Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 8

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 8
Bls. 8 - BRÆÐRABANDIÐ ll.tbl. Shanghai til byggingar Shanghai sjúkrahússins, hitti ég forstjóra stórs amerísks verslunarfyrirtækis. Eftir að hafa lagt fram erindi mitt lét þessi maður orð falla \jm það að hann hafði unnið að verslunarstörfum x mörgum hlutum heims og í öllum löndum hefði hann hitt Sjöunda dags aðventista og hefði séð margar stofnanir þeirra. Hann sagði: "Söfnuður þinn hlýtur að samanstanda af mjög auðugu fólki." Ég sagði honum, að flestir meðlimir okkar væru almúgafólk en það að við virtumst vera auðug sem söfnuður væri vegna þess að við fylgdum þeirri venju að greiða tíund." Ég þekkti mann, sem hætti að vera Sjöunda dags aðventisti/ en hélt áfram að greiða tíundina. Þegar einhver spurði hann um það, hvers vegna hann enn greiddi tíund, svaraði hann, að þótt hann sækti ekki kirkju lengur "getur þú varla látið þér detta i hug að ég hafi fallið svo lágt að ég fari að ræna Guð, eða hvað?" Eftir að hafa greitt tíund alla æfi get ég sagt með öryggi, að fyrirheit Guðs eru algerlega áreiðanleg. Ég hika ekki að segja öðrum að þeir munu ekki verða fyrir vonbrigðum ef þeir taka Guð á orðinu er hann segir: "Ég lýk...upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yfirgnæfanlegri blessun." FRÁ BÓKAFORLAGINU Á næstunni verður á boðstólum allmikið af hljómplötum og kassettum með andlegri tónlist, sem hljómplötufyrirtæki aðventista i Kalifomíu gefur út. Einnig fást erlendar bækiur, aðallega á ensku máli, sem fjalla ýmist um guðfræðileg efni eða reynslur trúsystkina í ýmsum löndum. Eins og bókaverð er orðið á bókamarkaðnum á íslandi, er hér um mjög ódýrar bækur að ræða. Margvísleg spil fyrir fólk. á öllum aldri fást líka. Hér er um spil og leiki að ræða, sem henta sérstaklega vel á hvildar- dögum, enda flest Biblíulegs eðlis. Sem sagt, eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Gjörið svo vel að lita inn á afgreiðsluna hjá ólafi Guðmundssynir Ingólfsstræti 19.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.