Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 7

Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 7
Bls. 7 BRÆÐRABANDIÐ 8.-9. tbl. % 7. Reiddu þi^ á Anda Guös. Guð hefur kallað okkur til að segja öðrum fra því, sem Kristur hefur gert fyrir okkur. Hann hefur beðið okkur að deila þeim fögnuði og því frelsi, sem sem hinn kristni öðlast, er honum skilst, að syndir hans eru fyrirgefnar og Faðirinn hefur tekið við honum. Stundum kann að virðast, að vitnisburður okkar sé áhrifalaus. Það kann að virðast sem orð okkar hafi tómahljóð - þau sáu einfaldlega merkingarsnauð orð, sem falla á dauf eyru. í mínu starfi hef’ég oft reynt þetta. En samt hefur Heilagur andi notað þessi fátæklegu orð vitnisburðar míns til að sannfæra áheyrendur mína í hundruð skipta. Þegar við vitum, að Heilagur andi er með okkur, minnkar álagið a okkur. Það losar okkur við að vera of áköf, því við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því, hvort einstaklingurinn tekur við eða ekki. Það er í Guðs hendi en ekki okkar. Ef við skiljum hlutverk Heilags anda í vitnisburðinum, getum við frjáls verið við sjálf - brosað og verið vingjarnlegir kristnir vottar. (5) EGW DA, bls.466. TIL ÍHUGUNAR: ''Kvöld eitt gekk maður einn, sem var niðurbeygður af mikilli sorg, í garði, þar sem hann tok eftir granattré, sem var næstum skorið gegnum stofninn. Hann spurði garðyrkjumanninn mjög undrandi hvernig stæði á þessu ásigkomulagi trésins og hann fékk svar, sem veitti honum fullnægjandi skýringu á und hans eigin blæðandi hjarta. "Herra", sagði garðyrkjumaðurinn, "þetta tré var vant að vaxa svo mikið, að það bar ekkert nema lauf. Ég neyddist til að skera það á þennan hátt og þegar næstum var búið að skera í gegnum það, for það að bera ávöxt." E.G.W.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.