Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 9

Bræðrabandið - 01.07.1974, Blaðsíða 9
Bls. 9 - BRÆÐRABANDIÐ 6.-7.tb. o * * * Nýlega voru gerfiar tilfærslur á starfsliði konferensins og Hlíðardalsskóla. Árna Hólm hefur verið veitt leyfi frá störfum við Hlíðardalsskóla í eitt ár samkvæmt eigin ósk. Guðmundur Ólafsson flytur að Hlíðardalsskóla sem kennari, Steinþór ÞÓrðarson til Reykjavíkur og mun annast ungmennadeildina, útgáfudeildina, leikmannastarfið og prédikunarstörf. Júlíus Guðmundsson flytur til Keflavíkur og annast Biblíubréfaskólann og hvíldardagsskóla- deildina. Björgvin Snorrason verður skólastjóri Hlíðardalsskóla. Arthur L White frá Ellen G. White stofnuninni mun verða hér á landi 20.-22. september n.k. Mun hann halda margar samkomur þessa helgi og mun þá kynna starf Ellen G. White og hlutverk Anda spádómsins í hinum sxðasta söfnuði. Er sérstök athygli vakin á þessari heimsókn því að hér er um áríðandi mál að ræða. Er það heppilegt að Arthur L. White kemur á þessum tíma, því að í undirbúningi er hjá okkur útgáfa bókarinnar Boðskapur til safnaðarins 1. hefti eftir Ellen G. white. Bókin verðtr trúlega ekki komin út áður en A.L. White kemur, en vonandi fljótlega á eftir. Ungmennamótið mun verða haldið dagana 21.-28.júlí að Hlíðardals- skóla. GÓð áform hafa verið lögð og verður upp á margt að bjóða. Vonumst við til að unga fólkið leggi áform um að vera á mótinu. Eru foreldrar einnig hvattir til að stuðla að því að börn þeirra og unglingar geti farið. Á mótstímanum þyrftu sem flestir aðventunglingar að vera á Hlíðardalsskóla. GÓð þátttaka var í námskeiðinu í Opinberunarbókinni, sem haldið var í Aðventkirkjunni Reykjavík £ vetur. Þann 25. maí var skírnarathöfn í kirkjunni og voru 4 skírðir inn í söfnuðinn. Nýtt innsöfnunarblað verður komið út fyrir ársmótið. Ekki verður lögð mikil áherzla á kynningu á boðskap aðventista í blaðinu, heldur verður þar fyrst og fremst kynning á hjálpar-og líknar- starfinu. Er þetta m.a. vegna þess, að í undirbúningi er nýtt útbreiðslublað,þar sem boðskapur og kenning aðventista verða kynnt rækilega. Eru systkinin hvött til þess að vinna ötullega að innsöfnunarstarfinu, þegar að því kemur. Innsöfnunarblaðið er mjög fallegt að útliti. Litmyndir eru prentaðar í prentsmiðju aðventista í Danmörku en önnur prentun fór fram í prentsmiðju okkar hér heima.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.