Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 6

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 6
Bls. 6 - BRÆÐRABANDIÐ ll.tbl. að meta hina "einlægu mjólk orðsins" og "brauð lífsins". Ef þú hefur aldrei revnt það að njóta þess fagnaðar að heyra Heilagan anda tala beint til hjarta þíns, hina djúpu hluti orðsins - hæð og dýpt kærleika Krists - má ég þá stinga upp á tilraun. í einn mánuð skuluð þið hafa slökkt á sjónvarpinu, leggja til hliðar dagblööin, tímarit, bækur og nýta augnablik sem vanalega fara til spillis og frestið jafnvel nauðsynlegum athðfnum ef þið getið og stundið rannsókn Guðs orðs. Ef mögulegt er skuluð þið vekja áhuga fjölskyldumeðlimanna eða bjóða fáeinum vinum til þess að vera með ykkur í námshópi ykkar sem þarf að koma saman minnsta kosti einu sinni í viku til að njóta þess sem að þú ert að meðtaka frá Heilögum anda fyrir orðið. "Að þekkja af eigin raun hinn immyndandi kraft sem er í ritningunum veitir Heilögum anda fullan aðgang að huga ykkar. GRAFIÐ DJÖPT Þar sem þeir atburðir eru á næsta leiti sem munu binda endi á deiluna miklu þá þurfum við núna frekar en nokkur tíma áður í sögunni að grafa djúpt, að eta og melta orð Guðs. Aðventhreyfingin varð til fyrir rannsókn orðsins. Hún mun sigra þegar Guðs fólk verður aftur fólk bókarinnar - þegar það með því að líta á hana, sér Jesúm, þar til fullkomnleiki hans endurvarpast í lífi þeirra. "Sá sem sér hinn óendanlega kærleika frelsarans mun göfgast i hugsun, hreinsast í hjarta, lammyndast í lunderni. Hann mun ganga fram sem ljós í heiminum, til að endurspegla að einhverju leyti þennan undursamlega kærleika." (DA. bls 661) "Kristur bíður í löngun eftir því að mynd hans endurspeglist í söfnuði sínum. Pegar lunderni Krists verður fullkomnlega endairspeglað í fólki hans þá mun hann koma til þess að sækja aitt fólk."(Col.bls. 69) Bræður og systur snúum okkur að orði Guðs af öllu hjarta. Látum hann ekki bíða lengur. Kvöldmá'ltiðin frh. frá bls. 2 við kvöldmáltið. Þessi venja hefur trúlega skapast hér vegna þess að þessi athöfn er mjög heilög í augum systkinanna og jafnan er hægt að ná til vigðra presta til að þjóna. Það er ábyrgð safnaðarsystranna á hverjum stað að baka brauðið og laga vinið og gera borðiö til reiðu. Þær hella i flest glösin, en skilja nokkur eftir fyrir prestinn til að útdeila. Sama er að segja um brauöið. Sums staðar taka þær einnig dúkinn af borðinu og leggja hann á aftur að lokinni athöfninni. Safnaðarþjónarnir bera brauð og vin frá borðinu og sjá um að taka af dúkinn og leggja hann á aftur, þar sem systurnar gera það ekki. Allt þarf að fara fram með virðingu, þar sem það eru háheilagir þættir kristilegrar reynslu sem verið er að minnast.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.