Bræðrabandið - 01.01.1974, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.01.1974, Blaðsíða 2
BIs. 2 - BRÆÐRABANDIÐ - 1. tbl Postulinn segir fyrir um það, að á síðustu tímum muni koma "örðugar tiðir". Málin munu ekki verða viðráðanlegri, heimurinn mun ekki verða betri staður til að búa í, heldur munu allir hlutir þvert á móti fara versnandi. Heimurinn á eftir að horfast í augu við enn meiri vandamál og það er ekki á færi neins manns að sjá það fyrir. I'etta beinir huga okkar æ betur að því, að til er annar auður, sem er tryggari en hinn veraldlegi. Kristur talaði um að safna sér fjársjóði á himni. Við þurfum að gera okkur æ betur grein fyrir því, að okkar mesti auður er í orði Guðs. í>ar lærum við um hjálpræðið 1 Jesú Kristi og öðlumst sanna mynd af okkar tíma, ékomnum atburðum og er stærstur þeirra endurkoma freisarans. Býrari auð er ekki hægt að eignast, betra skjól er ekki hægt að fá í þessum syndanna heimi. Stærsta spurningin fyrir okkur á því herrans ári 1974 er ekki sú, hvort við fáum áfram olíu frá Rdssum eða hve hátt verðið verður, heldur hitt, hvort við höfum veitt Kristi inngöngu í líf okkar og hvort við höfum lifandi samfélag við himininn. Ef svo er munum við sýna það meö lifandi áhuga fyrir frelsun sálna og með því að gefa milefni Drottins af tíma okkar, hæfileikum og efnum. Af ávöxtum þeirra skulu þér þekkja þá, sagði frelsarinn. Játning trúarinnar er nauðsynleg, en Jakob postuli taldi að verkin þyrftu að fylgja, ef trúin ætti að vera lifandi. Tímarnir gefa ekkert tilefni til deyfðar eða svefnhöfgi. Samferðafélk okkar þarf á því að halda, að við séum lifandi og áhugasöm. Við þurfum á því að halda á þessu ári að hafa inni- lega trúarreynslu með Guði. Hvemig væri að við stigjum fram í trú og bæðum Guð að sýna okkur hvað við gætúm gert fyrir aðra? Við höfum sennilega öll þörf á þv£ að reyna Guö meira en við gerum. í>að þýðinggarmesta fyrir okkur við upphaf þessa árs er að undir- búa hjörtu okkar fyrin komu Drottins og vinna sálir fyrir guðsríki. Með því er ekki t\undi^búning við hentugleika, heldur undir- búning N Ú N A. "við Lfettum við öll á þessu ári vaxa í þekkingu ekkar á Guði. S.B. AUGLfSING Basar systrafélagsins Alfa í Reykjavík verður haldinn 31. raarz. Systumar eru hvattar til að senda muni tímanlega og hjálpa svo til við afgreiðsluna, þegar þar að kemur. Stjérnin.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.