofandi. Jesús stóð aleinn um miðja dimma nótt. Bestu vinir hans hefðu get- að beðið fyrir honum, lagt hendur sínar yfir hann og vafið hann örmum sínum. En þeir voru of þreyttir til að þetta skip- ti þá máli. Ertu ekki glaður/glöð yfir því að Guð skapaði heiminn þannig að fólk hans hinum megin á hnettinum er vakandi þegar þú sefur? Það var fólk sem bað fyr- ir Bowersfjölskyldunni jafnvel meðan þau sváfu. Jesús vill ekki að þú sért hrædd/ur eða ein/n. Þess vegna gaf hann þér bræður og systur út um allan heim. Við erum kraftmikil fjölskylda þegar við tökum höndum saman, í bæn. Spurningar til umræðu: 1 Hvaða sögur í Biblíunni segja frá fólki sem bað saman og Guð svaraði? 2 Hvað getur þú gert til að hjálpa með- limum kirkjufjölskyldunnar þegar þeir eiga við einhver vandamál að glíma? Leikir Tii leiðbeinanda: Fáðu börnin til að spyrja persónuna við hlið sér hvað hann vill að sé beðið fyrir. Fáðu hvert bam til að biðja fyrir einni beiðni. AðventFréttir 27

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.