Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 14

Bræðrabandið - 01.11.1974, Blaðsíða 14
Bls. 14 - BRÆÐRABANDIÐ ll.tbl. MÍNNIN& Ingibjörg Erlingsdóttir er látin. HÚn var jarðsungin frá Aðventkirkjunni 5. nóvember. Ingibjörg var trúuð kona alla tíð og tileinkaði sér snemma hjálpræðið í Kristi. Hún sam- einaðist okkar söfnuði 1968. Hún missti mann sinn 1947 og átti þá fyrir ungum eirkasyni sínum að sjá. Hún varð því að berjast ein áfram langt skeið.. Ef til vill hefur hún því skilið betur nauðsyn þess að reiða sig á styrk Guðs og hjálp. Jóhanna Lárusdóttir lést í Landakotsspítala 3. nóvember og var jarðsungin frá Aðventkirkjunni 11. nóvember. Hún var búin að eiga við sjúkdómsstríð og hvíldin því kærkomin. Ég heimsótti hana oft síðustu mánuðina og var þá alltaf himnesk heiðríkja og friður yfir henni. Hún gerði sér grein fyrir hvert stefndi, en friður Guðs var hið innra með henni. Boðskapur Guðs náði miklum tökiam á henni. Hún vildi fremur gefa en þiggja. HÚn fórnaði sér fyrir skyldfólk sitt og ættingja, ekki síst barnabörn sín. NÚ er hún horfin en minningin geymist. Kristín 0iestad lést í Noregi í júní. HÚn var íslensk kona sem hafði verið búsett í Noregi um 40 ára skeið og tók þar á móti aðventboðskapnum. Hún var gift Kolbimi 0iestad, norskum manni, sem lifir konu sína. Hann tilheyrir okkar söfnuði. Þau hjónin bjuggu stórbúi um langt skeið að 0iestad í S-Noregi, enda var Kristín mikil dugnaðar- og rausnarkona. Var gestkvæmt á heimilinu og margur íslendingur gisti þar. Kolbjörn á þar heimili enn og þar býr nú önnur íslensk kona, Rannveig, gift Tryggve Fagerás. Þau hjónin Kristín og Kolbjörn voru hér á ferð fyrir nokkrum árum og muna sum systkini eftir þeim síðan. Blessuð sé minning þessara látnu systra. S.B.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.