Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.09.1974, Blaðsíða 8
Helga Sigfúsdóttir er dáin. Hun andaöist á heimili dottur sinnar hinn 11. ágúst. Str. Helga var þekkt persóna í söfnuÖi okkar. Hún haföi tilheyrt söfnuöinum í hartnær 50 ár, og allan þann tíma allt fram í andlátið hafði hún brennandi áhuga fyrir málefni Guðs. Str. Helga tilheyrði Keflavíkursöfnuði um langt skeið og var ein af stofnendum hans. Vöxtur og viðgangur þess safnaðar var hennar mikla áhugamál. Fyrir áhrif hennar varð systrafelagið til þar. Það blómgaðist fyrir örvandi áhrif hennar og stjórn og kom ótrúlega miklu til vegar. Helga lifði alltaf fyrir málefni safnaðar síns. Efling hans og framför var líf hennar, og henni veittist sú ánægja að sjá söfnuðinn í^Keflavík stækka og safnaðarheimilið rísa. Mörgum þótti það kraftaverk að svo myndarlegu átaki var komið í kring af ekki stærri hóp, en bænir Helgu, trú hennar og sívakandi áhugi hafði smitandi og uppbyggjandi áhrif. Það var bjart yfir kveðjustundinni í Aðventkirikjunni í^Reykjavík hinn 16. ágúst. Uppáhalds- sálmar Helgu um eilífðarheimkynnin voru sungnir, Sigurður Bjarnason talaði og Eric Guðmundsson sön^ sönginn Dýrmatast nafn, sem er nefnt hér á jörð. Sönn trúarhetja hefur verið lögð til hvíldar. Hún var kvödd af ástvinahópnum, sem hún bar daglega á örmum bænar og vonar og trúar. Framundan er eilífðar- heimkynnið og sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa öllum þeim, er elskað hafa opinberun hans. J • G.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.