Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.01.1974, Qupperneq 8

Bræðrabandið - 01.01.1974, Qupperneq 8
Bls. 8 - BRÆSRAEANDIÐ - 1. tbl. Kæru trúsystkini. Eins og vel flest ykkar vitið fluttum við til Akureyrar um miðjan s.l. júní með það fyrir augum að starfa norðan lands um sinn. Plutningur og að koma sér fyrir gekk vel. Hvað íbúöar- húsnæði snertir vorum við heppin. Pengum rúmgott nýtt einbýlishús, í útjaðri bæjarins, nyrzt í Glerárhverfinu. Við fengum það á hagstæðri leigu. Heimilisfangið er Langholt 31. Síminn: 2 27 28. Þegar komið er frá Reykjavík, er ekin fyrsta gatan til vinstri um leið og komið er inn í Glerárhverfið. Eg greini svo gjörla frá þessu til þess að þið, sem farið hér um, eigið hægara með að ná sambandi við okkur. Einnig vegna þess, að þetta er miðstöð starfs okkar hér. Leiðir það okkur að annarri hlið húsnæðismála hér, en það er samkomu- staður, safnaðarheimili, kirkja. Eins og sakir standa kemur söfnuðurinn saman hér á heimili okkar. Auðvitað ekki st<5r söfnuður og frá þvl sjónar^ miði séð nág pláss, en það getur aldrei skipað sess kirkjunnar, hvorki fyrir safnaðarfélkið sjálft, því síður fyrir aðra, sem kynnu að vilja leggja leið sína á guðsþjánustur okkar eða vera þangað boönir. Þama er einnig þrándur í götu, hvað snertir kynningarstarf, félagsstarf, safnaðarstarf^ ungmennastarf af hvers kyns tagi sem vera skyldi og söfnuður- inn kynni að 6ska að hafa með höndum. Þetta eru byrjunarörðugleikar. Sumarið leið hratt við undirbúning af hvers kyns tagi, venjuleg söfnunarstörf og þess háttar. Samkvæmt ákvörðun hófst starfið hér með 5-daga Áætlun, námskeiðinu okkar til að hjálpa fólki að hætta reykingum. fifeltist námskeiðið mjög vel fyrir, var vel tekið af bæjaryfirvöldum og vel sött. Innrituðust 119 manns. Alls luku námskeiðinu hö fullu 110, og voru 9o,9 % þeirra alveg hættir reykingum við lok námskeiösins. Við fyrsta endurfund, þrem vikum eftir að námskeiði lauk, voru milli 75 og 80 %, sem ekki höfðu reykt. Vonum við, að þessu fólki gangi sem bezt í baráttu sinni.... Áður en þetta námskeið höfst hor, var annað sams konar haldið í Keflavík, einnig við hinar ágætustu undirtektir og árangur. Leiðbeinandi læknir á báöura námskeiðunum var Dr. v/illy Jordahl frá Noregi. Eramkvæmdi hann ágætt og traustvekjandi starf. Strax í kjölfar r.ámskeiðsins höfst svo opinbera starfið. Við leigðum sal, er situr 3oo manns. Á fyrsta fyrirlestrinum var svo að segja húsfyllir, Eftir það fjöldi áhejrrenda frá 125 - 14o en fækkaði svo, Pérstaklega, er nær dró jólum. Hvaö mestu varðar nú er, hvernig viðbrögðin verða eftir áramótin.

x

Bræðrabandið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.