Bræðrabandið - 01.05.1974, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.05.1974, Blaðsíða 4
bls. 4 - BRÆÐRABANDIÐ - 5, tbl. verða í næsta nágrenni og af okkur er ætlazt, að við sýnum nágrönnum okkar umhyggju og samúð. Alþjóða-líknarfélag Aðventista (SAWS)hefur átt annríkt við að teygja úr bví, sem það hefur haft til umráða. Matvæli hafa verið send til þurfandi svæða, fatðnaður og byggingarefni hafa einnig verið send til að bæta úr brýnuscu þörf. í ár er þörf fyrir um 90 milljónir isL. kr. til þessara starfa. Þar sem Norður-Evrópu-deildin hefur verið beðin um aðstoð við að safna þessu fé, snúum við okkur til ykkar, systkini, og biðjum ykkur að beina sérstakri athygli að þessu líknarstarfi þannig að allir verði samhuga um að hjálpa. Ef til vill er ekkert, sem beinir huga og hjarta safnaðarmeðlima eins að starfi safnaðarins eins og það að veita aðstoð rétt í kjölfar þess að einhver hefur orðið fyrir óvæntu tjóni. Aðstoð við þá, sem eru í neyð, er ein bezta leiöin til að sýna fórnarlund safnaðarins. Þar sem það er brýn þörf fyrir fjármuni til að koma til móts við þessar þarfir, skorim við á ykkur að brecðast vel við þessari beiöni okkar. Ef við höfum í huga orð Meistarans: "Sannlega segi ég yður, svo framarlega sem þér hafið gjört þetca einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það," (Matt. 25,40), trúi ég því, að við munum öll gera þarfir annarra að ábyrgð okkar, og þetta er bezta vísbendingin um kærleika okkar til Drottins okkar og Frelsara, Jesú Krists. R. Unnerste, gjaldkeri N.Evr. deildarinnar. I Ungmennamótið í ár verður haldið að Hlíðardalsskóla dagana 21.- 28. júlí. Ræðumaður mótsins verður J.T. Kncpper. Með þessu staðar- vali fæst betri aöstaða en nokkru sinni fyrr til mótshalds Það verður því áiáöanlega gott mót í sumar og ástæða til að hvetja fólkið okkar til að sækja það. Það hefur jafnan verið ánægæulegt að sjá foreldrana koma með börnin sín og vonar.di verður svo enn í ár. ítarlegri fréttir af mótinu koma 'í æskulýðsblaðinu Innsýn.*

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.