Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 9
þeirra var kenndur við Hillel sem kenndi, að í lögmáli Móse væri að finna heimild til skilnaðar til handa manninum fyrir hvað eina sök sem var. Hinn hópurninn, kennd- ur við Shammai, tók öndverðan pól í hæð- ina. Þar var ótrúmennska í hjónabandi talin eina forsendan fyrir skilnaði. Og þar sem þeim tók að leiðast þjarkið sín á milli, sneru þeir sér til Krists. Fyrir Kristi lágu tveir valkostir. Hann kaus þann sem gæddur var dýpri, andlegri merkingu. Verður sagt, að hann hafi hér lagt fram alhliða leiðbeiningar varðandi skilnað og síðari hjónabönd? Eg lít svo á, að hann hafi leitast við að vekja athygli samferðarmanna sinna á óravídd hjóna- bandsins og tekist það. Afstaða hans var slík, að jafnvel lærisveinar hans urðu agn- dofa og sögðu: „Fyrst svo er háttað stöðu karls gagnvart konu, þá er ekki vænlegt að kvænast" (Mt 19.10). Mér virðist sem við höfum skáletrað sitthvað í lesningu okkar á svari Krists við spumingu faríseanna, sem síður skyldi. Kristur sagði ekki: „Sá sem skilur við konu sína „og kvænist annarri drýgir hór“, en öllu heldur: „Sá sem skilur við konu sína „og kvænist annarri drýgir hór.“ Kristur sagði ekki, að skilnaður væri meðtekinn svo lengi sem menn gengju ekki í síðara hjónaband. Ólíklegt var, að Gyðingur færi í gegnum skilnað og gengi einn gegnum lífið sem eftir væri. Hann stofnaði til skilnaðar vegna þess, að hann stefndi að því að finna sér aðra betri (hafi hann ekki þá þegar fundið hana, innskot þýð.). Hér í 19. kaflanum tekur Kristur á skilnaði og síðara hjónabandi í einu lagi. En við höfum reynt að aðskilja þetta og gefa hvoru fyrir sig eitthvert vægi. Það er skoðun mín, að reynist lögmæti til lögskilnaðar fyrir hendi, er eins víst að lögmæti til síðara hjónabands er þar ein- nig. Þetta virkar einnig á hinn veginn: Ef ekki fæst viðurkenning fyrir síðara hjóna- bandi, gengur hið sama gagnvart skilnaði. Kristur var sterkari andmælandi skilnaðar en síðara hjónabands. Og hann var sterk- ari meðmælandi hjónabands en sem and- mælandi lögskilnaðar. Honum var um- hugað, að í sérhverju hjónabandi ríkti hamingja, lífsfylling og sú óhagganlega staðfesta, sem hverju hjónabandi er ætlað. Það er miður, að áhersla okkar hefur verið um of á réttarstöðu okkar í lögskiln- aðarmálum („Eru forsendur Ritningarinn- ar fyrir hendi, að ég megi ljúka þessu hjónabandi og hefja annað?“), en ekki nægilega þung á skyldum okkar og skuld- bindingum („Vinn ég að því óslitið að virða hinn virka þátt sáttmálans sem ég gekkst undir á sínum tíma í stað þess að reyna að virða eingöngu þann þátt heitis- ins að halda mig frá ótrúmennsku?“) Áhersla okkar hefur verið um of á að kalla fram og viðhalda sektarkennd vegna tih vistar blákaldra staðreynda, t stað þess að hlúa að háleitum staðli Guðs meðan sam- bandið er enn til staðar. Fyrir mér vakir ekki að gera lítið úr vægi samlífis hjóna. Og því síður er ætlan mín að draga fjöður yfir kröfuna um algjöra trúmennsku gagnvart maka. En kynlíf er aðeins einn þeirra þátta, sem gerir hjóna- bandið að þeirri einingu sem því er ætlað að vera. Hin hefðbundna nálgun okkar gagnvart kynlífi hefur verið, þó án ætlun- ar, að líta á það sem „upphaf og endi alls“. Reyndar höfum við ekki einu sinni náð áherslunni rétt varðandi kynlíf. Við höf- um einblínt á hlutlausa þáttinn, það að halda sig frá kynlífi utan hjónabands; þ.e. hlutimir eru í lagi, hafirðu náð að halda þér á réttum kili í hjónabandinu, óháð því hversu þú kemur fram að öðru leiti gagn- vart maka þínum. Er nú svo komið, í tilvikum þar sem hjónaband flosnar upp vegna brottgengi annars makans, að við meðtökum þann sem stendur sig á þessu sviði sem „þoland- ann“, en þann sem leitar út fyrir hjóna- bandið sem „hinn seka“. En að sama skapi látum við í það skína, að ekki sé um „þol- anda“ eða „hinn seka“ að ræða í lögskiln- aðarmáli, þar sem ótrúmennska og síðara hjónaband er ekki í myndinni, jafnvel þótt honum eða henni kunni að stafa bein ógn af maka sfnum! Ég er ekki talsmaður þess, að bera vandamál hjóna á torg. Það eitt vakir fyrir mér að benda á, að hægt er að rjúfa sáttmála hjónabandsins á margan annan hátt en með ótrúmennskunni einni. Þetta er raunveruleikinn I starfi mínu sem prestur hef ég þurft að takast á við mýmörg mál, þar sem eigin- maðurinn níddist á fjölskyldu sinni, bæði líkamlega og tilfinningalega (en karlmenn eru reyndar ekki einir um að geta beitt sér svona). Hér nægði ekki, að konan og bömin hnipruðu sig saman undan beinni árás mannsins, heldur var sjálfsmynd þeir- ra f rúst vegna jafn ofsafenginna árása hans á aðra vegu. Inngrip af hálfu kirkjunnar virtust til einskis. Og miðað við hvar hvatir þessa manns lágu, þá var víðs fjarri að þessi maður myndi á sínum lffsferli leita út fyrir hjónabandið. Freistingasviðið var ekki á þeim vettvangi. Verður konunni gert, sem þannig er í sveit sett, að sætta sig við daglegt ofbeldi? Eða verður hún að sætta sig við einlífi, vilji hún njóta samfélags kirkjunnar? Skal hér svipta börnin á mótunarárum þeirra möguleika þess að eignast stjúpföður, sem gæti séð fyrir þeim og styrkt ímynd þeirra? Verður sagt, í því tilviki er maðurinn hefur þverbrotið allt nema heitið um trú- mennsku í hjónabandi, að konan hafi um þrennt að velja: að búa við harðræðið upp á hvern einasta dag; að horfast í augu við einsemd og einangrun með því að ganga ekki aftur í hjónaband; að verða vfsað úr söfhuðinum vegna skilnaðar án „forsendna Ritningarinnar" og síðara hjónabands? Þessi ofuráhersla okkar á trúmennsk- una í hjónabandinu hefur leitt til annarrar flækju. í tilvikum, þar sem lögskilnaður er af öðrum toga en ótrúmennsku, er það stefna kirkjunnar að réttur makans til síð- ara hjónabands hvíli í einu og öllu á hjónabandsstöðu og/eða kynlífsmynstri gagnaðilans. Af hljótast samskiptaátök í forminu: „Látum á það reyna hvort okkar heldur það lengur út að giftast ekki eða sofa hjá.“ Sá sem fyrr gefur eftir verður þvf „hinn seki“ og getur hinn aðilinn þar með strok- ið frjálsri hönd um höfuð, laus undan kvöð og safnaðaraga. Hin eiginlega orsök lög- skilnaðarins er hér ekki svo mikið sem til umræðu. Hér má einu gilda, þótt maðurinn hafi lamið konuna sem harðfisk - því ekki gerð- ist hann sekur um framhjáhald! Og nú, þegar konan hefur gifst á ný, hvílir hór- dómssök á herðum henni og forsendur Ritningarinnar til síðara hjónabands eru honum í vil. Hennar bíður ffávísun úr söfnuðinum meðan nýrri konu hans bíður sama meðferð og fyrri konan fékk! Það er ekki ætlun mfn að gera skilnað að einfaldri lausn, heldur að benda á hversu reglugerðir okkar í þessum málum standa gegn vandamálum líðandi stundar. Það er ósk mfn, að við öll tökum rækileg- ar til okkar þann sáttmála, sem við játumst við athöfnina. Það eitt að vera á móti síð- ara hjónabandi nægir ekki. Það eitt að vera á móti lögskilnaði er ófullnægjandi. Áhersla okkar verður að vera í þágu hjóna- bandsins í öllu tilliti. Við verðum að gera okkur það ljóst, að trúmennskan ein í formi hlutleysis uppfyll- ir ekki hjúskaparsáttmálann. Og að sama skapi verðum við að átta okkur á því, að með því að bregðast maka okkar í því að elska hann, virða og annast gegnum þykkt og þunnt, gerir okkur á vissu stigi jafn sek og hefðum við brugðist trúmennskuheit- inu. James Coffin, prestur íMarkham Woods kirkjunni, Orlando, Flárida. Adventist Review, ágúst 1997 Pýð. Ómar Torfason 1 Sáttmálinn hér á landi er orðaður á ei- lftið annan hátt: „Nú spyr ég þig, brúðgumi/brúður, NN: Er það einlæg- ur ásetningur þinn að ganga að eiga NN, sem hjá þér stendur? „Vilt þú með Guðs hjálp reynast henni /honum trú(r), elska hana/hann og virða í hverjum þeim kjörum, sem Guð lætur ykkur að höndum bera?„Gefið þá hvort öðru hönd ykkar þessum hjú- skaparsáttmála til staðfestu." 2 Safnaðarhandbók Sjöunda dags að- ventista, bls. 181,182. AðventFréttir 9

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.