Bræðrabandið - 01.04.1974, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.04.1974, Blaðsíða 11
4, tbl. BR/EÐRABANDIÐ - bls„ll MERKIS - DAGUR Hvíldardagurinn 6. apríl var merkilegur í sögu Reykja- víkursafnaðar. 1 vikunni áður hafði verið fest kaup á Steinway flygli fyrir kirkjuna og var hann nú kominn á sinn stað og tekinn í notkun í kirkjunni í fyrsta sinn. Ungmennafélagið hafði guðsj)jónustuna. Ingrid Norheim lék einleik á flygilinn. Við sálmasöng var beeði leikið á orgelið og flygilinn og fannst öllum það létta mikið undir sönginn og gera skemmtilegan blæ á samkomuna. Einnig var einleikur á ýmis hljóðfæri og var þá leikið undir á flygilinn. Safnaðarstjórnin hafði ákveðið að festa kaup á hljóð- færi strax og viðeigandi hljóðfæri fengist. Ýmis hljóð- færi voru skoðuð, en þegar þetta hljóðfæri kom til greina bar öllum saman um, að þetta væri J>að hljóðfæri, sem hæfði kirkjunni. Var J>vx ekki látið bíða að festa kaup á því, þó að vantaði kr. 150.000,oo upp á að nóg væri í sjóði til að greiða andvirðið kr 375.000,oo. Systrafélagið lánaði úr sínum sjóði Jað sem á vantaði og var því hægt að greiða hljóðfærið. Reiknum við með að systkinin muni fljótlega senda inn það sem á vantar, svo að hægt verði að greiða systrafélaginu lánið^ sem var veitt til árs. Margir hafa sýnt J)essu máli mikinn áhuga, bæði innan Reykjavíkursafnaðar og einnig fólk okkar út um allt lg.nd. Eru öllu þessu fólki færðar alúðarþakkir fyrir áhuga og framlög, VVX.v.X’TW'í jr.yjif.v.wmw^r <3 -R ’ ...... Þökkum af einlægu hjarta hinum fjölmörgu systrum er gerðu okkur kleift að halda goðan basar í Vestmanna- eyjum á árinu 1973. Guð blessi ykkur og veiti ykkur ríkulega af náð sinni. Stjórn Systafélagsins Alfa, Ves tmannaeyj um.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.