Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 11
Bls. 11 - BRÆÐRABANDIE) ll.tbl. c_r ~\' 1 ^ *-< n r i • M □ u j' i n j . * • J c l\l FYRIR REYKINGAFÓLK. í októberhefti Bræðrabandsins var getið um námskeið í Árnagarði fyrir reykingafólk. Frá því Reykjavíkurnámskeiðinu lauk hafa verið haldin þrjú önnur. Hið fyrsta þeirra var haldið á Akureyri og sérstaklega fyrir unglinga. Það hófst með 15 unglingum. Flestir urðu þeir 25, en 21 talsins voru þeir, sem luku námskeiðinu með 88% árangri. Hafa þeir farið þess á leit, að annað slíkt verði haldið, því þá myndu fleiri koma. Ungur íslenzkur læknir Brynjólfur Ingvarsson, Akureyri aðstoðaði.. Hætti hann að reykja viku áður en námskeiðið hófst, stríddi vikuna út með unglingunum og hætti fyrir fullt og allt. Til húsa vorum við í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Næst var 5-daga áætlunin framkvæmd á ísafirði. Þar innrituðust 85 manns. Urðu nokkur mannaskipti þar, sakir þess, að kvöldnámskeið ýrnis voru þar samtímis í framkvæmd og fólk áður búið að innrita sig á þau. Þannig luku námskeiðinu 44 með 97% árangri - ein sígaretta var reykt síðasta daginn. Læknir var þar líka ungur, íslenzkur læknir, Reynir Tómas Geirsson. Hann var og er bindindismaður, svo hann þurfti ekki að glíma við nikótínið. Fyrst vorum við til húsa í Alþýðuhúsi ísafjarðar, en svo í Gagnfræðaskóla ísafjarðar. Næst voru Egilsstaðir fyrir stafni.. Þar hófst námskeiðið í Barna- og unglingaskóla Egilsstaða með 25 manns. Hér var sett tvöfalt met með því að, þegar lauk voru þátttakendur 30 með 100% árangur. Enn var ungur íslenzkur læknir að verki, Guðmundur Sigurðsson, héraðslæknirþþað á stað. Sem allmikill reykinga- maður lagði hann í þetta "með hálfum hug", eins og hann orðaði það sjálfur, en taldi það læknislega skvldu sína að vara við hættunni. Fyrsta kvöldið hætti hann eins og allir hinir, tók ekki sígarettu alla vikiana og var einn i 100% sigrinum. Viku seinna var haldinn endurfundur með þessu fólki. Stýrði Guðmundur læknir fundinum og var hinn sigurreifasti, er ég talaði við hann í síma. Annan endurfiand settum við fyrir þau að hálfum mánuði liðnum. Það kemur stöðugt betur og betur í ljós, að fólkinu er nauðsynlegt að hittast. Tvennt liggur þar til grundvallar. í fyrsta lagi myndast sterk hópkennd og vinfengi á námskeiðunum, er leiðir svo aftur til þess, að félagsstuóningurinn verður mjög sterkur.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.