Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 5

Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 5
KRAFTA- VERK Saga þessi gerðist á þessu ári, nánar tiltekið í byrjun september. Hún hófst er fjögur ungmenni tóku sér frí og fóru til strandarinnar en þau voru öll frá Jó- hannesarborg í Suður-Afríku. Þetta var um miðjan dag og ætlunin var að róa á smábát eitthvað út. En end- ir þeirrar sjóferðar varð daginn eftir að blaða- og sjónvarpsefni um allan heim. Þegar þau voru komin um það bil 4 mílur út frá landi gerði storm og læti sem endaði með því að bátnum hvolfdi. Þrjú þeirra urðu fljótlega úr sögunni og sáu hákarlamir um jarðarför þeirra. En sá fjórði, sem er stúlka, lifði þó förina af, með hjálp Guðs. Þessi stúlka, sem ein þeirra fjögurra, er kristin, hún er aðventisti, reyndi að synda en þreyttist mjög fljótt og byrjaði að sökkva og varla meir en svo að hún gæti náð andanum við og við. Hún tók eftir tveimur, þremur hákörlum sem byrjaðir voru að synda í kringum hana og hugsaði með sér að þetta gæti ekki endað nema á einn veg. Margar hugsan- ir þutu gegnum huga hennar, en eitt gerði hún sem hún á sameiginlegt með öllum mönnum í slíkri aðstöðu, hún hrópaði: „Guð, ef þú ert til, þá bjargaðu mér!“ Og það, sem vakti athygli heimsins síðar meir, var einmitt það, að á þessari stundu greip Guð inn í. Sjórinn stilltist smám saman og sér til mikillar undrunar sá hún að það sem stillti sjóinn var hóp- ur af höfrungum sem mynduðu hring um hana og hröktu hákarlana í burtu. En stúlkan var svo þreytt og ekki vön sundmanneskja svo hún var farin að missa kjarkinn. Þá synti einn höfrung- anna undir hana og ýtti henni upp á yf- irborðið og í hvert skipti sem hún sökk var alltaf einn þeirra tilbúinn að ýta henni upp aftur. Hún reyndi að svamla með, en kraftar hennar voru á þrotum svo hún gat tæplega haldið sér á floti. Svo nú báru höfrungamir hana eigin- lega. Höfrungarnir linntu ekki látum fyrr en fætur stúlkunnar snertu botninn í fjörunni og lífi hennar var bjargað. Þú getur rétt ímyndað þér hvort hún hafi ekki grátið og hlegið í einu er hún sá hvemig Guð hafði sýnt henni að hann er til. Höfrungar eru mjög gáfaðar skepnur og hægt er að kenna þeim margt. Þó er alveg víst að enginn maður hefur kennt þessum höfrungum að bjarga mannslíf- um. Þessi saga hefur því ekki nema eina skýringu fyrir hinn kristna mann sem veit að til er algóður Guð. Sagan er birt árið 1972 í íslensku blaði sem var kallað Logos. Vissu maurarnir hverjir borguðu tíundina? Erlendis gera maurar oft ákaflega mikinn skaða. Koma þeir oft milljónum saman og éta allt, sem á jörðinni grœr. Menn geta enga rönd við reist. Allur söfnuðurinn var furðu lostinn. Gat mauraherinn gert mistök? Daginn áður höfðu þau hræðilegu tíðindi borist bændunum í litlu borginni þar sem söfn- uðurinn var: „Mauraherinn er að koma“. I skyndi þrifu bændurnir skóflur, rek- ur, kvíslar, allt sem þeir náðu til, og þustu út á akrana. Maurarnir voru þeg- ar komnir nærri. Bændurnir gerðu harða hríð að þeim, sveifluðu skóflum og kvíslum, krömdu maurana, tröðkuðu á þeim, grófu þá. En það var alveg sama, þar sem þeir deyddu tíu eða tuttugu, komu hundrað, eða þúsund í þeirra stað og sægurinn hélt áfram. Mauramir komu að trjám og klifruðu beint upp, út yfir greinamar, átu upp laufið, síðan niður bolina aftur og áfram. Bændur, sem höfðu eytt öllu árinu í að hugsa um grænmetið sitt og jurtirnar sínar, sáu allt hverfa á fáeinum mínút- um. Þá átti hið furðulega sér stað: „Sjáið" hrópaði einhver, „maurarnir breyta um stefnu!!!“ Hópur manna flýtti sér að sjá. Maur- amir voru nýbúnir að ljúka við að eyða uppskeru bónda eins, voru komnir þar sem landareign hans endaði og land næsta bónda tók við. Er þeir komu að markalínunni, stönsuðu þeir og beygðu sumir til hægri, aðrir til vinstri. Þeir héldu niður með landareign hans þar til þeir komu að horninu. Þá beygðu þeir fyrir og eyddu uppskeru næsta bónda. Nágrannarnir þustu til eigandans. „Segðu okkur fljótt“ báðu þeir „hvers vegna þinn akur bjargaðist?" Bóndinn brosti. „Vinir“ sagði hann, „ég held að ástæðan hljóti að vera sú, að Guð hafi vemdað mig. Þið vitið að í Biblíunni segir, að ef við borgum tíund okkar, muni Guð varðveita akrana. Eg borga alltaf tíundina mína, og þið sjáið að Guð hefur haldið loforð sitt.“ Sérhver sá bóndi, sem borgað hafði tíund, sá sama kraftaverkið eiga sér stað - að einum undanskildum. Það var þess vegna sem söfnuðurinn varð furðu lost- inn. Jóna safnaðarsystir átti tal um þetta við Björgu safnaðarsystur um kvöldið. „Hvers vegna“ spurði hún, „var búgarði Margeirs eytt? Hann er safhaðarmeðlim- ur.“ „Það er það, sem ég get ekki út- skýrt,“ svaraði Jóna safnaðarsystir. „Hann er einn af forsvarsmönnum safn- aðarins og áberandi í söfnuðinum." En leyndardómurinn opinberaðist næsta hvíldardag. A samkomunni stóð Margeir upp og sagði: „Bræður og systur. Ég þarf að gera játningu. Um langan tíma hefi ég ekki borgað tíund.“ Hvernig vissu maurarnir, hverjir borguðu tíund og hverjir ekki? Guð vissi það, og hann sagði maurahemum að láta akra þeirra vera í friði, sem greitt höfðu tíund. L. Maxwell. AðventFréttir 5

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.