Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 10

Aðventfréttir - 01.05.1999, Blaðsíða 10
J ÓLAÆVINTÝRI IgSB KÖTU LITLU |5i „Kata“, kallaði mamma, „viltu ekki fara með jólapakkann til frænku. Segðu henni að ég ætli að líta inn til hennar á morgun og einnig að ég sé búin að fá Nýja Testamenti með stóru letri handa henni. Farðu nú varlega og vertu nú ekki mjög lengi.“ Svo lagði Kata litla af stað til frænku með körfuna í hendinni. Hún veifaði til mömmu um leið og hún gekk af stað. Og frænka varð svo glöð, ekki aðeins yfir að fá jólapakkann, heldur líka yfir heimsókn Kötu. „Þú kemur eins og send af Guði,“ sagði gamla konan. „Eg er nefnilega dálítið lasin og get þess vegna lítið gert. Það versta er, að geta ekki náð í neitt í eldinn. Viltu nú skreppa fyrir mig til nágrannakonu minnar og vita hvort hún getur ekki komið til mín á morgun og hjálpað mér dálítið.“ „Það skal ég gera,“ sagði Kata. „En fyrst ætla ég að ná í eitthvað í eldinn." Fjórar ferðir varð hún að fara inn með fullt fangið af kvistum, áður en eldivið- arkassinn varð fullur. Síðan hljóp hún til nágrannans og lauk þar erindi sínu og hljóp svo aftur heim til frænku sinnar. Hún söng nokkra fallega jólasálma fyrir frænku sína og það fannst frænku sann- kölluð jólagjöf. Nú var farið að skyggja nokkuð mik- ið, svo Kata hjó sig til heimferðar. Hún kvaddi frænku sína brosandi, lokaði hurðinni varlega á eftir sér og hélt af stað heim á leið. En hvað myrkrið var orðið ískyggilega svart. Innan lítillar stundar var einnig farið að snjóa. Þetta var aðfangadagskvöld og frost úti. Það var ekki erfitt að rata meðan hún gekk fram hjá húsunum. En eftir að hún kom út á auða veginn þar sem engin hús voru sjáanleg, fór nú heldur að kárna gaman- ið. Hún nam staðar, neri hendumar og bað Jesú, sem hún vissi að var besti vin- ur allra barna, að leiða sig áfram, heim. Því næst hélt hún áfram. Æ, hvað myrkrið var svart. Nú var hún bráðum komin út á þjóðveginn. Allt í einu kom bíll akandi og hún stóð umljómuð bíl- ljósunum. Þegar bíllinn hafði ekið fram- hjá ætlaði hún að ganga yfir á hinn veg- arkantinn, en tók ekki eftir bifreið sem kom á mikilli ferð úr hinni áttinni. í því er hún gekk yfir veginn, var gripið föstu handtaki í öxlina á henni og henni kippt til baka. Á sama augnabliki þaut bifreiðin framhjá. Kata hafði misst körf- una og í hræðslu sinni fór hún að há- gráta. Hún sá stóra mannveru við hlið- ina á sér. „Ert þú engill?" spurði hún undrandi. Ekkert svar. Samt stakk hún litlu hendinni sinni í þessa stóru hendi. „Ætlar þú að fylgja mér heim?“ Vegur- inn gegn um skóginn var hræðilega dimmur og þau gengu þegjandi áffarn. Allt í einu var sagt við hana: „Hvers vegna heldurðu að ég sé engill?" Þetta var dimm karlmannsrödd, dálítið þreytuleg, en þó vingjamleg. Og Kata svaraði: „Ég var nýbúin að biðja Guð að senda mér engil til hjálpar og þá komst þú einmitt." „Ég er enginn engill, barn- ið mitt, ég er þvert á móti mjög syndug- ur maður.“ „Hver sem þú ert þá ertu áreiðanlega sendur af Guði til að bjarga mér frá því að lenda undir bílnum og fylgja mér heim. En ef þú ert syndari, þá veit ég um biblíuvers sem á við þig. Ég er nýbúin að læra það í hvíldardagsskólanum. Það er svona: „Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa syndara.“ Versið sem við eigum að læra fyrir næsta hvíldardag er svona: „Blóð Jesú Krists hreinsar oss af allri synd.“ Þau gengu þögul áfram, hlið við hlið. Þegar þau voru rétt komin heim til Kötu, hvarf ókunni maðurinn skyndi- l.Það var ekkert kynslóðabil, allir hjálpuðust að. 2.Skorið laufabrauð af mikilli list. 3.Skorin laufabrauð og skreyttar piparkökur ásamt ýmsu öðru. 4....og svo var laufa- brauðið steikt! 10 AðventFréttir

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.