Bræðrabandið - 01.04.1974, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.04.1974, Blaðsíða 2
4. tbl. - BRÆÐRABAHDIÐ - bls.9 MBGINÞÆTTIR sannrar VRHninGRR "Aöventistar eru ekkert nema venjulegir, alltof venjulegir, meðalborgarar." Þessa eiltæku yfirlýsingu er að finna í nýlegri bók, sem skrifuð er af fyrrverandi Aðventista. Okkur er sagt, aö Sjöunda-dags aðvenfcista séu uppteknir af því, sem neyzlu-þóóðfélag ndtímans hefur upp á að bjóöa, og þeir keppi að eigna-öflun engu að síður en hirir. Hleypidómar og vilhöll sjónarmið þessa höfundar snerta okkur ekki svo rajög. En það er samt góð æfing í sjálfsgagnrýni að spyrja okkur sjálf, hvort Aðventistar lifi í raun og veru í brennandi eftirvæntingu eftir komu Drottins. Enginn efast um, aö endurkoman er þungamiðjan í guðfræði Aðventista, en hefur hdn áhrif á líferni þeirra? Aöventistar kenna, að allt frá árinu 1844 hafi menn lifað á tíma lokadómsins. En ef Aðventistar lifa ekki í fullu samræmi við þessa kenningu sína, skapast ðhjákVærallega ósamkvæmni og tími dóms- ins getur orðið dómur samtímans. Heimshyggja og trdardeyfS eru að naga utan af jöðrum kirkjunnar; sama má segja um falska vakningu. Satan hefur alltaf notaö tvíbenta aðferð til að veikja innviði safnaðarins: hann reynir að frysta söfnuöinn til óvirkni meö því að innleiða þurrís áhugaleysis eða leitast við að gera söfnuðinn aðeins að kulnuðum glóðum villields ofsatróar. Hvorki ísmolar né aska eru áhrifamiklir vottar um bráða endurkomu Krists. 1 báðum tilvikum verður árangurinn í rauninni uppgjöf fyrir sýktum aldaranda.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.