Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 2

Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 2
Bls. 2 -BRÆÐRABANDIÐ 6.-7.tbl Páll segir: "Pvi að hvorki er umskurn neitt né yfirhúð, heldur ný skepna". Gal. 6, 15. Það er eiomitt þetta, sem Guð er að leita að. Nýjum mönnum. Nýjum konum. Pólki, sem hefur frelsazt að fullu fyrir náö hans. Hann leitar að mönnum, sem vita af eigin raun hvað fullnaðarsigurinn hefur að þýða fyrir þeirra eigið líff fullnaðarsigurinn fyrir náð Heilags anda. Hann leitar að mönnum, sem þjóna honum, ekki af ótta við hann, heldur vega þess að þeir bera í hjarta sínu djúpa og enlæga trú á hann fyrir kærleika hans til þeirra í Jesúm Kristi. Með eilífðina í huga byggir Guð konungdæmi sitt á þeim, sem hata allt ranglæti, og finna fullnægingu sína í því að gera vilja hans. Þegar hinn endanlegi sigursöngur hljómar yfir eldi blandið glerhafið við hásætisskör Guðs, (Op. 15,2.),veröur það söngur sigursins yfir "dýrinu og á líkneski þess og á tölu nafns þess", og um leið sigurinn yfir öllu illu valdi og áhrifum þess í heimi vorra tima. Á þeim degi mun sannast, að sú áætlun, sem Guð hefur gert, varðandi fullnaðarsigur, ber vitni slikum fullkomleika guðlegrar hernaðarlistar, að aldrei hefur neitt svipað þvi þekkzt eða veriö áformað með nokkurri þjóð. Sannarlega mun sigur hans verða svo fullkominn og óumdeilanlegur, að þrengingin mun ekki koma tvisvar. Nah. 1, Ef við teljum þörf á gersamlega nýju skipulagi,- nýju heimsskipulagi,- verðum við að setja alla okkar von á það skipulag, sem Guð hefur fyrirhugað, og sem ekki veröur byggt á valdbeitingu og ofbeldi, heldur kærleika, ekki á fangabúöum, heldur gagnkvæmu trúnaðartrausti. Mikiö er sannleiksgildi orðanna í sálminum: "Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis". Sálm. 127,1. Allir þeir, sem gera sér vonir um, að menn, sem reka erindi ranglætisins í djöfullegum tilgangi, megni að byggja upp nýjan og betri heim, hljóta að verða fyrir gagngerum vonbrigðum. Með þeim hætti getur það ekki orðið. "Áður en við getum byggt upp nýjan heim, verður djúplæg, siðferðisleg endurvakning að hafa átt sér stað með okkur. Gott þjóðfélag getur aðeins skapazt fyrir góða þegna". Og það er Guð einn, sem getur gert mennina góða fyrir fagnaðar- fagnaðarboðskapinn, sem er "kraftur Guös til hjálpræðis hverjum þeim, sem trúir." Róm. 1, 16. Hann breytir manninum i nýja skepnu i Kristi Jesúm, og allir þeir, sem að einhverju leyti eru i samvinnu við hann um þetta fagra þjónustustarf, eru raunverulega stofnendur hins nýja heimsskipulags. Skipulagsins, sem ekki er miöað við aldatug, heldur alla eilifð.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.