Bræðrabandið - 01.05.1974, Blaðsíða 5

Bræðrabandið - 01.05.1974, Blaðsíða 5
5, tbl. - BRÆÐRABANDIÐ - bls. 5. runautar • • • 0 senda lesendum Bræðrabanasins beztu kveðjur og árnaðaróskir og vilja um leið nota tækifærið og vekja athygli á sér. Ef þú lesandi góður, veizt ekki gjörla hverjir Förunautar eru, viljum við gera grein fyrir þeim. Förunautar eru kristilegt ferðafélag, sem var stofnað 14. nóv. 1965. Stjórn Förunauta samanstendur. af Sjöunda-dags Aðventistum, en öllum er heimilt, á öllum aldri, að cprast félagar, aðeins ef þeir hafa kristnar meginreglur, virða sérskoð&nir Aðventista, sérstaklega helgihald sjöunda dagsins og eru bindindismenn á vín og tóbak. Tilgangur félagsins er, að efla heilbrigt ferðalíf, séistaklega innan samtaka S.D. Aðventista á íslandi, en allir eru, eins og að framan segir velkomnir sem félagar óg í ferðirnar. SUMARAætLLÍ'I Förunauta fyrir sumarið 1974, lítur þannig út: Sflnnudagurinn 30. júní; Ferð með eldra fólk Aðventkirkjunnar í Reykjavík. Dagsferð. Fimmtudagurinn 11. júii: Til Þórshafnar í Færeyjum. Komið aftur sunnudaginn 14. júli. Þeir sem þess óska, geta frasilengt dvclina. Föstudagi.trinn 16. ágúst. Ferð í Þorsmörk, komið aftur sunnudag. Allir lesendur Bræðrabandsins, hvar sem þeir eru í sveit settir, heima eða að heiman, eru hjartanlega velkomnir í ferðirnar, eins og að framan segir, en verða að tilkynna þátttöku núþegar í síma 33758, þar sem sætafjöldi í ferðirnar er takmarkaður og verður að tilkynnast réttum aðilum minnst mánuði fyrir brottför. Með félagskveðju frá Förunautum, ritari.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.