Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 4
Bls. 4 - BR/EÐRABANDIÐ ll.tbl. haustregnið, sem fyrirheit hefur verið gefið vun, er svo síöbúið, Við þurfum að rannsaka á nvjan hátt þá aövörun að, "aðeins þeir sem hafa rannsakað Ritninguna af kostgæfni og hafa meötekið kærleika til sannleikans munu öðlast vernd gegn hinum voldugu blekkingum sem hertaka heiminn." (GC. 623) Rannsókn Bibliunnar er þýðingarmikil ekki aðeins vegna bess að hún aðvarar okkur gegn blekkingum Satans, heldur vegna þess að hún er leið fyrir Anda Guðs til að tala til okkar. Það sem setur villumerkið á tungutalshreyfingiina er viöleitni hennar til að sniðganga ritningarnar og meðtaka andann í tungutali, lækningum og á annan hátt. Athvglin beinist fremur að starfi Andans en að Kristi og starfi hans í hinum himneska helgidómi. En þegar Jesús lofaði að senda huggarann lagði hann aftur og aftur áherslu á það að Heilagur andi mundi ekki vekja athygli á sjálfum sér heldur að hann mundi vegsama Krist, (sjá JÓh,14,26; 15,26;16,13.14.) Þetta gerir hann með tilstilli orðsins, sem hann gaf í fyrstu heilögum Guðs mönnum og hann síðan uppljómar fyrir hverjum einlægum nemanda Biblíunnar. 1 ritum Anda spádómsins hefur okkur sem söfnuði verið gefið dýrmætt ljós til þess að vekja athygli okkar á Ritninguui, sem ©pinberar Jesúm og starf hans í hinu allra helgasta. Við þurfum að kynna okkur hina þýðingarmiklu lexíu helgidómsins. "Við ættum að rannsaka nákvæmlega hið mikla endurlausnaráform eins og það opinberast í lokastarfi fyrir þessa síðustu daga. Þeir atburðir sem eru tengdir helgidóminum hið efra, ættu að hafa þau áhrif á huga okkar og hjarta, að við getum haft áhrif á aðra. Allir þurfa að bera betra skynbragð á friðþægingarstarfið, sem fer fram í helgidóminum hið efra. Þegar þessi dýrmæti sannleikur er skilinn munu þeir sem aöhyllast hann vinna i sam- ræmi við Krist að því að búa fólk undir að standast á hinum mikla degi Guðs, og viðleitni þeirra mun bera ávöxt." (5T bls 575) Bæði Biblían og Andi spádómsins leggja aftur og aftur áherslu á hið nána samband milli Ritningarinnar og Heilags anda. Við höfum hér rúm aöeins fyrir fáein dæmi en með því að leita svolitið getum við fundið mörg fleiri. Páll hvetur okkur til að "taka sverð andans, sem er Guðs orð." í dæmisögu Jesú um meyjarnar tíu er olían tákn um Heilagan anda og lampinn sem olían er í taiknar orð Guðs. í bókinni Desire of Ages er þetta greinilegt: "Heilagur andi talar til mcuinshugans með tilstilli ritninganna og leggur manninum sannleikann á hjarta. Þannig flettir hann ofan af villunni og rekur hana út úr sálinni. Það er fyrir anda sannleikans sem verkar £ orði Guðs að Kristur beygir fólkið undir vilja sinn." "Hinn heilagi, menntandi Andi Guðs er í orði hans." (Col.bls.132)

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.