Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 3
ÖRIN GETA MINNT OKKURÁ Eftir Patti Hansen Tompkins Arið 1987 féll lítil stúlka niður (gaml- an, ónotaðan brunn í borginni Mid- land í Texas. Meira en 10 árum síð- ar man hún ekkert frá þessu slysi sem öll veröldin fylgdist með. Hún hefur aðeins heyrt sögurnar af björgunarafrekinu og fögnuðinum þegar björgunarmaðurinn tók hana í sína arma. En Jessica (en það heitir hún) er enn með sýnileg ör frá þessari eldraun sem stóð yfir í 58 klukkustundir. „Ég er stolt af þeim,“ segir hún í viðtali sem var tekið við hana þegar 10 ár voru lið- in frá björgunarafrekinu. „Orin eru þama vegna þess að ég lifði af.“ Sonur minn, sem fæddist 15 vikum fyr- ir tímann er með 7 tommu langt ör á kviðn- um og mörg minni ör í kringum viðbeinið. Örin hans segja sögu skurðaðgerða og ann- arra aðgerða á honum þegar hann var létt- ari en 1 kíló og barðist fyrir lífi sínu. Þessi ör hefur hann vegna þess að hann lifði af. Ég hef óljóst ör á mjóbakinu frá því dag- inn sem ég var keyrð niður og dróst með malbikinu þegar ég var 5 ára. Lítið ör eftir skurðaðgerð á hægri ökklanum minnir mig á daginn þegar sendibíllinn neyddi mig út af og inn í steinvegginn sem skildi að akreinar á þjóðvegi í Suður Kalifomíu. Hvert eitt af þessum örum ber vitni um áreiðanleik þessara frásagna. Því eldri sem við verðum því fleiri ör fáum við líklega á líkamann vegna slysa og sjúkdóma. Andlegu örin eru þó lítt sjáan- leg, þessi sem við fáum vegna vonbrigða og erfiðleika lífsins. Vanræksla, misnotkun, skömm og afskiptaleysi er eitthvað sem veldur örum á sálinni sem vara alla æfi. Hvort sem ör okkar eru líkamleg eða andleg þurfum við ekki að skammast okkar fyrir þau eða hvernig lífið hefur leikið okkur. Við erum eins og kanínan í sögunni um Élauelskanínuna, sem talar við vin sinn Mjóa Hest, um það að verða raunveruleg: „Það tekur langan tíma,“ segir Mjói Hestur. „Þess vegna kemur það ekki oft fyrir fólk sem brotnar auðveldlega eða eru oddhvass- ir eða þarf að passa sérstaklega. I rauninni er það þannig að þegar þú loksins verður raunverulegur hefur hárið þitt allt losnað af, augun dottið út út augntóttunum og liðamótin á þér losna og þú verður subbu- legur!!“ 1 tilraun okkar til að verða raunveruleg (hinar áreiðanlegu mannverur sem Guð ætlaðist til) rekumst við á alls konar horn og þröskulda. Við rekumst á þá, fáum mar- bletti og blóðgum okkur. Stundum brotn- um við líkamlega eða tilfinningalega. Stundum kemur beygja á veginn sem leiðir dauðann á slóð okkar. En þegar við höfum lifað af, höldum við áfram, endurmótuð vegna reynslu okkar. Við höfum öll einhvers konar ör. Þessi ör segja sögu sína, af þv( að hafa verið keyrð niður af bíl, eða óblíðum orðum, af brotn- um ökklum eða brostnum hjörtum. Kannski hefur áfall okkar verið slys, kanns- ki getum við kennt okkar eigin mistökum um. En við höfum öll fundið fyrir sársauk- anum, óttast hið óþekkta, spurt af hverju, og undrast hvað framtíðin getur borið í skauti sínu. Þegar ég lít á örin mín man ég eftir því sem hefur mótað mitt líf. Taktu langan tíma til að skoða örin þín. Hlustaðu með sjál- fri/um þér á það sem þessi ör hafa kennt þér. Ihugaðu vel afhverju þú ert til! Hugsaðu um allt það sem þú átt sameiginlegt með öðrum bömum Guðs og með frelsara okkar. Og þakkaðu Guði fyrir að hafa hjálpað þér til að komast klakklaust yfir hindranir lífs- ins. Kaldhæðnin í þessu öllu er að að end- ingu (sem er raunverulega byrjunin) verð- um við fullkomin. Ör okkar munu hverfa, en ör frelsarans munu ekki hverfa vegna þess að „hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða fyrir hans benjar urðum vér heilbrigðir." (Jes 53.5) Við sem trúum á hinn krossfesta og upprisna frelsara höfum ástæðu til að þakka honum fyrir örin Hans. Við efumst ekki um áreiðanleik þessara öra á höndum hans og síðu. Þessi ör eru sönnun á mannlegum mikilleika Hans þegar Hann sannaði í eitt skipti fyrir öll að vald lífsins er æðra dauð- anum. Hann lét undan en hann sigr- aði.Örin hans munu sanna það. JÓLADAGSKRÁ SAFNAÐANNA Arshátíðin og jólaskemmtun barnanna em ætluð öllum, einnig þeim er búa utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. 24. desember kl. 18:00 Aftansöngur Aðventkirkjan í Reykjavík 24- desember kl. 23:30 Miðnætursamkoma Loftsalurinn, Hafnarfirði 25. desember kl. 11:00 Jólaguðsþjónusta Aðventkirkjan í Reykjavík Ath. Enginn hvíldardagsskóli 25. desember kl. 14:00 Jólaguðsþjónusta Loftsalurinn í Hafnarfirði Ath. Enginn hvíldardagsskóli 28. desember kl. 17:00 Jólaskemmtun fyrir börnin Suðurhlíðarskóli 29. desember kl. 20:00 Arshátíð safnaðannaLoftsalurinn í Hafnarfirði l.janúar2000 kl. 14:00 Nýársguðsþjónusta Aðventkirkjan í Reykjavík sameiginleg Ath.Enginn hvtldardagsskóli JÓLADAGSKRÁ ÁRNESSAFNAÐAR: 18. desember kl. 10:00 Bamaguðsþj ónusta Safnaðarheimilið, Gagnheiði 40, Selfossi 24. desember kl. 16:30 Aftansöngur Safnaðarheimilið, Gagnheiði 40, Selfossi 25. desember kl. 11:00 J ólaguðsþjónusta Safnaðarheimilið, Gagnheiði 40, Selfossi 1. janúar 2000 N ýársguðsþj ónusta Safnaðarheimilið, Gagnheiði 40, Selfossi JÓLADAGSKRÁ VESTMANNAEYJASAFNAÐAR: 18. desember kl. 17:00 Aðventustund Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyj um 25. desember kl. 14:00 Jólaguðsþjónusta Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyj um 1. janúar 20U0 kl. 14:00 N ýársguðsþj ónusta Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyj um JÓLADAGSKRÁ SUÐURNESJASAFNAÐAR: 24. desember kl. 17:00 Aftansöngur Safnaðarheimilið, Blikabraut 2, Keflavík 25. desember kl. 11:00 Jólasamkoma Safnaðarheimilið, Blikabraut 2, Keflavík 1. janúar 2000 kl. 14:00 Nýárssamkoma Safnaðarheimilið, Blikabraut 2, Keflavík AðventFréttir 3

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.