Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 7
og er smíði ein af þeim Þar höfum við fengið til liðs við okkur Sigurð Björns- son og í vélfræði sem kennd er í vél- fræðistofu Austurbæjarskóla er kennari Einar Guðmundsson. Kristín Viðarsdóttir er komin aftur til okkar og kennir líffræði og eðlisfræði í eldri deildunum. Erum við mjög fegin að hafa fengið þessa kennara til liðs við okkur og bjóð- um þá velkomna til starfa. Foreldrafélagið hefur verið endur- vakið og ný stjórn tekin til starfa. Stóð hún fyrir föndurdegi sunnudaginn 5. des. þar sem boðið var upp á laufabrauðsgerð, piparkökuskreytingar og ýmislegt fönd- ur. Þá má ekki gleyma heimsókn sem við fengum frá skóla okkar í Finnlandi en þar voru á ferð 11 og 12 ára nemend- ur sem heimsóttu nemendur 6.-7. bekkj- ar hjá okkur. Suðurhlíðarskóli var settur í tíunda sinn 1. september s.l. I skólanum eru nú 63 nemendur í tíu árgöngum. Skiptast þeir t fimm hópa en samkennsla er viðhöfð eins og und- anfarin ár. I 1.-2. bekk eru 11 nemendur. I 3.-5. bekk eru 14. I 6.-7. bekk eru 15 nem. I 8-9. bekk eru 15 og 8 nemendur í 10. bekk. Er þetta mesti fjöldi sem verið hefur í skólanum frá því hann byrjaði og erum við þakklát fyrir það. Við kennarahópinn hefur bæst nýr kennari í stað Lilju Sigrúnar sem lét af störfum í vor. Heitir hún Þóra Sigríður Jónsdóttir og kennir myndmennt, textíl og tölvufræði. Nemendunum til mikillar ánægju fengum við aftur til starfa í hlutastarf smíðakennarann sem var hjá okkur fyrir tveimur árum Valdór Bóasson og kennir hann 3.-5. og 6.-7. bekk. I 8.-10. bekk eru nokkrar valgreinar AðventFréttir 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.